Stelpurnar á pari í Dalnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. september 2015 06:00 Fanndís Friðriksdóttir var mjög ógnandi í gær en hún hefur átt frábært sumar með Breiðabliki. vísir/anton Það var auðheyrt á stelpunum í viðtölum í gær að þær voru ekki sáttar með spilamennskuna í heild sinni þrátt fyrir 4-1 sigur á Slóvakíu í æfingaleik íslenska kvennalandsliðsins í gær. Spilamennska liðsins var á köflum frábær og sást greinilega að íslenska liðið var mun sterkara en þess á milli voru langir kaflar þar sem liðið datt og allur kraftur var úr sóknarleik liðsins. Byrjun fyrri og seinni hálfleiks var til fyrirmyndar og fóru kantmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir oft illa með bakverði Slóvakanna en um leið og íslenska liðið hætti hápressu virtist allur kraftur detta úr því. Kröftug innkoma Hólmfríðar var jákvæður punktur en hún skoraði tvö mörk í leiknum eftir að hafa byrjað á varamannabekknum. Hólmfríður var ánægð með sigurinn en var ekki ánægð með spilamennskuna á löngum köflum þegar Fréttablaðið ræddi við hana eftir leikinn. „Liðið byrjaði mjög vel í fyrri hálfleik en eftir það datt þetta alveg niður og það sama gerðist í seinni hálfleik. Við misstum boltann of fljótt eftir að við unnum hann og við þurfum að laga það en sigur er sigur og við skoruðum fjögur mörk. Við tökum það jákvæða úr þessu og reynum að undirbúa okkur undir leikinn á þriðjudaginn sem skiptir máli,“ sagði Hólmfríður, sem sá áhrif þess að það eru fimm mánuðir síðan landsliðið spilaði síðast saman.Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði fyrir aftan fremsta mann í gær.vísir/antonViljum allar gera betur „Það var gott að fá að spila saman og fara yfir áherslurnar, við þurfum meiri ró í leikinn til þess að halda boltanum betur. Það er svo mikill metnaður í þessum hópi, við viljum allar gera betur og við vitum allar að þetta var ekki nógu gott í dag þrátt fyrir sigurinn. Þetta var góður sigur í dag en við vitum að við getum betur.“ Margrét Lára leikur sinn 100. leik fyrir Íslands hönd á þriðjudaginn en hún komst á blað í 99. leiknum í gær á vítapunktinum.Hún sá líkt og Hólmfríður jákvæða punkta í leik íslenska liðsins. „Frammistaða okkar í dag var á pari fannst mér en það má gera hluti betur. Markið í upphafi leiksins hjálpaði okkur að mörgu leyti og Sandra kláraði það vel. Eftir markið fórum við hins vegar of langt frá þeim þegar við vorum að pressa á þær. Það vantaði meiri áræðni og ákveðni í að vinna boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik en þetta lagaðist í seinni hálfleik. Við þurfum að halda betur einbeitingunni í leiknum á þriðjudaginn. Íslenskt landslið getur hins vegar ekki kvartað þegar það skorar fjögur mörk og nær sigri,“ sagði Margrét Lára.vísir/antonAlltaf jafn gaman að skora Margrét Lára var að vonum sátt með að fá 73. mínútur í leiknum í gær en hún segir að sér líði vel þessa dagana eftir að hafa glímt við töluvert af meiðslum undanfarin ár. „Þessi æfingaleikur hjálpaði okkur að finna taktinn fyrir leikinn á þriðjudaginn. Ég hef, held ég, ekki spilað jafn margar mínútur fyrir landsliðið í tvö ár og það var frábært fyrir mig að koma í hópinn og komast í takt við liðið.“ sagði Margrét Lára sem bætti einu marki við markametið sitt í gær. Hún segir tilfinninguna alltaf vera jafn sæta. „Það er alltaf jafn gaman að skora, það breytist aldrei,“ sagði Margrét Lára brosandi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Allir leikmennirnir eiga meira inni Landsliðsþjálfarinn var eðlilega ánægður með margt í 4-1 sigrinum gegn Slóvakíu í kvöld. 17. september 2015 20:37 Sjö leikmenn úr Pepsi-deildinni í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli klukkan 18:00 í dag. 17. september 2015 16:14 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Slóvakía 4-1 | Góður sigur en stelpurnar geta betur Ísland vann Slóvakíu nokkuð auðveldlega í annars kaflaskiptum leik á Laugardalsvelli í kvöld. 17. september 2015 21:45 Guðbjörg: Jákvætt að það sé pressa á liðinu Markvörður íslenska landsliðsins segir að það sé jákvætt að það sé pressa á liðinu en hún segir að mikilvægt er að þær standi undir þeirri pressu. Þá ræddi hún undirbúninginn fyrir leikina og stemminguna í landsliðshópnum. 17. september 2015 14:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Það var auðheyrt á stelpunum í viðtölum í gær að þær voru ekki sáttar með spilamennskuna í heild sinni þrátt fyrir 4-1 sigur á Slóvakíu í æfingaleik íslenska kvennalandsliðsins í gær. Spilamennska liðsins var á köflum frábær og sást greinilega að íslenska liðið var mun sterkara en þess á milli voru langir kaflar þar sem liðið datt og allur kraftur var úr sóknarleik liðsins. Byrjun fyrri og seinni hálfleiks var til fyrirmyndar og fóru kantmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir oft illa með bakverði Slóvakanna en um leið og íslenska liðið hætti hápressu virtist allur kraftur detta úr því. Kröftug innkoma Hólmfríðar var jákvæður punktur en hún skoraði tvö mörk í leiknum eftir að hafa byrjað á varamannabekknum. Hólmfríður var ánægð með sigurinn en var ekki ánægð með spilamennskuna á löngum köflum þegar Fréttablaðið ræddi við hana eftir leikinn. „Liðið byrjaði mjög vel í fyrri hálfleik en eftir það datt þetta alveg niður og það sama gerðist í seinni hálfleik. Við misstum boltann of fljótt eftir að við unnum hann og við þurfum að laga það en sigur er sigur og við skoruðum fjögur mörk. Við tökum það jákvæða úr þessu og reynum að undirbúa okkur undir leikinn á þriðjudaginn sem skiptir máli,“ sagði Hólmfríður, sem sá áhrif þess að það eru fimm mánuðir síðan landsliðið spilaði síðast saman.Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði fyrir aftan fremsta mann í gær.vísir/antonViljum allar gera betur „Það var gott að fá að spila saman og fara yfir áherslurnar, við þurfum meiri ró í leikinn til þess að halda boltanum betur. Það er svo mikill metnaður í þessum hópi, við viljum allar gera betur og við vitum allar að þetta var ekki nógu gott í dag þrátt fyrir sigurinn. Þetta var góður sigur í dag en við vitum að við getum betur.“ Margrét Lára leikur sinn 100. leik fyrir Íslands hönd á þriðjudaginn en hún komst á blað í 99. leiknum í gær á vítapunktinum.Hún sá líkt og Hólmfríður jákvæða punkta í leik íslenska liðsins. „Frammistaða okkar í dag var á pari fannst mér en það má gera hluti betur. Markið í upphafi leiksins hjálpaði okkur að mörgu leyti og Sandra kláraði það vel. Eftir markið fórum við hins vegar of langt frá þeim þegar við vorum að pressa á þær. Það vantaði meiri áræðni og ákveðni í að vinna boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik en þetta lagaðist í seinni hálfleik. Við þurfum að halda betur einbeitingunni í leiknum á þriðjudaginn. Íslenskt landslið getur hins vegar ekki kvartað þegar það skorar fjögur mörk og nær sigri,“ sagði Margrét Lára.vísir/antonAlltaf jafn gaman að skora Margrét Lára var að vonum sátt með að fá 73. mínútur í leiknum í gær en hún segir að sér líði vel þessa dagana eftir að hafa glímt við töluvert af meiðslum undanfarin ár. „Þessi æfingaleikur hjálpaði okkur að finna taktinn fyrir leikinn á þriðjudaginn. Ég hef, held ég, ekki spilað jafn margar mínútur fyrir landsliðið í tvö ár og það var frábært fyrir mig að koma í hópinn og komast í takt við liðið.“ sagði Margrét Lára sem bætti einu marki við markametið sitt í gær. Hún segir tilfinninguna alltaf vera jafn sæta. „Það er alltaf jafn gaman að skora, það breytist aldrei,“ sagði Margrét Lára brosandi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Allir leikmennirnir eiga meira inni Landsliðsþjálfarinn var eðlilega ánægður með margt í 4-1 sigrinum gegn Slóvakíu í kvöld. 17. september 2015 20:37 Sjö leikmenn úr Pepsi-deildinni í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli klukkan 18:00 í dag. 17. september 2015 16:14 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Slóvakía 4-1 | Góður sigur en stelpurnar geta betur Ísland vann Slóvakíu nokkuð auðveldlega í annars kaflaskiptum leik á Laugardalsvelli í kvöld. 17. september 2015 21:45 Guðbjörg: Jákvætt að það sé pressa á liðinu Markvörður íslenska landsliðsins segir að það sé jákvætt að það sé pressa á liðinu en hún segir að mikilvægt er að þær standi undir þeirri pressu. Þá ræddi hún undirbúninginn fyrir leikina og stemminguna í landsliðshópnum. 17. september 2015 14:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Freyr: Allir leikmennirnir eiga meira inni Landsliðsþjálfarinn var eðlilega ánægður með margt í 4-1 sigrinum gegn Slóvakíu í kvöld. 17. september 2015 20:37
Sjö leikmenn úr Pepsi-deildinni í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli klukkan 18:00 í dag. 17. september 2015 16:14
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Slóvakía 4-1 | Góður sigur en stelpurnar geta betur Ísland vann Slóvakíu nokkuð auðveldlega í annars kaflaskiptum leik á Laugardalsvelli í kvöld. 17. september 2015 21:45
Guðbjörg: Jákvætt að það sé pressa á liðinu Markvörður íslenska landsliðsins segir að það sé jákvætt að það sé pressa á liðinu en hún segir að mikilvægt er að þær standi undir þeirri pressu. Þá ræddi hún undirbúninginn fyrir leikina og stemminguna í landsliðshópnum. 17. september 2015 14:30