Patti ekki selt svo mikið sem einn skammt af Zinzino Balance Shake Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2015 14:46 Patrekur segist hvorki vera til frásagnar um Zinzino Balance Shake sem sölumaður né neytandi, ef því er að skipta. Vísir birti frétt í dag um það að fjölmargir þekktir íþróttakappar eru á lista yfir sölumenn heilsubótarefnisins Zinzino Balance Shake. Á lista yfir þá sem réttindi hafa til að selja Zinzino, og eru þannig hluti af píramídasölukerfinu, er Patrekur Jóhannesson handboltakappi og þjálfari Hauka og Austuríska landsliðsins. Honum þótti einkennilegt að sjá sjálfan sig sem einn af þessum sölumönnum.Hvorki til frásagnar sem sölumaður né neytandi „Ég keypti í fyrra einn skammt fyrir mig sjálfan en hef aldrei selt þessa vöru til nokkurs manns, eina sem ég er að selja er saltfiskur fyrir Hauka,“ segir Patrekur léttur í lund: „Ég skil ekki af hverju ég er á lista yfir sölumenn þegar ég er ekki að selja neitt.“ Patrekur skorar á fólk að hafa við sig samband ef það vantar saltfisk. Hann segist ekki einu sinni hafa klárað skammtinn, svo hann er ekki til frásagnar um hvort þetta geri gagn. „Ég er eiginlega hvorki til frásagnar sem sölumaður né neytandi,“ segir Patrekur sem veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar fólk kaupir sinn fyrsta skammt, er því boðið að kaupa fullan skammt og þá fylgja með réttindi til að gerast sölumaður Zinzino Balance Shake. Patrekur hefur greinilega keypt sér fullan skammt.Gríðarlegar vinsældir á Íslandi Vísir hefur undir höndum lista yfir alla söluaðila Zinzino á Íslandi en hvergi í víðri veröld hefur gengið betur að koma upp sölukerfi sem og á Íslandi. Um eitt prósent þjóðarinnar er á lista yfir þá sem eru söluaðilar Zinzino Balance. Þegar Zinzino hóf sína starfsemi einbeittu stjórnendur sér að Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Seinna bættust Baltnesku löndin, Ísland, Pólland og fleiri lönd á kortið. Erfitt er að segja til um hversu margir fást við sölu á þessu efni en lauslega áætlað, miðað við þá nafnalista sem Vísir hefur undir höndum, má ætla að eitt prósent Íslendinga séu skráðir sem sölumenn. Í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eru um 50 þúsund manns sem selja Zinzino sem þýðir að miðað við höfuðtölu þá eru sölumenn Zinzino Balance Shake fjórum til fimm sinnum fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Það gæti hins vegar skýrt þessa háu tölu að Íslendingar vilja gjarnan kaupa allan pakkann, eins og Patrekur er ágætt dæmi um, og eru því skráðir sem sölumenn Zinzino Balance Shake. Tengdar fréttir Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00 Silfurdrengir selja Zinzino Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna meðal sölumanna Zinzino Balance Shake. 10. mars 2015 10:46 ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Vísir birti frétt í dag um það að fjölmargir þekktir íþróttakappar eru á lista yfir sölumenn heilsubótarefnisins Zinzino Balance Shake. Á lista yfir þá sem réttindi hafa til að selja Zinzino, og eru þannig hluti af píramídasölukerfinu, er Patrekur Jóhannesson handboltakappi og þjálfari Hauka og Austuríska landsliðsins. Honum þótti einkennilegt að sjá sjálfan sig sem einn af þessum sölumönnum.Hvorki til frásagnar sem sölumaður né neytandi „Ég keypti í fyrra einn skammt fyrir mig sjálfan en hef aldrei selt þessa vöru til nokkurs manns, eina sem ég er að selja er saltfiskur fyrir Hauka,“ segir Patrekur léttur í lund: „Ég skil ekki af hverju ég er á lista yfir sölumenn þegar ég er ekki að selja neitt.“ Patrekur skorar á fólk að hafa við sig samband ef það vantar saltfisk. Hann segist ekki einu sinni hafa klárað skammtinn, svo hann er ekki til frásagnar um hvort þetta geri gagn. „Ég er eiginlega hvorki til frásagnar sem sölumaður né neytandi,“ segir Patrekur sem veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar fólk kaupir sinn fyrsta skammt, er því boðið að kaupa fullan skammt og þá fylgja með réttindi til að gerast sölumaður Zinzino Balance Shake. Patrekur hefur greinilega keypt sér fullan skammt.Gríðarlegar vinsældir á Íslandi Vísir hefur undir höndum lista yfir alla söluaðila Zinzino á Íslandi en hvergi í víðri veröld hefur gengið betur að koma upp sölukerfi sem og á Íslandi. Um eitt prósent þjóðarinnar er á lista yfir þá sem eru söluaðilar Zinzino Balance. Þegar Zinzino hóf sína starfsemi einbeittu stjórnendur sér að Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Seinna bættust Baltnesku löndin, Ísland, Pólland og fleiri lönd á kortið. Erfitt er að segja til um hversu margir fást við sölu á þessu efni en lauslega áætlað, miðað við þá nafnalista sem Vísir hefur undir höndum, má ætla að eitt prósent Íslendinga séu skráðir sem sölumenn. Í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eru um 50 þúsund manns sem selja Zinzino sem þýðir að miðað við höfuðtölu þá eru sölumenn Zinzino Balance Shake fjórum til fimm sinnum fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Það gæti hins vegar skýrt þessa háu tölu að Íslendingar vilja gjarnan kaupa allan pakkann, eins og Patrekur er ágætt dæmi um, og eru því skráðir sem sölumenn Zinzino Balance Shake.
Tengdar fréttir Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00 Silfurdrengir selja Zinzino Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna meðal sölumanna Zinzino Balance Shake. 10. mars 2015 10:46 ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00
Silfurdrengir selja Zinzino Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna meðal sölumanna Zinzino Balance Shake. 10. mars 2015 10:46
ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03