Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2015 09:36 Frá Kvíabryggju. Vísir/Pjetur Tveir fangar á Kvíabryggju, hvor sínum megin við tvítugt, struku af Kvíabryggju í gærkvöldi. Lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart en fangarnir eru ekki taldir hættulegir að sögn Páls Winkel, fangelsismálastjóra. Upp komst um flótta ungu mannanna í gærkvöldi þegar þeir skiluðu sér ekki í klefa sína á tilsettum tíma. Í kjölfarið hófst leit að mönnunum en Páll Winkel segir málið þess eðlis að ekki verði lýst eftir þeim með nöfnum og myndum að svo stöddu.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVA„Við teljum þá ekki hættulega nema helst sjálfum sér,“ segir Páll í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá flótta mannanna í morgun en Páll segir tilvik sem þessi mjög óalgeng á Kvíabryggju. „Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll. Leit lögreglu að mönnunum tveimur stendur yfir en fangelsismálastjóri ítrekar að mennirnir séu ekki hættulegir. Þeir sitji inni fyrir neyslu- og auðgunarbrot. „Væru um hættulega fanga að ræða, sem við hefðum áhyggjur af, væri ólíklegt að þeir væru í opnu fangelsi,“ segir Páll. Væri það tilfellið væri lögreglan búin að lýsa eftir þeim með nafni og mynd. Þá segir fangelsismálastjóri að uppátæki mannanna sé engu að síður tekið mjög alvarlega.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/PjeturÁ vef fangelsismálastofnunar kemur fram að á Kvíabryggju séu 22 fangaklefar en auk þess viðtalsherbergi, góð setustofa, eldhús og borðstofa, bókasafn, góður æfingasalur og billiardaðstaða í kjallara. Fangelsið er staðsett á jörðinni Kvíabryggju, sem er um 35 hektarar að stærð. „Segja má að fangelsið sé opið að því leyti að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli. Einkum er því reynt að vista þar menn, sem hafa lítinn sakaferil eða þá að ætla má að þeim sé treystandi til þess að afplána við slikar aðstæður. Skilyrði er að fangar sem vistast á Kvíabryggju séu vel vinnufærir og duglegir til verka.“ Við Fangelsið Kvíabryggju starfa samtals 8 starfsmenn. Það eru auk forstöðumanns 4 fangaverðir, sem ganga vaktir, 1 fangavörður við verkstjórn og 2 matráðar í eldhúsi. Fangi á rétt á útiveru og að iðka tómstundastörf, líkamsrækt og íþróttir í frítíma eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund á dag nema það sé ósamrýmanlegt góðri reglu og öryggi í fangelsi. Föngum er leyfilegt að nýta frítíma sinn til útivistar meðan bjart er sumar sem vetur og fara um svæði jarðarinnar. Þeir hafa m.a. komið sér þar upp litlum golfvelli.Uppfært klukkan 11:07 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að fanganna væri leitað. Formleg vettvangsleit er þó ekki hafin en lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart. Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Tveir fangar á Kvíabryggju, hvor sínum megin við tvítugt, struku af Kvíabryggju í gærkvöldi. Lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart en fangarnir eru ekki taldir hættulegir að sögn Páls Winkel, fangelsismálastjóra. Upp komst um flótta ungu mannanna í gærkvöldi þegar þeir skiluðu sér ekki í klefa sína á tilsettum tíma. Í kjölfarið hófst leit að mönnunum en Páll Winkel segir málið þess eðlis að ekki verði lýst eftir þeim með nöfnum og myndum að svo stöddu.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVA„Við teljum þá ekki hættulega nema helst sjálfum sér,“ segir Páll í samtali við Vísi. DV greindi fyrst frá flótta mannanna í morgun en Páll segir tilvik sem þessi mjög óalgeng á Kvíabryggju. „Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll. Leit lögreglu að mönnunum tveimur stendur yfir en fangelsismálastjóri ítrekar að mennirnir séu ekki hættulegir. Þeir sitji inni fyrir neyslu- og auðgunarbrot. „Væru um hættulega fanga að ræða, sem við hefðum áhyggjur af, væri ólíklegt að þeir væru í opnu fangelsi,“ segir Páll. Væri það tilfellið væri lögreglan búin að lýsa eftir þeim með nafni og mynd. Þá segir fangelsismálastjóri að uppátæki mannanna sé engu að síður tekið mjög alvarlega.Svona lítur klefi á Kvíabryggju út.Vísir/PjeturÁ vef fangelsismálastofnunar kemur fram að á Kvíabryggju séu 22 fangaklefar en auk þess viðtalsherbergi, góð setustofa, eldhús og borðstofa, bókasafn, góður æfingasalur og billiardaðstaða í kjallara. Fangelsið er staðsett á jörðinni Kvíabryggju, sem er um 35 hektarar að stærð. „Segja má að fangelsið sé opið að því leyti að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli. Einkum er því reynt að vista þar menn, sem hafa lítinn sakaferil eða þá að ætla má að þeim sé treystandi til þess að afplána við slikar aðstæður. Skilyrði er að fangar sem vistast á Kvíabryggju séu vel vinnufærir og duglegir til verka.“ Við Fangelsið Kvíabryggju starfa samtals 8 starfsmenn. Það eru auk forstöðumanns 4 fangaverðir, sem ganga vaktir, 1 fangavörður við verkstjórn og 2 matráðar í eldhúsi. Fangi á rétt á útiveru og að iðka tómstundastörf, líkamsrækt og íþróttir í frítíma eftir því sem aðstæður í fangelsi leyfa í að minnsta kosti eina og hálfa klukkustund á dag nema það sé ósamrýmanlegt góðri reglu og öryggi í fangelsi. Föngum er leyfilegt að nýta frítíma sinn til útivistar meðan bjart er sumar sem vetur og fara um svæði jarðarinnar. Þeir hafa m.a. komið sér þar upp litlum golfvelli.Uppfært klukkan 11:07 Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að fanganna væri leitað. Formleg vettvangsleit er þó ekki hafin en lögreglumönnum á landinu hefur verið gert viðvart.
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent