Víðtækara verkfall en nokkru sinni fyrr: „Sífellt erfiðara að ná upp starfseminni“ Linda Blöndal skrifar 5. janúar 2015 20:05 Víðtækara verkfall lækna en nokkru sinni fyrr hófst í dag. Fjögurra daga verkfallshrina tók gildi hjá læknum á miðnætti og stendur því tvöfalt lengur en áður. Á meðan reynt er að semja lengjast biðlistar og bíða 270 manns eftir því að komast að í aðgerð á hjartadeild Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er afar áhyggjufullur yfir stöðu mála. Hann segir daginn hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig en að flestir hafi orðið fyrir einhvers konar truflunum. „Okkur líst afskaplega þunglega á þetta. Við erum hér klemmd á milli deiluaðila og það sem gerist við þessa lengingu er að það verður sífellt erfiðara að ná upp starfseminni. Það verður erfiðara að minnka biðlistana og það sem við höfum auðvitað sérstakar áhyggjur af eru samliggjandi vikur síðan í framhaldinu,“ sagði Ólafur í samtali við Stöð 2. Verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands eruð boðaðar til fjögurra daga samfleytt á tveimur lækningasviðum, aðgerðarsviðs og flæðissviðs á Landspítalanum og á lyflækningasviði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Innan þeirra er meðal annars bráðamóttakan, gjörgæsludeildir, skurð - og svæfingadeildir, öldrunarþjónusta og speglanir. Skurðaðgerðir eru þessa daga eingöngu framkvæmdar í bráðatilfellum. Þá eru skurðlæknar sem tilheyra skurðlæknafélaginu líka í verkfalli þessa fjóra daga. Í heild nær verkfallsáætlun lækna út marsmánuð og munu ná inn á önnur svið þegar fram í sækir, semjist ekki. Fundur hjá félagi skurðlækna hefur ekki verið boðaður eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær.Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans.vísir/skjáskotFleiri verkfallsstaðir Til viðbótar leggja læknar núna niður vinnu á átta opinberum stofnunum, svo sem hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, Greiningarstöð ríkisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Þrettán klukkustunda fundi lauk klukkan þrjú nótt og nýr fundur hófst á ný klukkan tvö í dag. Um fimmleytið sögðu formenn samninganefndar lækna og ríkisins að sameiginlegur viðræðugrundvöllur væri fundinn en greindu ekki frá því í hverju hann fælist. Áfram verður fundað og jafnvel fram á nótt líkt og áður.Hundrað manns bíða vegna verkfalls Biðlistar lengjast á öllum deildum og á hjartadeild spítalans koma nú fleiri sem veikjast alvarlega á meðan biðinni stendur og er flýtt í aðgerð. Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um hundrað séu nú á biðlista eftir hjartaaðgerð af einhverjum toga megi beint rekja til verkfallsins en alls eru 270 manns á biðlista. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Víðtækara verkfall lækna en nokkru sinni fyrr hófst í dag. Fjögurra daga verkfallshrina tók gildi hjá læknum á miðnætti og stendur því tvöfalt lengur en áður. Á meðan reynt er að semja lengjast biðlistar og bíða 270 manns eftir því að komast að í aðgerð á hjartadeild Landspítalans. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, er afar áhyggjufullur yfir stöðu mála. Hann segir daginn hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig en að flestir hafi orðið fyrir einhvers konar truflunum. „Okkur líst afskaplega þunglega á þetta. Við erum hér klemmd á milli deiluaðila og það sem gerist við þessa lengingu er að það verður sífellt erfiðara að ná upp starfseminni. Það verður erfiðara að minnka biðlistana og það sem við höfum auðvitað sérstakar áhyggjur af eru samliggjandi vikur síðan í framhaldinu,“ sagði Ólafur í samtali við Stöð 2. Verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands eruð boðaðar til fjögurra daga samfleytt á tveimur lækningasviðum, aðgerðarsviðs og flæðissviðs á Landspítalanum og á lyflækningasviði á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Innan þeirra er meðal annars bráðamóttakan, gjörgæsludeildir, skurð - og svæfingadeildir, öldrunarþjónusta og speglanir. Skurðaðgerðir eru þessa daga eingöngu framkvæmdar í bráðatilfellum. Þá eru skurðlæknar sem tilheyra skurðlæknafélaginu líka í verkfalli þessa fjóra daga. Í heild nær verkfallsáætlun lækna út marsmánuð og munu ná inn á önnur svið þegar fram í sækir, semjist ekki. Fundur hjá félagi skurðlækna hefur ekki verið boðaður eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær.Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans.vísir/skjáskotFleiri verkfallsstaðir Til viðbótar leggja læknar núna niður vinnu á átta opinberum stofnunum, svo sem hjá Sjúkratryggingum, Tryggingastofnun, Greiningarstöð ríkisins og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Þrettán klukkustunda fundi lauk klukkan þrjú nótt og nýr fundur hófst á ný klukkan tvö í dag. Um fimmleytið sögðu formenn samninganefndar lækna og ríkisins að sameiginlegur viðræðugrundvöllur væri fundinn en greindu ekki frá því í hverju hann fælist. Áfram verður fundað og jafnvel fram á nótt líkt og áður.Hundrað manns bíða vegna verkfalls Biðlistar lengjast á öllum deildum og á hjartadeild spítalans koma nú fleiri sem veikjast alvarlega á meðan biðinni stendur og er flýtt í aðgerð. Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðingardeildar Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um hundrað séu nú á biðlista eftir hjartaaðgerð af einhverjum toga megi beint rekja til verkfallsins en alls eru 270 manns á biðlista.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira