Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2015 14:28 Ágúst Bent hefur áður verið sakfelldur fyrir líkamsárás en árið 2010 var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Vísir Ráðist var á Friðrik Larsen, stjórnarformann ÍMARK, á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti þar sem fjölmargir aðilar úr auglýsingabransanum komu saman að lokinni ÍMARK-hátíðinni sem haldin var í Háskólabíói síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Ágúst Bent Sigbertsson sem réðist á Friðrik með nokkrum þungum höggum í andlitið. Fjölmenni var á staðnum og urðu margir vitni að árásinni. Friðrik, sem meðal annars hlaut áverka á andliti, hringdi sjálfur í lögreglu sem mætti á svæðið og fylgdi honum á slysadeild. Ágúst flúði af vettvangi. Atvikið átti sér stað á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk en það er einskonar uppskeruhátíð auglýsingabransans á Íslandi þar sem verðlaun eru veitt fyrir árangur nýliðins árs. Hvorki hefur náðst í Friðrik né Ágúst vegna málsins. Samkvæmt heimildum Vísis hélt Friðrik af landi brott á laugardag.Engin kæra lögð fram Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar frá því á laugardag var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í miðbænum klukkan 03.08. Þar kom fram að árásaraðili hefði hlaupið af vettvangi en vitað væri hver hann er. Í dagbók lögreglunnar segir að fórnarlambið hafi verið flutt á slysadeild til skoðunar, en viðkomandi var með áverka í andliti. Þórir Rúnar Geirsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar segist ekki geta staðfest hverjir hafi verið aðilar að þeirri líkamsárás sem greint var frá í skýrslu lögreglu til fjölmiðla á laugardagsmorgun. Hann staðfesti hins vegar í samtali við Vísi að engin kæra hefði verið lögð fram vegna þeirrar líkamsárásar og sömuleiðis að ekki hefði verið tekin skýrsla af meintum árásarmanni.Uppfært klukkan 15:26 Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að Ágúst Bent hefði verið sakfelldur fyrir líkamsárás árið 2010. Líkamsárásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Prikið árið 2008. Honum var hins vegar ekki gerð refsing fyrir verknaðinn í Hæstarétti vegna þess að brotið var talið fyrnt. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Ráðist var á Friðrik Larsen, stjórnarformann ÍMARK, á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti þar sem fjölmargir aðilar úr auglýsingabransanum komu saman að lokinni ÍMARK-hátíðinni sem haldin var í Háskólabíói síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Ágúst Bent Sigbertsson sem réðist á Friðrik með nokkrum þungum höggum í andlitið. Fjölmenni var á staðnum og urðu margir vitni að árásinni. Friðrik, sem meðal annars hlaut áverka á andliti, hringdi sjálfur í lögreglu sem mætti á svæðið og fylgdi honum á slysadeild. Ágúst flúði af vettvangi. Atvikið átti sér stað á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk en það er einskonar uppskeruhátíð auglýsingabransans á Íslandi þar sem verðlaun eru veitt fyrir árangur nýliðins árs. Hvorki hefur náðst í Friðrik né Ágúst vegna málsins. Samkvæmt heimildum Vísis hélt Friðrik af landi brott á laugardag.Engin kæra lögð fram Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar frá því á laugardag var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í miðbænum klukkan 03.08. Þar kom fram að árásaraðili hefði hlaupið af vettvangi en vitað væri hver hann er. Í dagbók lögreglunnar segir að fórnarlambið hafi verið flutt á slysadeild til skoðunar, en viðkomandi var með áverka í andliti. Þórir Rúnar Geirsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar segist ekki geta staðfest hverjir hafi verið aðilar að þeirri líkamsárás sem greint var frá í skýrslu lögreglu til fjölmiðla á laugardagsmorgun. Hann staðfesti hins vegar í samtali við Vísi að engin kæra hefði verið lögð fram vegna þeirrar líkamsárásar og sömuleiðis að ekki hefði verið tekin skýrsla af meintum árásarmanni.Uppfært klukkan 15:26 Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að Ágúst Bent hefði verið sakfelldur fyrir líkamsárás árið 2010. Líkamsárásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Prikið árið 2008. Honum var hins vegar ekki gerð refsing fyrir verknaðinn í Hæstarétti vegna þess að brotið var talið fyrnt.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira