Freyr: Alveg sama hvað þeir í gulu segja, við vorum miklu betri í þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson á Norðurálsvellinum skrifar 26. júlí 2015 21:51 Freyr var ekki sáttur eftir leik. vísir/valli Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var brúnaþungur í leikslok eftir tap Breiðholtsliðsins fyrir ÍA í kvöld. Hann segir það þreytandi að fá, enn og aftur, ekkert út úr jöfnum leikjum. "Það er mjög þreytt. Við vorum miklu betri í þessum leik, það er ekkert flóknara en það," sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leik. "Mér er alveg sama hvað þeir í gulu reyna að segja, við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik. Það er alveg á hreinu. "Þetta eru samt engir vitleysingar. Þeir eiga alveg hættulegar skyndisóknir og verjast vel. Þeir eru með góðan markmann, þó hann hafi hegðað sér eins og vitleysingur eftir leik. Þessar spyrnur hjá honum eru frábærar og þeir spila upp á það," sagði Freyr ennfremur. Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í fyrri hálfleik en fengu færi í seinni hálfleik, þá sérstaklega eftir frábærar hornspyrnur Hilmars Árna Halldórssonar. Freyr var ánægður með hversu hættulegir Leiknismenn voru í föstum leikatriðum, sem voru ekki upp á sitt besta gegn Val í síðustu umferð. "Við skölluðum í slá og skutum yfir úr dauðafæri og svo kom markið í kjölfar hornspyrnu. Við bættum það frá síðasta leik," sagði Freyr sem var ánægður með sína drengi í dag. "Ég get ekkert sett út á strákana. Þeir eru eins og vígamenn, tilbúnir að gera það sem þeir áttu að gera og reyndu að spila fótbolta. Við vissum að við værum með betra fótboltalið og spiluðum betri fótbolta en þeir." Freyr var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld og þá sérstaklega aðstoðardómara 2, Englendinginn Ross Joyce. "Það eru stórir dómar sem ég er mjög ósáttur við. Leikstjórnin var ömurleg. Það voru sex skiptingar og þeir byrjuðu að tefja á 30. mínútu en bara fjórum mínútum bætt við. "Svo þetta verkefni frá Englandi; hann gefur fyrst aukaspyrnu sem fyrra markið þeirra kemur eftir og svo skorar Danny (Schreurs, nýjasti leikmaður Leiknis) mark sem er dæmt af vegna rangstöðu. "Það verður fróðlegt að sjá það aftur og það er eins gott að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Freyr sem var ánægður með frammistöðu Schreurs, í sínum fyrsta leik fyrir Leikni. "Hann var mjög ógnandi, kröftugur, tæknilega góður og gefur okkur nýja vídd," sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var brúnaþungur í leikslok eftir tap Breiðholtsliðsins fyrir ÍA í kvöld. Hann segir það þreytandi að fá, enn og aftur, ekkert út úr jöfnum leikjum. "Það er mjög þreytt. Við vorum miklu betri í þessum leik, það er ekkert flóknara en það," sagði Freyr í samtali við Vísi eftir leik. "Mér er alveg sama hvað þeir í gulu reyna að segja, við vorum miklu betri aðilinn í þessum leik. Það er alveg á hreinu. "Þetta eru samt engir vitleysingar. Þeir eiga alveg hættulegar skyndisóknir og verjast vel. Þeir eru með góðan markmann, þó hann hafi hegðað sér eins og vitleysingur eftir leik. Þessar spyrnur hjá honum eru frábærar og þeir spila upp á það," sagði Freyr ennfremur. Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í fyrri hálfleik en fengu færi í seinni hálfleik, þá sérstaklega eftir frábærar hornspyrnur Hilmars Árna Halldórssonar. Freyr var ánægður með hversu hættulegir Leiknismenn voru í föstum leikatriðum, sem voru ekki upp á sitt besta gegn Val í síðustu umferð. "Við skölluðum í slá og skutum yfir úr dauðafæri og svo kom markið í kjölfar hornspyrnu. Við bættum það frá síðasta leik," sagði Freyr sem var ánægður með sína drengi í dag. "Ég get ekkert sett út á strákana. Þeir eru eins og vígamenn, tilbúnir að gera það sem þeir áttu að gera og reyndu að spila fótbolta. Við vissum að við værum með betra fótboltalið og spiluðum betri fótbolta en þeir." Freyr var ekki sáttur með dómgæsluna í kvöld og þá sérstaklega aðstoðardómara 2, Englendinginn Ross Joyce. "Það eru stórir dómar sem ég er mjög ósáttur við. Leikstjórnin var ömurleg. Það voru sex skiptingar og þeir byrjuðu að tefja á 30. mínútu en bara fjórum mínútum bætt við. "Svo þetta verkefni frá Englandi; hann gefur fyrst aukaspyrnu sem fyrra markið þeirra kemur eftir og svo skorar Danny (Schreurs, nýjasti leikmaður Leiknis) mark sem er dæmt af vegna rangstöðu. "Það verður fróðlegt að sjá það aftur og það er eins gott að þetta hafi verið réttur dómur," sagði Freyr sem var ánægður með frammistöðu Schreurs, í sínum fyrsta leik fyrir Leikni. "Hann var mjög ógnandi, kröftugur, tæknilega góður og gefur okkur nýja vídd," sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira