Bent um líkamsárásina: Ég skeit á mig og missti mig í fimm sekúndur Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2015 19:29 Árásin átti sér stað aðfaranótt 14. mars síðastliðinn. „Ég var á lögreglustöðinni í hádeginu,“ segir Ágúst Bent Sigbertsson sem var gestur í útvarpsþættinum FM95BLÖ í dag, en Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að leikstjórinn og tónlistarmaðurinn hafi ráðist á Friðrik Larsen, stjórnarformann ÍMARK, á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti. „Ég get kannski ekki sagt ítarlega frá því hvað gerðist en ég skeit í raun bara á mig. Ég gerði mistök og missti mig í fimm sekúndur og það mun draga dilk á eftir sér í töluvert lengri tíma en það.“Sjá einnig: Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Fjölmargir aðilar úr auglýsingabransanum voru saman komnir á Loftinu að lokinni ÍMARK-hátíðinni sem haldin var í Háskólabíói föstudagskvöldið 13. mars. Bent mun hafa látið nokkur þung högg dynja á andliti Friðriks en fjölmenni var á staðnum og urðu margir vitni að árásinni. „Fyrir þá ungu hlustendur sem eru að spá í því að kýla einhvern, ekki gera það. Það gefur lítið af sér og fokkar þér upp lengi. Verið meira eins og Jón Jónsson og minna eins og ég,“ segir Bent. Friðrik, sem meðal annars hlaut áverka á andliti, hringdi sjálfur í lögreglu sem mætti á svæðið og fylgdi honum á slysadeild. Bent flúði af vettvangi en Friðrik hefur kært líkamsárásina til lögreglu.Sjá einnig: Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“„Ég er búinn að koma til hans [Friðriks] einhverjum afsökunarbeiðnum en hef ekkert hitt hann eftir atvikið. Ég mun alltaf taka út einhverja refsingu fyrir þetta, fyrir utan það mannorðsmorð sem nú þegar hefur átt sér stað, og réttilega. Ég mun fá dóm og þarf að borga peninga. Ég verð bara að læra af þessu.“ Viðtalið við Bent hefst þegar 1:38:20 er liðið af þættinum hér að neðan. Fyrr í dag gáfu XXX Rottweilerhundar út nýtt lag en Bent leikstýrir myndbandinu sjálfur sem sjá má hér. Tengdar fréttir Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28 Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
„Ég var á lögreglustöðinni í hádeginu,“ segir Ágúst Bent Sigbertsson sem var gestur í útvarpsþættinum FM95BLÖ í dag, en Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að leikstjórinn og tónlistarmaðurinn hafi ráðist á Friðrik Larsen, stjórnarformann ÍMARK, á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti. „Ég get kannski ekki sagt ítarlega frá því hvað gerðist en ég skeit í raun bara á mig. Ég gerði mistök og missti mig í fimm sekúndur og það mun draga dilk á eftir sér í töluvert lengri tíma en það.“Sjá einnig: Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Fjölmargir aðilar úr auglýsingabransanum voru saman komnir á Loftinu að lokinni ÍMARK-hátíðinni sem haldin var í Háskólabíói föstudagskvöldið 13. mars. Bent mun hafa látið nokkur þung högg dynja á andliti Friðriks en fjölmenni var á staðnum og urðu margir vitni að árásinni. „Fyrir þá ungu hlustendur sem eru að spá í því að kýla einhvern, ekki gera það. Það gefur lítið af sér og fokkar þér upp lengi. Verið meira eins og Jón Jónsson og minna eins og ég,“ segir Bent. Friðrik, sem meðal annars hlaut áverka á andliti, hringdi sjálfur í lögreglu sem mætti á svæðið og fylgdi honum á slysadeild. Bent flúði af vettvangi en Friðrik hefur kært líkamsárásina til lögreglu.Sjá einnig: Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“„Ég er búinn að koma til hans [Friðriks] einhverjum afsökunarbeiðnum en hef ekkert hitt hann eftir atvikið. Ég mun alltaf taka út einhverja refsingu fyrir þetta, fyrir utan það mannorðsmorð sem nú þegar hefur átt sér stað, og réttilega. Ég mun fá dóm og þarf að borga peninga. Ég verð bara að læra af þessu.“ Viðtalið við Bent hefst þegar 1:38:20 er liðið af þættinum hér að neðan. Fyrr í dag gáfu XXX Rottweilerhundar út nýtt lag en Bent leikstýrir myndbandinu sjálfur sem sjá má hér.
Tengdar fréttir Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28 Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28
Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24