Víðtækara verkfall en nokkru sinni fyrr: „Sífellt erfiðara að ná upp starfseminni“ Linda Blöndal skrifar 5. janúar 2015 20:05 Víðtækara verkfall lækna en nokkru sinni fyrr hófst í dag. Fjögurra daga verkfallshrina tók gildi hjá læknum á miðnætti og stendur því tvöfalt lengur en áður. Á meðan reynt er að semja lengjast biðlistar og bíða 270 manns eftir því að komast að í aðgerð á hjartadeild Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er afar áhyggjufullur yfir stöðu mála. Hann segir daginn hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig en að flestir hafi orðið fyrir einhvers konar truflunum. „Okkur líst afskaplega þunglega á þetta. Við erum hér klemmd á milli deiluaðila og það sem gerist við þessa lengingu er að það verður sífellt erfiðara að ná upp starfseminni. Það verður erfiðara að minnka biðlistana og það sem við höfum auðvitað sérstakar áhyggjur af eru samliggjandi vikur síðan í framhaldinu,“ sagði Ólafur í samtali við Stöð 2. Verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands eruð boðaðar til fjögurra daga samfleytt á tveimur lækningasviðum, aðgerðarsviðs og flæðissviðs á Landspítalanum og á lyflækningasviði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Innan þeirra er meðal annars bráðamóttakan, gjörgæsludeildir, skurð - og svæfingadeildir, öldrunarþjónusta og speglanir. Skurðaðgerðir eru þessa daga eingöngu framkvæmdar í bráðatilfellum. Þá eru skurðlæknar sem tilheyra skurðlæknafélaginu líka í verkfalli þessa fjóra daga. Í heild nær verkfallsáætlun lækna út marsmánuð og munu ná inn á önnur svið þegar fram í sækir, semjist ekki. Fundur hjá félagi skurðlækna hefur ekki verið boðaður eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær.Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans.vísir/skjáskotFleiri verkfallsstaðir Til viðbótar leggja læknar núna niður vinnu á átta opinberum stofnunum, svo sem hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, Greiningarstöð ríkisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Þrettán klukkustunda fundi lauk klukkan þrjú nótt og nýr fundur hófst á ný klukkan tvö í dag. Um fimmleytið sögðu formenn samninganefndar lækna og ríkisins að sameiginlegur viðræðugrundvöllur væri fundinn en greindu ekki frá því í hverju hann fælist. Áfram verður fundað og jafnvel fram á nótt líkt og áður.Hundrað manns bíða vegna verkfalls Biðlistar lengjast á öllum deildum og á hjartadeild spítalans koma nú fleiri sem veikjast alvarlega á meðan biðinni stendur og er flýtt í aðgerð. Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um hundrað séu nú á biðlista eftir hjartaaðgerð af einhverjum toga megi beint rekja til verkfallsins en alls eru 270 manns á biðlista. Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Víðtækara verkfall lækna en nokkru sinni fyrr hófst í dag. Fjögurra daga verkfallshrina tók gildi hjá læknum á miðnætti og stendur því tvöfalt lengur en áður. Á meðan reynt er að semja lengjast biðlistar og bíða 270 manns eftir því að komast að í aðgerð á hjartadeild Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er afar áhyggjufullur yfir stöðu mála. Hann segir daginn hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig en að flestir hafi orðið fyrir einhvers konar truflunum. „Okkur líst afskaplega þunglega á þetta. Við erum hér klemmd á milli deiluaðila og það sem gerist við þessa lengingu er að það verður sífellt erfiðara að ná upp starfseminni. Það verður erfiðara að minnka biðlistana og það sem við höfum auðvitað sérstakar áhyggjur af eru samliggjandi vikur síðan í framhaldinu,“ sagði Ólafur í samtali við Stöð 2. Verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands eruð boðaðar til fjögurra daga samfleytt á tveimur lækningasviðum, aðgerðarsviðs og flæðissviðs á Landspítalanum og á lyflækningasviði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Innan þeirra er meðal annars bráðamóttakan, gjörgæsludeildir, skurð - og svæfingadeildir, öldrunarþjónusta og speglanir. Skurðaðgerðir eru þessa daga eingöngu framkvæmdar í bráðatilfellum. Þá eru skurðlæknar sem tilheyra skurðlæknafélaginu líka í verkfalli þessa fjóra daga. Í heild nær verkfallsáætlun lækna út marsmánuð og munu ná inn á önnur svið þegar fram í sækir, semjist ekki. Fundur hjá félagi skurðlækna hefur ekki verið boðaður eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær.Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans.vísir/skjáskotFleiri verkfallsstaðir Til viðbótar leggja læknar núna niður vinnu á átta opinberum stofnunum, svo sem hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, Greiningarstöð ríkisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Þrettán klukkustunda fundi lauk klukkan þrjú nótt og nýr fundur hófst á ný klukkan tvö í dag. Um fimmleytið sögðu formenn samninganefndar lækna og ríkisins að sameiginlegur viðræðugrundvöllur væri fundinn en greindu ekki frá því í hverju hann fælist. Áfram verður fundað og jafnvel fram á nótt líkt og áður.Hundrað manns bíða vegna verkfalls Biðlistar lengjast á öllum deildum og á hjartadeild spítalans koma nú fleiri sem veikjast alvarlega á meðan biðinni stendur og er flýtt í aðgerð. Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um hundrað séu nú á biðlista eftir hjartaaðgerð af einhverjum toga megi beint rekja til verkfallsins en alls eru 270 manns á biðlista.
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira