Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2015 14:28 Ágúst Bent hefur áður verið sakfelldur fyrir líkamsárás en árið 2010 var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Vísir Ráðist var á Friðrik Larsen, stjórnarformann ÍMARK, á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti þar sem fjölmargir aðilar úr auglýsingabransanum komu saman að lokinni ÍMARK-hátíðinni sem haldin var í Háskólabíói síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Ágúst Bent Sigbertsson sem réðist á Friðrik með nokkrum þungum höggum í andlitið. Fjölmenni var á staðnum og urðu margir vitni að árásinni. Friðrik, sem meðal annars hlaut áverka á andliti, hringdi sjálfur í lögreglu sem mætti á svæðið og fylgdi honum á slysadeild. Ágúst flúði af vettvangi. Atvikið átti sér stað á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk en það er einskonar uppskeruhátíð auglýsingabransans á Íslandi þar sem verðlaun eru veitt fyrir árangur nýliðins árs. Hvorki hefur náðst í Friðrik né Ágúst vegna málsins. Samkvæmt heimildum Vísis hélt Friðrik af landi brott á laugardag.Engin kæra lögð fram Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar frá því á laugardag var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í miðbænum klukkan 03.08. Þar kom fram að árásaraðili hefði hlaupið af vettvangi en vitað væri hver hann er. Í dagbók lögreglunnar segir að fórnarlambið hafi verið flutt á slysadeild til skoðunar, en viðkomandi var með áverka í andliti. Þórir Rúnar Geirsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar segist ekki geta staðfest hverjir hafi verið aðilar að þeirri líkamsárás sem greint var frá í skýrslu lögreglu til fjölmiðla á laugardagsmorgun. Hann staðfesti hins vegar í samtali við Vísi að engin kæra hefði verið lögð fram vegna þeirrar líkamsárásar og sömuleiðis að ekki hefði verið tekin skýrsla af meintum árásarmanni.Uppfært klukkan 15:26 Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að Ágúst Bent hefði verið sakfelldur fyrir líkamsárás árið 2010. Líkamsárásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Prikið árið 2008. Honum var hins vegar ekki gerð refsing fyrir verknaðinn í Hæstarétti vegna þess að brotið var talið fyrnt. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Ráðist var á Friðrik Larsen, stjórnarformann ÍMARK, á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti þar sem fjölmargir aðilar úr auglýsingabransanum komu saman að lokinni ÍMARK-hátíðinni sem haldin var í Háskólabíói síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Ágúst Bent Sigbertsson sem réðist á Friðrik með nokkrum þungum höggum í andlitið. Fjölmenni var á staðnum og urðu margir vitni að árásinni. Friðrik, sem meðal annars hlaut áverka á andliti, hringdi sjálfur í lögreglu sem mætti á svæðið og fylgdi honum á slysadeild. Ágúst flúði af vettvangi. Atvikið átti sér stað á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk en það er einskonar uppskeruhátíð auglýsingabransans á Íslandi þar sem verðlaun eru veitt fyrir árangur nýliðins árs. Hvorki hefur náðst í Friðrik né Ágúst vegna málsins. Samkvæmt heimildum Vísis hélt Friðrik af landi brott á laugardag.Engin kæra lögð fram Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar frá því á laugardag var tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað í miðbænum klukkan 03.08. Þar kom fram að árásaraðili hefði hlaupið af vettvangi en vitað væri hver hann er. Í dagbók lögreglunnar segir að fórnarlambið hafi verið flutt á slysadeild til skoðunar, en viðkomandi var með áverka í andliti. Þórir Rúnar Geirsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar segist ekki geta staðfest hverjir hafi verið aðilar að þeirri líkamsárás sem greint var frá í skýrslu lögreglu til fjölmiðla á laugardagsmorgun. Hann staðfesti hins vegar í samtali við Vísi að engin kæra hefði verið lögð fram vegna þeirrar líkamsárásar og sömuleiðis að ekki hefði verið tekin skýrsla af meintum árásarmanni.Uppfært klukkan 15:26 Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var fullyrt að Ágúst Bent hefði verið sakfelldur fyrir líkamsárás árið 2010. Líkamsárásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Prikið árið 2008. Honum var hins vegar ekki gerð refsing fyrir verknaðinn í Hæstarétti vegna þess að brotið var talið fyrnt.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent