Yrðlingarnir þurfa að komast til refs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 09:45 Eyjólfur Eyjólfsson, Fjóla Kristín Nikulásdóttir og Jón Svavar Jósefsson í hlutverkum sínum. Vísir/Ernir Brúnklædd börn með skott skjótast um tröppur og ganga Hörpunnar þegar ég bregð mér þangað rétt fyrir æfingu á óperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Erindið er að hitta þátttakendur áður en þeir fara á svið. Mér er vísað í sminkherbergið þar sem andlit krakka eru að breytast í yrðlinga og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari er að fá yfirbragð spóa, íklæddur grænum sokkabuxum. „Það hefur lengi verið draumur minn að fá að ganga í sokkabuxum,“ segir hann hlæjandi. Spurður út í karakterinn segir Eyjólfur spóann vera sambland af fordekruðum herramanni og íslenskum smaladreng. „Spóinn lendir í andlegum átökum í verkinu því hann á frumkvæði að því að blómið baldursbrá er rifið upp með rótum og fært á verri stað. Hann fær rebba (Jón Svavar Jósefsson) í lið með sér. En spóinn gerir sér á endanum grein fyrir flónsku sinni.“ Söguþráður óperunnar snýst sem sagt um baldursbrá sem verið er að ráðskast með. „Baldursbrá er ímynd móður jarðar og efni óperunnar er viss ádeila á brölt okkar mannanna í náttúrunni,“ útskýrir Eyjólfur. Davíð Ólafsson, söngvari og fasteignasali, snarast inn í smink. „Ég er þessi vondi – hrúturinn,“ segir hann kankvís. Davíð, eins og flestir aðrir þátttakendur, flutti Baldursbrá tvívegis í tónleikaformi í fyrrasumar og segir spenning fyrir óperuuppfærslu hafa myndast þá. Rifjar upp góðan dóm Jónasar Sen gagnrýnanda sem gekk raulandi út úr Langholtskirkju. Í Norðurljósasalnum eru Gunnsteinn, höfundur og hljómsveitarstjóri, og Sveinn Einarsson leikstjóri að undirbúa fyrstu samæfingu með hljómsveit. Sveinn ber lof á verkið, segir sönginn hrífandi og boðskapinn fallegan. Ingibjörg Björnsdóttir danskennari er að leggja yrðlingunum ellefu lífsreglurnar. „Þeir þurfa að komast til refs,“ (ekki manns) útskýrir leikstjórinn brosandi og kveðst vitna þar í glaðlegan og aðgengilegan texta Böðvars. Fjóla Nikulásdóttir fer með titilhlutverkið, nýútskrifuð með masterspróf í óperusöng frá Vínarborg. Hún segir Baldursbrá yndislega óperu þar sem stef úr íslenskum þjóðlögum blandist rómantískri tónlist á einstakan hátt. Leikararnir tínast inn í búningunum, hönnuðum af Kristínu Berman með aðstoð Messíönu Tómasdóttur. Spóinn blakar vængjum og baldursbráin blómstrar. Ég kveð í þann mund sem fyrstu tónarnir eru slegnir í glænýrri gryfjunni. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Brúnklædd börn með skott skjótast um tröppur og ganga Hörpunnar þegar ég bregð mér þangað rétt fyrir æfingu á óperunni Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Erindið er að hitta þátttakendur áður en þeir fara á svið. Mér er vísað í sminkherbergið þar sem andlit krakka eru að breytast í yrðlinga og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari er að fá yfirbragð spóa, íklæddur grænum sokkabuxum. „Það hefur lengi verið draumur minn að fá að ganga í sokkabuxum,“ segir hann hlæjandi. Spurður út í karakterinn segir Eyjólfur spóann vera sambland af fordekruðum herramanni og íslenskum smaladreng. „Spóinn lendir í andlegum átökum í verkinu því hann á frumkvæði að því að blómið baldursbrá er rifið upp með rótum og fært á verri stað. Hann fær rebba (Jón Svavar Jósefsson) í lið með sér. En spóinn gerir sér á endanum grein fyrir flónsku sinni.“ Söguþráður óperunnar snýst sem sagt um baldursbrá sem verið er að ráðskast með. „Baldursbrá er ímynd móður jarðar og efni óperunnar er viss ádeila á brölt okkar mannanna í náttúrunni,“ útskýrir Eyjólfur. Davíð Ólafsson, söngvari og fasteignasali, snarast inn í smink. „Ég er þessi vondi – hrúturinn,“ segir hann kankvís. Davíð, eins og flestir aðrir þátttakendur, flutti Baldursbrá tvívegis í tónleikaformi í fyrrasumar og segir spenning fyrir óperuuppfærslu hafa myndast þá. Rifjar upp góðan dóm Jónasar Sen gagnrýnanda sem gekk raulandi út úr Langholtskirkju. Í Norðurljósasalnum eru Gunnsteinn, höfundur og hljómsveitarstjóri, og Sveinn Einarsson leikstjóri að undirbúa fyrstu samæfingu með hljómsveit. Sveinn ber lof á verkið, segir sönginn hrífandi og boðskapinn fallegan. Ingibjörg Björnsdóttir danskennari er að leggja yrðlingunum ellefu lífsreglurnar. „Þeir þurfa að komast til refs,“ (ekki manns) útskýrir leikstjórinn brosandi og kveðst vitna þar í glaðlegan og aðgengilegan texta Böðvars. Fjóla Nikulásdóttir fer með titilhlutverkið, nýútskrifuð með masterspróf í óperusöng frá Vínarborg. Hún segir Baldursbrá yndislega óperu þar sem stef úr íslenskum þjóðlögum blandist rómantískri tónlist á einstakan hátt. Leikararnir tínast inn í búningunum, hönnuðum af Kristínu Berman með aðstoð Messíönu Tómasdóttur. Spóinn blakar vængjum og baldursbráin blómstrar. Ég kveð í þann mund sem fyrstu tónarnir eru slegnir í glænýrri gryfjunni.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira