Varar við upplausn Íraks Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2015 16:02 Abdul-Wahab al-Saadi og menn hans ferðuðust 40 kílómetra vegalengd á 30 dögum. Vísir/AP „Ef þetta gengur ekki betur, mun enda með að landinu verður skipt upp,“ segir hershöfðinginn Abdul-Wahab al-Saadi og telur hann að landinu yrði þá skipt upp á milli Súnníta, Sjíta og Kúrda. Nýverið vann hann stórsigur gegn Íslamska ríkinu þegar hann tók bæinn Beiji af vígamönnum samtakanna. Um er að ræða stærsta sigur hersins gegn IS frá því að herinn flúði undan stórsókna samtakanna í sumar. Hann er þó svartsýnn á getu hersins til að berjast gegn IS og segir herinn skorta vopna, búnað og fullþjálfaða hermenn. al-Saadi var í viðtali við AP fréttaveituna þar sem hann kvartaði einnig yfir stuðningi Bandaríkjanna. Hann sagði loftárásir þeirra vera of marklausar.Spilling allsráðandi Al-Saadi sagði spillingu enn vera ráðandi í bæði hernum og ríkisstjórn Írak. Þá sagði hann að hæfileikar hæst settu hermanna landsins hefðu frekar hentað í seinni heimstyrjöldinni. Auk alls þessa hefur hann áhyggjur af agaleysi vopnaðra sveita sjálfboðaliða sem berjast fyrir stjórnvöld í Bagdad. „Ég er hermaður og þeir virða ekki þær reglur sem við störfum eftir,“ sagði al-Saadi. Hann sagði sjálfboðaliða fara ránshendi um heimili á svæðum sem stjórnvöld ráða yfir og að þeir reyni að ógna foringjum hersins. Hershöfðinginn hafði 225 vopnaða menn, skriðdreka, tvær sprengjuvörpur, tvær stórskotabyssur og um 40 brynvarða bíla, þegar hann réðst gegn IS í Beji. Það tók hersveitina 30 daga að ferðast fjörtíu kílómetra vegalengd áður en þeir komu að bænum. Á leiðinni þurfti þeir að verjast vegsprengjum og sjálfsmorðsárásum. Sjálfboðaliðar sem al-Saadi hafði skipað að verja bakhlið herdeildarinnar yfirgáfu oft stöðu sína.Um 25 sjálfsmorðsárásir voru gerðar á hersveit al-Saadi.Vísir/APStjórnmálamenn vildu skjótan árangur Háttsettir stjórnmálamenn fóru fram á að Beji yrði hertekin hratt. „Ég sagði þeim að ég gæti tekið bæinn á þremur dögum, en þá myndi ég missa fjölmarga menn. Þá sagði ég þeim að ég myndi gera þetta á þann hátt sem ég kysi. Þeir voru óánægðir með það en gátu svo sem ekkert sagt.“ Á hverjum degi fékk hann símtöl frá embættismönnum í Bagdad sem sögðu sóknina ganga of hægt. „Ég sagði þeim aftur og aftur að ég færi rólega áfram til að verja hermennina.“ Haider al-Abadi, hinn nýi forsætisráðherra Írak hringdi þó einnig í hann til að lýsa yfir stuðningi sínum. Al-Saadi segir að nýr forsætisráðherra Írak hafi vikið fjölmörgum spilltum og óhæfum yfirmönnum hersins til hliðar síðan hann tók við völdum og að hann hafi einnig stöðvað gífurlega háar launagreiðslur til þúsunda hermanna sem í raun væru ekki til. Allt í allt voru gerðar um 25 sjálfsmorðsárásir á hermenn al-Saadi á leiðinni til Beji. Þar að auki höfðu þeir einungis eina nothæfa jarðýtu með sér, sem bilaði oft og dekk hennar voru oft sprengd af leyniskyttum.Telur Bandaríkin ekki treysta yfirvöldum Írak Varðandi loftárásir Bandaríkjanna sagðist hershöfðinginn draga í efa að Bandaríkin treystu yfirvöldum í Bagdad sem og yfirmönnum hersins. „Stundum gerðu þeir loftárásir sem ég bað ekki um og þegar ég grátbað þá um eina loftárás framkvæmdu þeir hana aldrei.“ Aðferð al-Saadi við að hertaka Beji virðist þó hafa borið árangur, en hann missti tólf hermenn og 30 særðust. Hann telur að þeir hafi samtals fellt um 1.500 vígamenn IS. Þrátt fyrir það hefur hann áhyggjur af því að honum takist að halda bænum, en vígamenn eru þegar búnir að koma sér fyrir við bæinn og hermenn al-Saadi eru of fáir til að halda aftur af þeim. Liðsauki sem var á leið til Beji varð fyrir árás og þurfti að hörfa. Þá voru 50 menn sendir að nóttu til. Þeir komust til Beji þrátt fyrir að hafa orðið fyrir árás og misst tíu menn. Nærri því jafnmarga og dóu við að taka bæinn. Mið-Austurlönd Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
„Ef þetta gengur ekki betur, mun enda með að landinu verður skipt upp,“ segir hershöfðinginn Abdul-Wahab al-Saadi og telur hann að landinu yrði þá skipt upp á milli Súnníta, Sjíta og Kúrda. Nýverið vann hann stórsigur gegn Íslamska ríkinu þegar hann tók bæinn Beiji af vígamönnum samtakanna. Um er að ræða stærsta sigur hersins gegn IS frá því að herinn flúði undan stórsókna samtakanna í sumar. Hann er þó svartsýnn á getu hersins til að berjast gegn IS og segir herinn skorta vopna, búnað og fullþjálfaða hermenn. al-Saadi var í viðtali við AP fréttaveituna þar sem hann kvartaði einnig yfir stuðningi Bandaríkjanna. Hann sagði loftárásir þeirra vera of marklausar.Spilling allsráðandi Al-Saadi sagði spillingu enn vera ráðandi í bæði hernum og ríkisstjórn Írak. Þá sagði hann að hæfileikar hæst settu hermanna landsins hefðu frekar hentað í seinni heimstyrjöldinni. Auk alls þessa hefur hann áhyggjur af agaleysi vopnaðra sveita sjálfboðaliða sem berjast fyrir stjórnvöld í Bagdad. „Ég er hermaður og þeir virða ekki þær reglur sem við störfum eftir,“ sagði al-Saadi. Hann sagði sjálfboðaliða fara ránshendi um heimili á svæðum sem stjórnvöld ráða yfir og að þeir reyni að ógna foringjum hersins. Hershöfðinginn hafði 225 vopnaða menn, skriðdreka, tvær sprengjuvörpur, tvær stórskotabyssur og um 40 brynvarða bíla, þegar hann réðst gegn IS í Beji. Það tók hersveitina 30 daga að ferðast fjörtíu kílómetra vegalengd áður en þeir komu að bænum. Á leiðinni þurfti þeir að verjast vegsprengjum og sjálfsmorðsárásum. Sjálfboðaliðar sem al-Saadi hafði skipað að verja bakhlið herdeildarinnar yfirgáfu oft stöðu sína.Um 25 sjálfsmorðsárásir voru gerðar á hersveit al-Saadi.Vísir/APStjórnmálamenn vildu skjótan árangur Háttsettir stjórnmálamenn fóru fram á að Beji yrði hertekin hratt. „Ég sagði þeim að ég gæti tekið bæinn á þremur dögum, en þá myndi ég missa fjölmarga menn. Þá sagði ég þeim að ég myndi gera þetta á þann hátt sem ég kysi. Þeir voru óánægðir með það en gátu svo sem ekkert sagt.“ Á hverjum degi fékk hann símtöl frá embættismönnum í Bagdad sem sögðu sóknina ganga of hægt. „Ég sagði þeim aftur og aftur að ég færi rólega áfram til að verja hermennina.“ Haider al-Abadi, hinn nýi forsætisráðherra Írak hringdi þó einnig í hann til að lýsa yfir stuðningi sínum. Al-Saadi segir að nýr forsætisráðherra Írak hafi vikið fjölmörgum spilltum og óhæfum yfirmönnum hersins til hliðar síðan hann tók við völdum og að hann hafi einnig stöðvað gífurlega háar launagreiðslur til þúsunda hermanna sem í raun væru ekki til. Allt í allt voru gerðar um 25 sjálfsmorðsárásir á hermenn al-Saadi á leiðinni til Beji. Þar að auki höfðu þeir einungis eina nothæfa jarðýtu með sér, sem bilaði oft og dekk hennar voru oft sprengd af leyniskyttum.Telur Bandaríkin ekki treysta yfirvöldum Írak Varðandi loftárásir Bandaríkjanna sagðist hershöfðinginn draga í efa að Bandaríkin treystu yfirvöldum í Bagdad sem og yfirmönnum hersins. „Stundum gerðu þeir loftárásir sem ég bað ekki um og þegar ég grátbað þá um eina loftárás framkvæmdu þeir hana aldrei.“ Aðferð al-Saadi við að hertaka Beji virðist þó hafa borið árangur, en hann missti tólf hermenn og 30 særðust. Hann telur að þeir hafi samtals fellt um 1.500 vígamenn IS. Þrátt fyrir það hefur hann áhyggjur af því að honum takist að halda bænum, en vígamenn eru þegar búnir að koma sér fyrir við bæinn og hermenn al-Saadi eru of fáir til að halda aftur af þeim. Liðsauki sem var á leið til Beji varð fyrir árás og þurfti að hörfa. Þá voru 50 menn sendir að nóttu til. Þeir komust til Beji þrátt fyrir að hafa orðið fyrir árás og misst tíu menn. Nærri því jafnmarga og dóu við að taka bæinn.
Mið-Austurlönd Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira