Enski boltinn

Van Persie yfirgaf Liberty Stadium á hækjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Persie meiddist í leiknum gegn Swansea í gær.
Van Persie meiddist í leiknum gegn Swansea í gær. vísir/getty
Manchester United tapaði öðru sinni fyrir Swansea á tímabilinu þegar liðin mættust á Liberty Stadium í Wales í gær.



Ander Herrera kom United yfir en mörk frá Ki Sung-yueng og Bafétimbi Gomis tryggðu Svönunum stigin þrjú.

Eftir leikinn bárust fréttir af því að Robin van Persie, framherji United, hefði yfirgefið völlinn á hækjum en hann var einnig með spelku á hægri fæti.

Van Persie meiddist undir lok leiksins en Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, gat ekki tekið hann af velli því hann hafði notað allar þrjár skiptingar sínar.

Van Gaal gat ekki gefið nákvæmar upplýsingar um hvers eðlis meiðsli van Persie eru en líklegt þykir að hann verði frá í einhvern tíma.

Van Persie, sem hefur skorað 10 mörk á tímabilinu, missti af bikarleiknum gegn Preston á mánudaginn vegna smávægilegra meiðsla.

Manchester United tekur á móti Sunderland 28. febrúar í næsta deildarleik sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×