Fórnuðu úlfalda og gefa kjötið garðar örn úlfarsson skrifar 1. apríl 2015 09:15 Um 250 kíló af kjöti fást af úlfaldanum sem múlsimar fórnuðu í gær vísir/valli „Samkvæmt arabískum hefðum verndar blóð úr úlföldum helga staði fyrir óvinveittum öflum,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að mosku Félags múslima í Sogamýri við sólarupprás í gær. Við það tækifæri var fórnað úlfalda sem félagið fékk sérstaka undanþágu til að flytja til landsins. Auk tólf meðlima úr æðsta ráði Félags múslima voru fulltrúar frá yfirdýralækni og Matvælastofnun viðstaddir athöfnina sem var hátíðleg og látlaus í senn. Ali Hassan Abd al-Majid al-Tikriti, verkstjóri í sláturhúsi Kaupfélags Skagafjarðar, aðstoðaði Sverri við að skera dýrið. Skepnan er, að sögn Sverris, gjöf frá Salman bin Abdulaziz al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Salman hafi einnig borgað fyrir flutninginn og eina og hálfa milljón króna að auki í innflutningsgjöld. Sverrir segir að samkvæmt venjum við athafnir þar sem jörð sé helguð fyrir bænahús sé kjöt fórnardýrsins gefið út til samfélagsins. „Fiskikóngurinn á Sogavegi tók góðfúslega að sér fyrir okkur að verka kjötið og mun afhenda þeim sem vilja endurgjaldslaust í dag. Þetta var ungt dýr og kjötið ætti því að vera meyrt. Það hentar auðvitað best í ýmsa austurlenska rétti,“ segir Sverrir Agnarsson. Fiskikóngurinn opnar klukkan sjö á virkum dögum.Uppfært klukkan 9:40 Fiskikóngurinn Kristján Grétarsson segir að verkefnið sé líklega það sérstakasta sem hann hefur tekið að sér. Rætt var við Kristján í Bítinu í morgun. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Samkvæmt arabískum hefðum verndar blóð úr úlföldum helga staði fyrir óvinveittum öflum,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að mosku Félags múslima í Sogamýri við sólarupprás í gær. Við það tækifæri var fórnað úlfalda sem félagið fékk sérstaka undanþágu til að flytja til landsins. Auk tólf meðlima úr æðsta ráði Félags múslima voru fulltrúar frá yfirdýralækni og Matvælastofnun viðstaddir athöfnina sem var hátíðleg og látlaus í senn. Ali Hassan Abd al-Majid al-Tikriti, verkstjóri í sláturhúsi Kaupfélags Skagafjarðar, aðstoðaði Sverri við að skera dýrið. Skepnan er, að sögn Sverris, gjöf frá Salman bin Abdulaziz al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Salman hafi einnig borgað fyrir flutninginn og eina og hálfa milljón króna að auki í innflutningsgjöld. Sverrir segir að samkvæmt venjum við athafnir þar sem jörð sé helguð fyrir bænahús sé kjöt fórnardýrsins gefið út til samfélagsins. „Fiskikóngurinn á Sogavegi tók góðfúslega að sér fyrir okkur að verka kjötið og mun afhenda þeim sem vilja endurgjaldslaust í dag. Þetta var ungt dýr og kjötið ætti því að vera meyrt. Það hentar auðvitað best í ýmsa austurlenska rétti,“ segir Sverrir Agnarsson. Fiskikóngurinn opnar klukkan sjö á virkum dögum.Uppfært klukkan 9:40 Fiskikóngurinn Kristján Grétarsson segir að verkefnið sé líklega það sérstakasta sem hann hefur tekið að sér. Rætt var við Kristján í Bítinu í morgun.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira