Stærðarinnar togaraskrúfur komu í ljós við gamla hafnargarðinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2015 19:00 Stærðarinnar togaraskrúfur frá fjórða áratug síðustu aldar og gamli hafnargarðurinn komu í ljós í uppgreftri á reitnum við hlið Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu þar sem hafnarstæði Reykjavíkurhafnar var áður. Safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur telur líklegt að skrúfurnar endi á Sjóminjasafninu. Á reitnum við borgarbókasafnið í Tryggvagötu standa yfir framkvæmdir vegna nýs fjölbýlishúss sem þar á að rísa. Við uppgröft á reitnum kom í ljós gamli hafnargarðurinn sem var byggður á árunum 1913-1917 og þessar stærðarinnar togaraskrúfur (sjá myndskeið) sem talið er að séu frá fjórða áratug síðustu aldar.Sagan er hér allt undir okkur. Við erum staddir í miðjum hafnargarðinum eins og hann var fyrir 1913? „Við erum í fjöruborðinu og það er hárrétt sem þú segir að allar framkvæmdir í Reykjavík munu þurfa að hafa varann á því að sagan er hér alls staðar og það er mjög gott að það hefur orðið hugarfarsbreyting. Menn eru að hugsa um þetta, gefa þessu gaum og bera virðingu fyrir þessu,“ segir Guðbrandur Benediktsson sagnfræðingur og safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur. Skrúfurnar sjálfar eru engin smásmíði. Guðbrandur segir greina koma að þær endi á Sjóminjasafninu Víkinni sem er eitt þeirra safna sem heyra undir Borgarsögusafn Reykjavíkurborgar.Mun gamli hafnargarðurinn bara hverfa fyrir þessari nýbyggingu? „Já, væntanlega. Hafnargarðurinn var byggður á árunum 1913-1917 og er geysilega mikið mannvirki en þetta var Reykjavíkurhöfn á þeim tíma. Það voru fluttar inn lestir til að flytja efnið úr Öskjuhlíðinni og þetta hafði auðvitað mikla þýðingu fyrir Reykjavík. Þessi garður er alveg frá Grandagarði og að Ingólfsgarði og er að koma í ljós í framkvæmdunum bæði hér og fyrir austan Tollhúsið,“ segir Guðbrandur. Virkt fornleifaeftirlit er með framkvæmdunum og verktökum er skylt að upplýsa um muni sem finnast og eru þeir allir færðir til bókar. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Stærðarinnar togaraskrúfur frá fjórða áratug síðustu aldar og gamli hafnargarðurinn komu í ljós í uppgreftri á reitnum við hlið Borgarbókasafnsins í Tryggvagötu þar sem hafnarstæði Reykjavíkurhafnar var áður. Safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur telur líklegt að skrúfurnar endi á Sjóminjasafninu. Á reitnum við borgarbókasafnið í Tryggvagötu standa yfir framkvæmdir vegna nýs fjölbýlishúss sem þar á að rísa. Við uppgröft á reitnum kom í ljós gamli hafnargarðurinn sem var byggður á árunum 1913-1917 og þessar stærðarinnar togaraskrúfur (sjá myndskeið) sem talið er að séu frá fjórða áratug síðustu aldar.Sagan er hér allt undir okkur. Við erum staddir í miðjum hafnargarðinum eins og hann var fyrir 1913? „Við erum í fjöruborðinu og það er hárrétt sem þú segir að allar framkvæmdir í Reykjavík munu þurfa að hafa varann á því að sagan er hér alls staðar og það er mjög gott að það hefur orðið hugarfarsbreyting. Menn eru að hugsa um þetta, gefa þessu gaum og bera virðingu fyrir þessu,“ segir Guðbrandur Benediktsson sagnfræðingur og safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur. Skrúfurnar sjálfar eru engin smásmíði. Guðbrandur segir greina koma að þær endi á Sjóminjasafninu Víkinni sem er eitt þeirra safna sem heyra undir Borgarsögusafn Reykjavíkurborgar.Mun gamli hafnargarðurinn bara hverfa fyrir þessari nýbyggingu? „Já, væntanlega. Hafnargarðurinn var byggður á árunum 1913-1917 og er geysilega mikið mannvirki en þetta var Reykjavíkurhöfn á þeim tíma. Það voru fluttar inn lestir til að flytja efnið úr Öskjuhlíðinni og þetta hafði auðvitað mikla þýðingu fyrir Reykjavík. Þessi garður er alveg frá Grandagarði og að Ingólfsgarði og er að koma í ljós í framkvæmdunum bæði hér og fyrir austan Tollhúsið,“ segir Guðbrandur. Virkt fornleifaeftirlit er með framkvæmdunum og verktökum er skylt að upplýsa um muni sem finnast og eru þeir allir færðir til bókar.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira