Tímabil sem var þaggað niður Hjörtur Hjartarson skrifar 13. janúar 2015 20:06 „Þetta er tímabil sem var þaggað niður,“ segir þjóðfræðingur sem rannsakað hefur samskipti íslenskra karlmanna og erlendra hermanna sem hér dvöldu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún segir að margir hafi uppgötvað að þeir væru samkynhneigðir þegar hermennirnir byrjuðu að daðra við þá.„Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt,“ söng Soffía Karlsdóttir fyrir sléttum fimmtíu árum og tóku eflaust margir undir. Þar var með rómantískum hætti fjallað um samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna á stríðsárunum. Það sem færri vita er að ljóðlínur lagsins, „Þeir spáserra og státa um stræti og torg, og stúlkurnar dufla við þá inn á Borg,“ hefðu vel getað fjallað um íslenska pilta sömuleiðis. Særún Lísa Birgisdóttir, þjóðfræðingur hefur undanfarið fimm ár rannsakað þátt íslenskra karlmanna í „ástandinu“ svokallaða, þegar mörg þúsund breskra og bandarískra hermanna nam hér land í seinni heimsstyrjöldinni. Lítið hefur verið fjallað um að vissulega stunduðu íslenskir karlmenn kynlíf með erlendum hermönnum þó aldrei hafi það farið hátt. „Þetta var bara tímabil sem var þaggað niður. Það vissu þetta margir en það vildi enginn tala um þetta. Það var mjög erfitt að fá upp úr fólki það sem það vissi,“ segir Særún Lísa. Særún Lísa segir að ekki sé hægt að tala um að fjöldinn allur af íslenskum karlmönnum hefði komið út úr skápnum á þessum tíma, ekki nema gagnvart hermönnunum sjálfum. „Því þeir voru vissir um að hermennirnir myndu ekki segja neitt því það var náttúrulega brottrekstrarsök úr hernum, með skömm, ef svona kæmist upp. Þannig að þetta var visst öryggi, þeir gátu verið þeir sjálfir, um tíma, án þess að neinn uppgötvaði það. Það voru margir sem töluðu um að þeir hefðu í raun uppgötvað kynhneigð sína, sem sagt að þeir væru samkynhneigðir þegar hermenn voru að daðra við þá. Þannig að þeir komust, eins og einn sagði, hann hefði bara dottið í konfektkassa.“ Fordómar samfélagsins á þessum árum kom hinsvegar í veg fyrir að menn gætu með góðu móti lifað lífi sínu eins og þeir vildu. „Samkvæmt mínum heimildum og viðtölum, þá fór meirihlutinn aftur inn í skápinn og giftist og eignaðist börn og lifði svo bara „venjulegu“ lífi.“ Særún Lísa segir mikilvægt að um þetta tímabil sé fjallað og saga þessarra manna sögð. „Þetta er svona týnda fólkið okkar, huldufólkið. Þessir menn voru huldumenn í íslensku samfélagi og þeir fengu ekki sinn sess í sögunni. Þetta er stór partur af okkar sögu sem verður eiginlega að vera með,“ segir Særún Lísa. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira
„Þetta er tímabil sem var þaggað niður,“ segir þjóðfræðingur sem rannsakað hefur samskipti íslenskra karlmanna og erlendra hermanna sem hér dvöldu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún segir að margir hafi uppgötvað að þeir væru samkynhneigðir þegar hermennirnir byrjuðu að daðra við þá.„Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt,“ söng Soffía Karlsdóttir fyrir sléttum fimmtíu árum og tóku eflaust margir undir. Þar var með rómantískum hætti fjallað um samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna á stríðsárunum. Það sem færri vita er að ljóðlínur lagsins, „Þeir spáserra og státa um stræti og torg, og stúlkurnar dufla við þá inn á Borg,“ hefðu vel getað fjallað um íslenska pilta sömuleiðis. Særún Lísa Birgisdóttir, þjóðfræðingur hefur undanfarið fimm ár rannsakað þátt íslenskra karlmanna í „ástandinu“ svokallaða, þegar mörg þúsund breskra og bandarískra hermanna nam hér land í seinni heimsstyrjöldinni. Lítið hefur verið fjallað um að vissulega stunduðu íslenskir karlmenn kynlíf með erlendum hermönnum þó aldrei hafi það farið hátt. „Þetta var bara tímabil sem var þaggað niður. Það vissu þetta margir en það vildi enginn tala um þetta. Það var mjög erfitt að fá upp úr fólki það sem það vissi,“ segir Særún Lísa. Særún Lísa segir að ekki sé hægt að tala um að fjöldinn allur af íslenskum karlmönnum hefði komið út úr skápnum á þessum tíma, ekki nema gagnvart hermönnunum sjálfum. „Því þeir voru vissir um að hermennirnir myndu ekki segja neitt því það var náttúrulega brottrekstrarsök úr hernum, með skömm, ef svona kæmist upp. Þannig að þetta var visst öryggi, þeir gátu verið þeir sjálfir, um tíma, án þess að neinn uppgötvaði það. Það voru margir sem töluðu um að þeir hefðu í raun uppgötvað kynhneigð sína, sem sagt að þeir væru samkynhneigðir þegar hermenn voru að daðra við þá. Þannig að þeir komust, eins og einn sagði, hann hefði bara dottið í konfektkassa.“ Fordómar samfélagsins á þessum árum kom hinsvegar í veg fyrir að menn gætu með góðu móti lifað lífi sínu eins og þeir vildu. „Samkvæmt mínum heimildum og viðtölum, þá fór meirihlutinn aftur inn í skápinn og giftist og eignaðist börn og lifði svo bara „venjulegu“ lífi.“ Særún Lísa segir mikilvægt að um þetta tímabil sé fjallað og saga þessarra manna sögð. „Þetta er svona týnda fólkið okkar, huldufólkið. Þessir menn voru huldumenn í íslensku samfélagi og þeir fengu ekki sinn sess í sögunni. Þetta er stór partur af okkar sögu sem verður eiginlega að vera með,“ segir Særún Lísa.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira