Á vef NYMag segir að Stiller hafi tekið síma Vine-stjörnunnar og Íslandsvinarins Jerome Jarre til að taka selfie.
Sýningargestir hafa lýst atvikinu sem klassísku „Walk off“ og bláu stáli var flassað grimmt. Þrátt fyrir að 14 ár séu liðin frá því að Zoolander kom út er ljóst að þeir félagar hafa engu gleymt.
