Tímabil sem var þaggað niður Hjörtur Hjartarson skrifar 13. janúar 2015 20:06 „Þetta er tímabil sem var þaggað niður,“ segir þjóðfræðingur sem rannsakað hefur samskipti íslenskra karlmanna og erlendra hermanna sem hér dvöldu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún segir að margir hafi uppgötvað að þeir væru samkynhneigðir þegar hermennirnir byrjuðu að daðra við þá.„Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt,“ söng Soffía Karlsdóttir fyrir sléttum fimmtíu árum og tóku eflaust margir undir. Þar var með rómantískum hætti fjallað um samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna á stríðsárunum. Það sem færri vita er að ljóðlínur lagsins, „Þeir spáserra og státa um stræti og torg, og stúlkurnar dufla við þá inn á Borg,“ hefðu vel getað fjallað um íslenska pilta sömuleiðis. Særún Lísa Birgisdóttir, þjóðfræðingur hefur undanfarið fimm ár rannsakað þátt íslenskra karlmanna í „ástandinu“ svokallaða, þegar mörg þúsund breskra og bandarískra hermanna nam hér land í seinni heimsstyrjöldinni. Lítið hefur verið fjallað um að vissulega stunduðu íslenskir karlmenn kynlíf með erlendum hermönnum þó aldrei hafi það farið hátt. „Þetta var bara tímabil sem var þaggað niður. Það vissu þetta margir en það vildi enginn tala um þetta. Það var mjög erfitt að fá upp úr fólki það sem það vissi,“ segir Særún Lísa. Særún Lísa segir að ekki sé hægt að tala um að fjöldinn allur af íslenskum karlmönnum hefði komið út úr skápnum á þessum tíma, ekki nema gagnvart hermönnunum sjálfum. „Því þeir voru vissir um að hermennirnir myndu ekki segja neitt því það var náttúrulega brottrekstrarsök úr hernum, með skömm, ef svona kæmist upp. Þannig að þetta var visst öryggi, þeir gátu verið þeir sjálfir, um tíma, án þess að neinn uppgötvaði það. Það voru margir sem töluðu um að þeir hefðu í raun uppgötvað kynhneigð sína, sem sagt að þeir væru samkynhneigðir þegar hermenn voru að daðra við þá. Þannig að þeir komust, eins og einn sagði, hann hefði bara dottið í konfektkassa.“ Fordómar samfélagsins á þessum árum kom hinsvegar í veg fyrir að menn gætu með góðu móti lifað lífi sínu eins og þeir vildu. „Samkvæmt mínum heimildum og viðtölum, þá fór meirihlutinn aftur inn í skápinn og giftist og eignaðist börn og lifði svo bara „venjulegu“ lífi.“ Særún Lísa segir mikilvægt að um þetta tímabil sé fjallað og saga þessarra manna sögð. „Þetta er svona týnda fólkið okkar, huldufólkið. Þessir menn voru huldumenn í íslensku samfélagi og þeir fengu ekki sinn sess í sögunni. Þetta er stór partur af okkar sögu sem verður eiginlega að vera með,“ segir Særún Lísa. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
„Þetta er tímabil sem var þaggað niður,“ segir þjóðfræðingur sem rannsakað hefur samskipti íslenskra karlmanna og erlendra hermanna sem hér dvöldu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún segir að margir hafi uppgötvað að þeir væru samkynhneigðir þegar hermennirnir byrjuðu að daðra við þá.„Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt,“ söng Soffía Karlsdóttir fyrir sléttum fimmtíu árum og tóku eflaust margir undir. Þar var með rómantískum hætti fjallað um samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna á stríðsárunum. Það sem færri vita er að ljóðlínur lagsins, „Þeir spáserra og státa um stræti og torg, og stúlkurnar dufla við þá inn á Borg,“ hefðu vel getað fjallað um íslenska pilta sömuleiðis. Særún Lísa Birgisdóttir, þjóðfræðingur hefur undanfarið fimm ár rannsakað þátt íslenskra karlmanna í „ástandinu“ svokallaða, þegar mörg þúsund breskra og bandarískra hermanna nam hér land í seinni heimsstyrjöldinni. Lítið hefur verið fjallað um að vissulega stunduðu íslenskir karlmenn kynlíf með erlendum hermönnum þó aldrei hafi það farið hátt. „Þetta var bara tímabil sem var þaggað niður. Það vissu þetta margir en það vildi enginn tala um þetta. Það var mjög erfitt að fá upp úr fólki það sem það vissi,“ segir Særún Lísa. Særún Lísa segir að ekki sé hægt að tala um að fjöldinn allur af íslenskum karlmönnum hefði komið út úr skápnum á þessum tíma, ekki nema gagnvart hermönnunum sjálfum. „Því þeir voru vissir um að hermennirnir myndu ekki segja neitt því það var náttúrulega brottrekstrarsök úr hernum, með skömm, ef svona kæmist upp. Þannig að þetta var visst öryggi, þeir gátu verið þeir sjálfir, um tíma, án þess að neinn uppgötvaði það. Það voru margir sem töluðu um að þeir hefðu í raun uppgötvað kynhneigð sína, sem sagt að þeir væru samkynhneigðir þegar hermenn voru að daðra við þá. Þannig að þeir komust, eins og einn sagði, hann hefði bara dottið í konfektkassa.“ Fordómar samfélagsins á þessum árum kom hinsvegar í veg fyrir að menn gætu með góðu móti lifað lífi sínu eins og þeir vildu. „Samkvæmt mínum heimildum og viðtölum, þá fór meirihlutinn aftur inn í skápinn og giftist og eignaðist börn og lifði svo bara „venjulegu“ lífi.“ Særún Lísa segir mikilvægt að um þetta tímabil sé fjallað og saga þessarra manna sögð. „Þetta er svona týnda fólkið okkar, huldufólkið. Þessir menn voru huldumenn í íslensku samfélagi og þeir fengu ekki sinn sess í sögunni. Þetta er stór partur af okkar sögu sem verður eiginlega að vera með,“ segir Særún Lísa.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira