Fangar á Litla-Hrauni mótmæla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. júlí 2015 20:46 Barnakot hefur verið opið í um eitt ár, og er til þess fallið að börn þurfi ekki að fara inn í fangelsið sjálft. Fangar saka stjórnendur um skilningsleysi. vísir/vilhelm Fangar á Litla-Hrauni hafa nú hafið undirskriftarsöfnun til að mótmæla lokun Barnakots um helgar. Um er að ræða aðstöðu fyrir börn svo þau þurfi ekki að fara inn í sjálft fangelsið en hún hefur verið opin í tæpt ár. Föngum barst tilkynning um ákvörðun þessa nú um helgina. Þeir segjast ekki hafa fengið ástæðu fyrir breytingunum en segja að um skilningsleysi stjórnenda sé að ræða. „Góð samskipti við fjölskyldur og börn er lykillinn að betrun og harmar Afstaða þessa ákvörðun stjórnenda Litla-Hrauns og teljum þetta vera mikil afturför,“ segir á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins, segir í samtali við RÚV að þessi ákvörðun hafi verið tekin í sparnaðarskyni vegna niðurskurðar. Afstaða segir Barnakot hafa reynst föngum afar vel. Úrræðið hafi verið gífurlega vel heppnar og krakkarnir hafi verið mjög spenntir fyrir þessari aðstöðu. „Það getur oft reynst erfitt fyrir fanga að fá t.d fyrrverandi maka til þess að koma í heimsókn með barn eða börn, en að biðja makann um að taka frí í vinnunni á virkum degi myndi hugsanlega koma í veg fyrir að makinn kæmi með barnið í heimsókn,“ segir í tilkynningunni en Barnakot verður frá og með 11.júlí opið alla virka daga, en lokað um helgar og á hátíðardögum.BARNAKOTI, heimsóknaraðstöðu fyrir börn lokað á Litla Hrauni um helgar.Fangar á Litla Hrauni safna nú undirskriftum til...Posted by Afstaða - Til ábyrgðar on 8. júlí 2015 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Fangar á Litla-Hrauni hafa nú hafið undirskriftarsöfnun til að mótmæla lokun Barnakots um helgar. Um er að ræða aðstöðu fyrir börn svo þau þurfi ekki að fara inn í sjálft fangelsið en hún hefur verið opin í tæpt ár. Föngum barst tilkynning um ákvörðun þessa nú um helgina. Þeir segjast ekki hafa fengið ástæðu fyrir breytingunum en segja að um skilningsleysi stjórnenda sé að ræða. „Góð samskipti við fjölskyldur og börn er lykillinn að betrun og harmar Afstaða þessa ákvörðun stjórnenda Litla-Hrauns og teljum þetta vera mikil afturför,“ segir á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður fangelsisins, segir í samtali við RÚV að þessi ákvörðun hafi verið tekin í sparnaðarskyni vegna niðurskurðar. Afstaða segir Barnakot hafa reynst föngum afar vel. Úrræðið hafi verið gífurlega vel heppnar og krakkarnir hafi verið mjög spenntir fyrir þessari aðstöðu. „Það getur oft reynst erfitt fyrir fanga að fá t.d fyrrverandi maka til þess að koma í heimsókn með barn eða börn, en að biðja makann um að taka frí í vinnunni á virkum degi myndi hugsanlega koma í veg fyrir að makinn kæmi með barnið í heimsókn,“ segir í tilkynningunni en Barnakot verður frá og með 11.júlí opið alla virka daga, en lokað um helgar og á hátíðardögum.BARNAKOTI, heimsóknaraðstöðu fyrir börn lokað á Litla Hrauni um helgar.Fangar á Litla Hrauni safna nú undirskriftum til...Posted by Afstaða - Til ábyrgðar on 8. júlí 2015
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira