Dómstjóri fer varlega í birtingu dóma því Google gleymir engu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2015 09:30 Halldór Halldórsson er dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Vísir/Pjetur Þau tíðindi urðu á vefsíðu Héraðsdóms Norðurlands vestra í desember að fimm dómar voru birtir. Síðast hafði birst dómur á vefsíðunni sem féll þann 25. júlí síðastliðinn. Ekki er þó að skilja að enginn dómur hafi fallið frá 25. júlí fram í jólamánuðinn. „Ég veit upp á mig skömmina í þessu. Eitthvað er nú búið að dæma síðan 25. júlí en hvað af því ratar svo inn á þennan ágæta vef er svo önnur saga,“ segir Halldór Halldórsson, dómstjóri við umræddan héraðsdóm sem staðsettur er á Sauðárkróki. Blaðamaður ræddi við Halldór í nóvember síðastliðnum þar sem hann viðurkenndi að fámennið í sveitinni spilaði stóran þátt í því að bæði dagskrá dómstóla væri lítið uppfærð og sömuleiðis dómar sjaldnast birtir. „Það eru alltaf vandræði í fásinninu í sveitinni ef maður setur eitthvað inn,“ segir Halldór. Hann segir að jafnvel þótt hann nafngreini ekki einstaklinga í dómum valdi það vandræðum. Allir þekki alla. Sá galli sé einnig á birtingu dóma á netinu að þar lifi allt um aldur og ævi. „Ég hef verið talsmaður þess að menn fari gætilega í birtingum því Google gleymir engu.“Hvers vegna á að birta dóma? Í reglum um birtingu dóma og úrskurða á heimasíðu héraðsdóma kemur fram að með opinberri birtingu dóma sé leitast við að koma á framfæri upplýsingum sem erindi geta átt við almenning og varpa um leið ljósi á starfsemi héraðsdómstólanna. „Þá er tilgangur birtingarinnar jafnframt sá að miðla upplýsingum sem komið geta lögfræðingum að notum í störfum þeirra,“ eins og segir í reglunum sem finna má í viðhengi neðan við fréttina. Dóma í sumum tegundum mála á þó ekki að birta samkvæmt reglunum. Má þar nefna mál sem snerta deilur um börn, brot á barnaverndarlögum, hjúskapadeilur og beiðni um dómskvaðningu matsmanna.Miðað við vefsíðu Héraðsdóms Norðurlands vestra féllu tíu dómar á árinu. Þeir voru þó miklu fleiri.Dómsstjóri hefur valdið Dóma á að jafnaði að birta innan tveggja daga frá uppkvaðningu en þó ekki fyrr en klukkustund eftir uppkvaðningu svo lögmanni gefist ráðrúm til að upplýsa skjólstæðing um niðurstöðu máls. Halldór er vel meðvitaður um umræddar reglur en bendir á að engu að síður hafi dómstjóri ákvörðunarvald í hverju máli fyrir sig. „Það eru alltaf undantekningarákvæði þannig að menn geta ákveðið að birta ekki ef mönnum finnst dómarnir ekki eiga erindi á netið.“ Vísar Halldór til þess að í reglunum segir einnig að dómstjóri geti ákveðið að birta skuli úrlausnir sem allajafna eigi ekki að birta og sömuleiðis að birta ekki dóma sem allajafna eigi að birta.Vantar innrivef fyrir dómarana Fjölmargir dómar verða að fréttaefni fjölmiðla sem sýna því athygli þegar dómar í einstökum málum eru ekki birtir. Það eru þó fleiri en fjölmiðlar sem vilji skoða dóma sem falla að sögn Halldórs. Þannig vilja aðrir dómarar geta skoðað dóma til að læra af og hið sama gildi um lögmenn. „Það vantar vef þar sem aðrir dómarar komast í málin manns,“ segir Halldór. Hann bendir svo á að ef mál í héraði fara fyrir Hæstarétt þá eru bæði dómur í héraði og Hæstarétti birtur á vef Hæstaréttar. Þar með sé tilgangurinn orðinn lítill að sleppa birtingu dómsins í héraði.Þau svæði sem héraðsdómarnir átta ná til. Mynd af Domstolar.is.Þarf ekki að birta dagskrána Það eru ekki bara dómar sem sjaldan eru birtir á vef Héraðsdóms Norðurlands vestra heldur er dagskráin lítið sem ekkert uppfærð. Þannig reynist fjölmiðlum erfitt að fylgjast með því sem um er að vera á Sauðárkróki. Því er öfugt farið í öðrum héraðsdómum landsins þar sem dagskráin er allajafna uppfærð jafnóðum þótt vissulega virðist fleiri dómstjórar leyfa sér að sleppa birtingu einstakra dóma og dagskrárliða. Ólíkt dómum er ekki að finna reglur varðandi uppfærslu dagskrár á vefsíðu dómstólanna. „Dagskráin er fyrir þá sem þurfa að mæta í héraðsdóm,“ segir Halldór og á við þátttakendur í einstökum málum. Fjölmargir salir séu til að mynda í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem fólk þurfi að vita hvert það á að mæta. Svo sé ekki í sal Héraðsdóms NV á Króknum. „Hér er dagskráin bara einföld og þægileg. Það þarf ekki að birta hana,“ segir Halldór. Út á við virkar þó eins og lítið sem ekkert sé um að vera í héraðsdómnum. Eitt mál er á dagskrá dómsins á nýju ári ef marka má dagskrána eins og hún stendur núna. Það er hins vegar einfaldlega eina málið sem Halldór hefur ákveðið að birta á vefnum.Ekkert um að vera? „Maður fær að heyra spurninguna hvort það sé ekkert um að vera hjá mér,“ segir Halldór en segist einfaldlega hafa það sjónarmið að margt af því sem rati í dómstóla eigi ekki erindi við aðra. „Kannski á ég ekkert að vera að þessu. Bara setja allt á netið og láta mig það engu varða,“ segir Halldór. Aðspurður hvort það yrði erfiðara að ganga um götur Sauðárkróks tæki hann upp á því að birta dóma og hafa uppfærða dagskrá telur Halldór svo ekki vera. „Varla úr þessu. Ég er búinn að vera hérna síðan 1992 eða síðan héraðsdómarnir voru stofnaðir,“ segir Halldór og bætir við að hann muni kannski skoða þá dóma sem fallið hefðu undanfarna mánuði og athuga hvort einhverjir þeirra ættu ekki að rata á netið. „Svo menn haldi ekki að ég sé ekki að gera neitt,“ segir Halldór á léttu nótunum. Viðtalið við Halldór var tekið í nóvember og viti menn, í desember duttu inn fimm dómar á vef héraðsdóms. Þó er óhætt að fullyrða að mun fleiri dómar féllu á tímabilinu 25. júlí fram í desember. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Þau tíðindi urðu á vefsíðu Héraðsdóms Norðurlands vestra í desember að fimm dómar voru birtir. Síðast hafði birst dómur á vefsíðunni sem féll þann 25. júlí síðastliðinn. Ekki er þó að skilja að enginn dómur hafi fallið frá 25. júlí fram í jólamánuðinn. „Ég veit upp á mig skömmina í þessu. Eitthvað er nú búið að dæma síðan 25. júlí en hvað af því ratar svo inn á þennan ágæta vef er svo önnur saga,“ segir Halldór Halldórsson, dómstjóri við umræddan héraðsdóm sem staðsettur er á Sauðárkróki. Blaðamaður ræddi við Halldór í nóvember síðastliðnum þar sem hann viðurkenndi að fámennið í sveitinni spilaði stóran þátt í því að bæði dagskrá dómstóla væri lítið uppfærð og sömuleiðis dómar sjaldnast birtir. „Það eru alltaf vandræði í fásinninu í sveitinni ef maður setur eitthvað inn,“ segir Halldór. Hann segir að jafnvel þótt hann nafngreini ekki einstaklinga í dómum valdi það vandræðum. Allir þekki alla. Sá galli sé einnig á birtingu dóma á netinu að þar lifi allt um aldur og ævi. „Ég hef verið talsmaður þess að menn fari gætilega í birtingum því Google gleymir engu.“Hvers vegna á að birta dóma? Í reglum um birtingu dóma og úrskurða á heimasíðu héraðsdóma kemur fram að með opinberri birtingu dóma sé leitast við að koma á framfæri upplýsingum sem erindi geta átt við almenning og varpa um leið ljósi á starfsemi héraðsdómstólanna. „Þá er tilgangur birtingarinnar jafnframt sá að miðla upplýsingum sem komið geta lögfræðingum að notum í störfum þeirra,“ eins og segir í reglunum sem finna má í viðhengi neðan við fréttina. Dóma í sumum tegundum mála á þó ekki að birta samkvæmt reglunum. Má þar nefna mál sem snerta deilur um börn, brot á barnaverndarlögum, hjúskapadeilur og beiðni um dómskvaðningu matsmanna.Miðað við vefsíðu Héraðsdóms Norðurlands vestra féllu tíu dómar á árinu. Þeir voru þó miklu fleiri.Dómsstjóri hefur valdið Dóma á að jafnaði að birta innan tveggja daga frá uppkvaðningu en þó ekki fyrr en klukkustund eftir uppkvaðningu svo lögmanni gefist ráðrúm til að upplýsa skjólstæðing um niðurstöðu máls. Halldór er vel meðvitaður um umræddar reglur en bendir á að engu að síður hafi dómstjóri ákvörðunarvald í hverju máli fyrir sig. „Það eru alltaf undantekningarákvæði þannig að menn geta ákveðið að birta ekki ef mönnum finnst dómarnir ekki eiga erindi á netið.“ Vísar Halldór til þess að í reglunum segir einnig að dómstjóri geti ákveðið að birta skuli úrlausnir sem allajafna eigi ekki að birta og sömuleiðis að birta ekki dóma sem allajafna eigi að birta.Vantar innrivef fyrir dómarana Fjölmargir dómar verða að fréttaefni fjölmiðla sem sýna því athygli þegar dómar í einstökum málum eru ekki birtir. Það eru þó fleiri en fjölmiðlar sem vilji skoða dóma sem falla að sögn Halldórs. Þannig vilja aðrir dómarar geta skoðað dóma til að læra af og hið sama gildi um lögmenn. „Það vantar vef þar sem aðrir dómarar komast í málin manns,“ segir Halldór. Hann bendir svo á að ef mál í héraði fara fyrir Hæstarétt þá eru bæði dómur í héraði og Hæstarétti birtur á vef Hæstaréttar. Þar með sé tilgangurinn orðinn lítill að sleppa birtingu dómsins í héraði.Þau svæði sem héraðsdómarnir átta ná til. Mynd af Domstolar.is.Þarf ekki að birta dagskrána Það eru ekki bara dómar sem sjaldan eru birtir á vef Héraðsdóms Norðurlands vestra heldur er dagskráin lítið sem ekkert uppfærð. Þannig reynist fjölmiðlum erfitt að fylgjast með því sem um er að vera á Sauðárkróki. Því er öfugt farið í öðrum héraðsdómum landsins þar sem dagskráin er allajafna uppfærð jafnóðum þótt vissulega virðist fleiri dómstjórar leyfa sér að sleppa birtingu einstakra dóma og dagskrárliða. Ólíkt dómum er ekki að finna reglur varðandi uppfærslu dagskrár á vefsíðu dómstólanna. „Dagskráin er fyrir þá sem þurfa að mæta í héraðsdóm,“ segir Halldór og á við þátttakendur í einstökum málum. Fjölmargir salir séu til að mynda í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem fólk þurfi að vita hvert það á að mæta. Svo sé ekki í sal Héraðsdóms NV á Króknum. „Hér er dagskráin bara einföld og þægileg. Það þarf ekki að birta hana,“ segir Halldór. Út á við virkar þó eins og lítið sem ekkert sé um að vera í héraðsdómnum. Eitt mál er á dagskrá dómsins á nýju ári ef marka má dagskrána eins og hún stendur núna. Það er hins vegar einfaldlega eina málið sem Halldór hefur ákveðið að birta á vefnum.Ekkert um að vera? „Maður fær að heyra spurninguna hvort það sé ekkert um að vera hjá mér,“ segir Halldór en segist einfaldlega hafa það sjónarmið að margt af því sem rati í dómstóla eigi ekki erindi við aðra. „Kannski á ég ekkert að vera að þessu. Bara setja allt á netið og láta mig það engu varða,“ segir Halldór. Aðspurður hvort það yrði erfiðara að ganga um götur Sauðárkróks tæki hann upp á því að birta dóma og hafa uppfærða dagskrá telur Halldór svo ekki vera. „Varla úr þessu. Ég er búinn að vera hérna síðan 1992 eða síðan héraðsdómarnir voru stofnaðir,“ segir Halldór og bætir við að hann muni kannski skoða þá dóma sem fallið hefðu undanfarna mánuði og athuga hvort einhverjir þeirra ættu ekki að rata á netið. „Svo menn haldi ekki að ég sé ekki að gera neitt,“ segir Halldór á léttu nótunum. Viðtalið við Halldór var tekið í nóvember og viti menn, í desember duttu inn fimm dómar á vef héraðsdóms. Þó er óhætt að fullyrða að mun fleiri dómar féllu á tímabilinu 25. júlí fram í desember.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira