Ólafur Ólafsson óskar eftir endurupptöku á máli sínu Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2015 10:43 Ólafur Ólafsson. vísir/vilhelm Ólafur Ólafsson, sem hlaut fjögurra og hálfs árs dóm fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu, hefur óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. „Þrátt fyrir þessa staðreynd telur Hæstiréttur að vísað hafi verið til Ólafs Ólafssonar,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur segir að um grundvallaratriðið sé að ræða. Af umræddu símtali sé sú ranga ályktun dregin að Ólafur Ólafsson hafi verið upplýstur um tiltekna þætti viðskiptanna, þrátt fyrir að fyrirliggjandi gögn sýni annað. Ekkert annað í málinu sýni fram á meinta vitneskju Ólafs um þessi atriði. Þessi ranga forsenda sé hornsteinninn að sakfellingu Ólafs í dómi Hæstaréttar sem telji að á grunni símtalsins sé hafið yfir skynsamlegan vafa að Ólafur Ólafsson skyldi njóta arðs til jafns við Al-Thani. Hann segir verjendur ekki hafa fengið tækifæri til að leiðrétta þessi mistök Hæstaréttar því símtalið hafi ekki verið tekið til efnislegrar meðferðar í málflutningnum, fyrirliggjandi gögn hafi ekki bent til þess að vafi hafi ríkt um þetta atriði og að ekkert hafi verið gefið til kynna að dómarar hafi skilið efni símtalsins með öðrum hætti en héraðsdómur, ákæruvald, verjendur og ákærðu. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að það sé gert á réttum forsendum og forsvaranlegu mati á gögnum málsins. Það var ekki raunin í þessu máli, a.m.k. hvað þetta varðar, og er því beiðst endurupptöku málsins,“segir Þórólfur. Tengdar fréttir Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00 „Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Innlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Ólafur Ólafsson, sem hlaut fjögurra og hálfs árs dóm fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í Al-Thani málinu, hefur óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Að mati Ólafs lagði Hæstiréttur rangt mat á símtal tveggja manna, þar sem annar vísar til samtals við ótilgreindan mann sem kallaður var „Óli“, um tiltekna þætti viðskiptanna sem málið tók til. Í tilkynningu frá Þórólfi Jónssyni lögmanni Ólafs segir að í vitnisburðum fyrir héraðsdómi og öðrum sönnunargögnum málsins komi skýrt fram að þar hafi verið átt við Ólaf Arinbjörn Sigurðsson lögmann. „Þrátt fyrir þessa staðreynd telur Hæstiréttur að vísað hafi verið til Ólafs Ólafssonar,“ segir í tilkynningunni. Þórólfur segir að um grundvallaratriðið sé að ræða. Af umræddu símtali sé sú ranga ályktun dregin að Ólafur Ólafsson hafi verið upplýstur um tiltekna þætti viðskiptanna, þrátt fyrir að fyrirliggjandi gögn sýni annað. Ekkert annað í málinu sýni fram á meinta vitneskju Ólafs um þessi atriði. Þessi ranga forsenda sé hornsteinninn að sakfellingu Ólafs í dómi Hæstaréttar sem telji að á grunni símtalsins sé hafið yfir skynsamlegan vafa að Ólafur Ólafsson skyldi njóta arðs til jafns við Al-Thani. Hann segir verjendur ekki hafa fengið tækifæri til að leiðrétta þessi mistök Hæstaréttar því símtalið hafi ekki verið tekið til efnislegrar meðferðar í málflutningnum, fyrirliggjandi gögn hafi ekki bent til þess að vafi hafi ríkt um þetta atriði og að ekkert hafi verið gefið til kynna að dómarar hafi skilið efni símtalsins með öðrum hætti en héraðsdómur, ákæruvald, verjendur og ákærðu. „Það er grundvallaratriði þegar einstaklingur er dæmdur í fangelsi að það sé gert á réttum forsendum og forsvaranlegu mati á gögnum málsins. Það var ekki raunin í þessu máli, a.m.k. hvað þetta varðar, og er því beiðst endurupptöku málsins,“segir Þórólfur.
Tengdar fréttir Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00 „Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Innlent Fleiri fréttir 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Sjá meira
Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku. 7. apríl 2015 07:00
„Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson. 8. apríl 2015 07:00