Múslimarnir okkar: Lágkúrulegt að hæðast að veikum Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 8. mars 2015 17:00 „Það er lágkúrulegt að gera grín að manni af því að hann er veikur,” segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi, í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn á Stöð 2. Orðum sínum beindi hann að Gústafi Níelssyni sem einnig tók þátt í umræðunum. Gústaf Níelsson gerði einn af viðmælendum Múslimanna okkar, Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman, að umtalsefni í færslu á Facebook síðu sinni eftir að fyrri hluti þáttanna var sýndur. Tilefnið var að í þættinum kemur fram að Nasir, sem hefur búið hér í 19 ár og vann árum saman á ýmsum veitingahúsum, er með brjósklos og hjartavandamál sem hafa gert hann óvinnufæran að mestu. Hann er því öryrki í dag. Um þetta skrifar Gústaf á Facebook að hann í reynd “staðfestir að þetta ágæta fólk er ekki hér til þess að aðlagast menningu og siðum innfæddra. „Kokkurinn á Kleppsveginum" hafði þó lært til fullnustu listina að þurfa ekki að sjá fyrir sér og landaði auðvitað örorkubótum á besta aldri með hækjuna undir hönd;”Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr. Múslimarnir okkar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
„Það er lágkúrulegt að gera grín að manni af því að hann er veikur,” segir Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima á Íslandi, í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn á Stöð 2. Orðum sínum beindi hann að Gústafi Níelssyni sem einnig tók þátt í umræðunum. Gústaf Níelsson gerði einn af viðmælendum Múslimanna okkar, Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman, að umtalsefni í færslu á Facebook síðu sinni eftir að fyrri hluti þáttanna var sýndur. Tilefnið var að í þættinum kemur fram að Nasir, sem hefur búið hér í 19 ár og vann árum saman á ýmsum veitingahúsum, er með brjósklos og hjartavandamál sem hafa gert hann óvinnufæran að mestu. Hann er því öryrki í dag. Um þetta skrifar Gústaf á Facebook að hann í reynd “staðfestir að þetta ágæta fólk er ekki hér til þess að aðlagast menningu og siðum innfæddra. „Kokkurinn á Kleppsveginum" hafði þó lært til fullnustu listina að þurfa ekki að sjá fyrir sér og landaði auðvitað örorkubótum á besta aldri með hækjuna undir hönd;”Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr.
Múslimarnir okkar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira