Var farin að halda að barnið væri greindarskert Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Fjölskyldan bjó einn vetur á Ásbrú sem eru íbúðir fyrir stúdenta. Fréttablaðið/Heiða Sandra Sif Rúnarsdóttir, kærasti hennar og ungbarn bjuggu í leiguíbúð á Ásbrú veturinn 2011-2012. Maðurinn var í námi á Keili en Sandra var heima með barnið í fæðingarorlofi. Þennan vetur var Sandra dofin og alltaf veik. Litli drengurinn var sífellt með niðurgang og þreifst ekki. Móðir Söndru, Bergljót Snorradóttir, var farin að hafa verulegar áhyggjur af fjölskyldunni. „Ég hélt að barnið væri alvarlega greindarskert. Hann var alltaf sljór og dauður til augnanna, mændi bara á mann alveg dofinn þannig að mann langaði að taka hann og hrista hann. Dóttir mín var ekki í neinu ástandi til að sjá það því hún var sjálf hundlasin og dofin,“ segir Bergljót sem heyrði svo af tilviljun umfjöllun um myglusvepp og þá rann upp fyrir henni ljós. Næstu skref voru að fá mygluna staðfesta. Í höndunum hefur fjölskyldan skýrslu frá Hús og heilsu, Náttúrufræðistofnun Íslands og heilbrigðiseftirliti Suðurnesja þar sem staðfest er að myglusveppur var úti um alla íbúð. Heilbrigðiseftirlitið dæmdi íbúðina óíbúðarhæfa. Fjölskyldan flutti út úr íbúðinni og það kom fljótt í ljós að drengurinn gat ekki verið í kringum nein húsgögn, fatnað eða annað úr íbúðinni. Því var allri búslóðinni skellt í geymslu. Saknæm háttsemi við útleiguSandra SifFjölskyldan bað leigufélagið að koma til móts við sig til að kaupa nýja búslóð en samningar náðust ekki. Þá ákvað fjölskyldan að fara í mál við leigufélagið, málið var tekið fyrir 15. september síðastliðinn og niðurstöðu er að vænta á næstu vikum. Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttalögmaður segir að krafist sé bóta vegna innbús og endurgreiðslu á leigu. „Krafan er byggð á því að leigufélagið vissi eða mátti vita að þessi eign væri ekki hæf til útleigu. Þegar fjölskyldan tók við íbúðinni gerðu þau athugasemd við rakaskemmdir á baðherbergi. En það var ekkert gert í málunum,“ segir Gunnar. Málið er því byggt á því að leigusali hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við útleigu. „Það kom líka í ljós við skýrslutöku að þeim er kunnugt um byggingargalla á húsnæðinu sem leiða af sér raka og sveppi. Enda hafa komið upp mörg myglusveppamál á Ásbrú. Þeir vita vel af vandanum.“ Gunnar Ingi segir málið geta orðið fordæmisgefandi. „Í þessu máli liggur fyrir matsgerð frá dómkvöddum matsmönnum og svo eru sérfræðimeðdómendur sem hafa þekkingu á viðfangsefninu. Niðurstaðan ætti því að vera leiðbeinandi.“ Kostar um þrjár milljónirGunnar Ingi Jóhannsson, hæstaréttalögmaðurBergljót móðir Söndru greiðir málskostnaðinn. Fjölskyldan hafði engin ráð til að gera það sjálf enda nemar og ekki með mikið á milli handanna. Sandra segir að þannig sé staðan á mörgum á Ásbrú. „Ásbrú er alræmdur myglustaður. Meira að segja starfsmaður hjá félaginu sagði við okkur að hann vonaði að við myndum vinna því hann væri orðinn þreyttur á að standa fyrir framan fólk og ljúga upp í opið geðið á því,“ segir Sandra og bætir við að fólk verði máttlaust gegn stóru leigufélagi. „Mamma tók þetta í sínar hendur og þegar hún sagði stjórnendum leigufélagsins að hún ætlaði í mál var hlegið framan í hana og sagt að félagið hefði her lögmanna á bak við sig. Það er ekki skrýtið að fólk sé hrætt við þennan slag,“ segir Sandra. Móðirin segir að hún hætti ekki fyrr en sigur sé í höfn. „Þegar ég komst að því að þessi viðbjóðslegu veikindi væru af mannavöldum og vanvirðingu við íbúa þá ákvað ég að fara með þetta lengra. Ég mun frekar selja ofan af mér en að láta koma svona fram við börnin mín – og fólk yfirhöfuð,“ segir Bergljót en málið hefur kostað að minnsta kosta þrjár milljónir. Þar ber helst að nefna dómskvadda matsmenn, skýrslur og sýnatökur ásamt lögfræðikostnaði. Mennskur myglumælirBergljót Snorradóttir móðir SöndruSandra segir erfitt að sjá umfjöllun um myglusvepp í fjölmiðlum þar sem talað er um þolendur sem blóðsugur sem vilji bætur. „Barnið mitt er mennskur myglumælir í dag. Hann fær einkenni um leið og hann stígur inn í hús með vott af myglu. Einnig er hann með sjaldgæfan taugasjúkdóm og þar sem myglusveppur ræðst á taugakerfið gætu verið tengsl þarna á milli. Fyrir utan að hafa misst aleiguna og verið á vergangi þá höfum við mætt hrikalegu skilningsleysi og hroka frá leigusölum,“ segir Sandra og játar að lífsreynslan öll hafi verið afar erfið. „Ég myndi því ekki segja að þetta væri auðveldur bótapeningur. Ég gæfi allt til að hafa aldrei farið inn í þessa íbúð.“ Myndir af drengnum, Sigurði Rúnari, áður en fjölskyldan flutti á Ásbrú, eftir sjö mánuði í íbúðinni og svo nokkrum mánuðum eftir að þau fluttu út. Drengurinn horaðist gífurlega, var fölur og líflaus til augnanna. Tengdar fréttir Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00 Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp Leigusala kom á óvart hve litla þekkingu hagsmunaaðilar fasteignaeigenda hafa á myglusvepp og var henni ráðlagt að leigja út íbúð án þess að segja frá myglusveppum. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Sandra Sif Rúnarsdóttir, kærasti hennar og ungbarn bjuggu í leiguíbúð á Ásbrú veturinn 2011-2012. Maðurinn var í námi á Keili en Sandra var heima með barnið í fæðingarorlofi. Þennan vetur var Sandra dofin og alltaf veik. Litli drengurinn var sífellt með niðurgang og þreifst ekki. Móðir Söndru, Bergljót Snorradóttir, var farin að hafa verulegar áhyggjur af fjölskyldunni. „Ég hélt að barnið væri alvarlega greindarskert. Hann var alltaf sljór og dauður til augnanna, mændi bara á mann alveg dofinn þannig að mann langaði að taka hann og hrista hann. Dóttir mín var ekki í neinu ástandi til að sjá það því hún var sjálf hundlasin og dofin,“ segir Bergljót sem heyrði svo af tilviljun umfjöllun um myglusvepp og þá rann upp fyrir henni ljós. Næstu skref voru að fá mygluna staðfesta. Í höndunum hefur fjölskyldan skýrslu frá Hús og heilsu, Náttúrufræðistofnun Íslands og heilbrigðiseftirliti Suðurnesja þar sem staðfest er að myglusveppur var úti um alla íbúð. Heilbrigðiseftirlitið dæmdi íbúðina óíbúðarhæfa. Fjölskyldan flutti út úr íbúðinni og það kom fljótt í ljós að drengurinn gat ekki verið í kringum nein húsgögn, fatnað eða annað úr íbúðinni. Því var allri búslóðinni skellt í geymslu. Saknæm háttsemi við útleiguSandra SifFjölskyldan bað leigufélagið að koma til móts við sig til að kaupa nýja búslóð en samningar náðust ekki. Þá ákvað fjölskyldan að fara í mál við leigufélagið, málið var tekið fyrir 15. september síðastliðinn og niðurstöðu er að vænta á næstu vikum. Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttalögmaður segir að krafist sé bóta vegna innbús og endurgreiðslu á leigu. „Krafan er byggð á því að leigufélagið vissi eða mátti vita að þessi eign væri ekki hæf til útleigu. Þegar fjölskyldan tók við íbúðinni gerðu þau athugasemd við rakaskemmdir á baðherbergi. En það var ekkert gert í málunum,“ segir Gunnar. Málið er því byggt á því að leigusali hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við útleigu. „Það kom líka í ljós við skýrslutöku að þeim er kunnugt um byggingargalla á húsnæðinu sem leiða af sér raka og sveppi. Enda hafa komið upp mörg myglusveppamál á Ásbrú. Þeir vita vel af vandanum.“ Gunnar Ingi segir málið geta orðið fordæmisgefandi. „Í þessu máli liggur fyrir matsgerð frá dómkvöddum matsmönnum og svo eru sérfræðimeðdómendur sem hafa þekkingu á viðfangsefninu. Niðurstaðan ætti því að vera leiðbeinandi.“ Kostar um þrjár milljónirGunnar Ingi Jóhannsson, hæstaréttalögmaðurBergljót móðir Söndru greiðir málskostnaðinn. Fjölskyldan hafði engin ráð til að gera það sjálf enda nemar og ekki með mikið á milli handanna. Sandra segir að þannig sé staðan á mörgum á Ásbrú. „Ásbrú er alræmdur myglustaður. Meira að segja starfsmaður hjá félaginu sagði við okkur að hann vonaði að við myndum vinna því hann væri orðinn þreyttur á að standa fyrir framan fólk og ljúga upp í opið geðið á því,“ segir Sandra og bætir við að fólk verði máttlaust gegn stóru leigufélagi. „Mamma tók þetta í sínar hendur og þegar hún sagði stjórnendum leigufélagsins að hún ætlaði í mál var hlegið framan í hana og sagt að félagið hefði her lögmanna á bak við sig. Það er ekki skrýtið að fólk sé hrætt við þennan slag,“ segir Sandra. Móðirin segir að hún hætti ekki fyrr en sigur sé í höfn. „Þegar ég komst að því að þessi viðbjóðslegu veikindi væru af mannavöldum og vanvirðingu við íbúa þá ákvað ég að fara með þetta lengra. Ég mun frekar selja ofan af mér en að láta koma svona fram við börnin mín – og fólk yfirhöfuð,“ segir Bergljót en málið hefur kostað að minnsta kosta þrjár milljónir. Þar ber helst að nefna dómskvadda matsmenn, skýrslur og sýnatökur ásamt lögfræðikostnaði. Mennskur myglumælirBergljót Snorradóttir móðir SöndruSandra segir erfitt að sjá umfjöllun um myglusvepp í fjölmiðlum þar sem talað er um þolendur sem blóðsugur sem vilji bætur. „Barnið mitt er mennskur myglumælir í dag. Hann fær einkenni um leið og hann stígur inn í hús með vott af myglu. Einnig er hann með sjaldgæfan taugasjúkdóm og þar sem myglusveppur ræðst á taugakerfið gætu verið tengsl þarna á milli. Fyrir utan að hafa misst aleiguna og verið á vergangi þá höfum við mætt hrikalegu skilningsleysi og hroka frá leigusölum,“ segir Sandra og játar að lífsreynslan öll hafi verið afar erfið. „Ég myndi því ekki segja að þetta væri auðveldur bótapeningur. Ég gæfi allt til að hafa aldrei farið inn í þessa íbúð.“ Myndir af drengnum, Sigurði Rúnari, áður en fjölskyldan flutti á Ásbrú, eftir sjö mánuði í íbúðinni og svo nokkrum mánuðum eftir að þau fluttu út. Drengurinn horaðist gífurlega, var fölur og líflaus til augnanna.
Tengdar fréttir Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00 Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp Leigusala kom á óvart hve litla þekkingu hagsmunaaðilar fasteignaeigenda hafa á myglusvepp og var henni ráðlagt að leigja út íbúð án þess að segja frá myglusveppum. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00
Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00
Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp Leigusala kom á óvart hve litla þekkingu hagsmunaaðilar fasteignaeigenda hafa á myglusvepp og var henni ráðlagt að leigja út íbúð án þess að segja frá myglusveppum. 14. september 2015 07:00