Leigusalar fela myglusvepp Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2015 07:00 Hólmsteinn segir kröfurnar um leiguhúsnæði vera margfalt minni á Íslandi en í nágrannalöndunum. vísir/vilhelm Fjölmargir leigjendur sem hafa lent í myglusvepp í leiguíbúð sinni hafa þá sögu að segja að leigusali geri ekkert í málinu og að réttindi þeirra séu lítil sem engin. Einnig að leigusalar haldi áfram að leigja út íbúðina, eftir að fyrri leigjendur segja upp leigunni vegna vandans, án þess að bregðast við sveppnum eða láta nýja leigjendur vita af honum. Fréttablaðið hefur talað við nokkra leigjendur sem hafa þessa sögu að segja og eru hluti af fimm hundruð manna hópi þolenda myglusvepps á Facebook. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, staðfestir að þessi staða leigjenda sé mjög algeng og að hann hafi margar dæmisögur á borði sínu. Hann segir vissulega standa í leigulögum að leiguíbúðir skuli vera í góðu ástandi en að það skorti allt eftirlit. „Leigjendur eiga að geta leitað til byggingafulltrúa viðkomandi sveitarfélags eða heilbrigðiseftirlitsins en það hefur verið mikil tregða þar til að koma og taka út íbúðir. Menn hafa vísað þessu frá sér og bent á meindýraeyði.“Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri LeigjendasamtakannaEf húsnæðið er dæmt óíbúðarhæft eða tafarlausra úrbóta krafist af eftirlitinu þá skal leigusali skaffa leigutaka sambærilegt húsnæði á meðan úrbótum stendur. „Það er mjög sjaldgæft að þetta fari þann veg,“ segir Hólmsteinn. „Þar af leiðandi er leigutaki réttindalaus og þarf að yfirgefa íbúðina, oft með þriggja mánaða uppsagnarfresti þrátt fyrir að alvarleg veikindi hrjái hann vegna íbúðarinnar. Mörg dæmi eru um að leigusali sparsli svo veggi, pússi og máli og leigi næstu manneskju án þess að láta vita af myglusveppnum.“ Hólmsteinn segir að eftirlit þyrfti að vera reglugerðarbundið og úttektarskylda á íbúðum í útleigu. „Við höfum talað fyrir því í mörg ár. Það vantar leiguvakt sem myndi sinna þessu hlutverki – sem kæmi málum í farveg og gæt fylgst með ástandi leigumarkaðarins.“ Ekki eru margir sem höfða einkamál vegna þessara mála enda kostar það háar fjárhæðir. Hólmsteinn segir vanta opinbert vald sem hægt væri að leita til. „Það er hægt að leita til kærunefndar húsnæðismála en í svona sveppamálum er sönnunarbyrðin ansi stór og dýrt að kalla til sérfræðinga. Jafnvel þótt niðurstaðan yrði jákvæð fyrir leigutaka þá er það ekki bindandi álit.“ Hólmsteinn segir þetta afar útbreitt vandamál á Íslandi og ef sömu kröfur giltu hér og í Noregi og Svíþjóð til að mynda þá þyrfti að loka um það bil þriðjungi leigumarkaðarins. „Heilsufarslega er þetta gríðarlega alvarlegt mál en það er einhver afneitun í gangi. Hér á landi hefur aldrei þótt tiltökumál þótt það sé fúkkalykt í húsnæði en staðreyndin er sú að fúkkalykt er ávísun á að það sé raki einhvers staðar.“ Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Fjölmargir leigjendur sem hafa lent í myglusvepp í leiguíbúð sinni hafa þá sögu að segja að leigusali geri ekkert í málinu og að réttindi þeirra séu lítil sem engin. Einnig að leigusalar haldi áfram að leigja út íbúðina, eftir að fyrri leigjendur segja upp leigunni vegna vandans, án þess að bregðast við sveppnum eða láta nýja leigjendur vita af honum. Fréttablaðið hefur talað við nokkra leigjendur sem hafa þessa sögu að segja og eru hluti af fimm hundruð manna hópi þolenda myglusvepps á Facebook. Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, staðfestir að þessi staða leigjenda sé mjög algeng og að hann hafi margar dæmisögur á borði sínu. Hann segir vissulega standa í leigulögum að leiguíbúðir skuli vera í góðu ástandi en að það skorti allt eftirlit. „Leigjendur eiga að geta leitað til byggingafulltrúa viðkomandi sveitarfélags eða heilbrigðiseftirlitsins en það hefur verið mikil tregða þar til að koma og taka út íbúðir. Menn hafa vísað þessu frá sér og bent á meindýraeyði.“Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri LeigjendasamtakannaEf húsnæðið er dæmt óíbúðarhæft eða tafarlausra úrbóta krafist af eftirlitinu þá skal leigusali skaffa leigutaka sambærilegt húsnæði á meðan úrbótum stendur. „Það er mjög sjaldgæft að þetta fari þann veg,“ segir Hólmsteinn. „Þar af leiðandi er leigutaki réttindalaus og þarf að yfirgefa íbúðina, oft með þriggja mánaða uppsagnarfresti þrátt fyrir að alvarleg veikindi hrjái hann vegna íbúðarinnar. Mörg dæmi eru um að leigusali sparsli svo veggi, pússi og máli og leigi næstu manneskju án þess að láta vita af myglusveppnum.“ Hólmsteinn segir að eftirlit þyrfti að vera reglugerðarbundið og úttektarskylda á íbúðum í útleigu. „Við höfum talað fyrir því í mörg ár. Það vantar leiguvakt sem myndi sinna þessu hlutverki – sem kæmi málum í farveg og gæt fylgst með ástandi leigumarkaðarins.“ Ekki eru margir sem höfða einkamál vegna þessara mála enda kostar það háar fjárhæðir. Hólmsteinn segir vanta opinbert vald sem hægt væri að leita til. „Það er hægt að leita til kærunefndar húsnæðismála en í svona sveppamálum er sönnunarbyrðin ansi stór og dýrt að kalla til sérfræðinga. Jafnvel þótt niðurstaðan yrði jákvæð fyrir leigutaka þá er það ekki bindandi álit.“ Hólmsteinn segir þetta afar útbreitt vandamál á Íslandi og ef sömu kröfur giltu hér og í Noregi og Svíþjóð til að mynda þá þyrfti að loka um það bil þriðjungi leigumarkaðarins. „Heilsufarslega er þetta gríðarlega alvarlegt mál en það er einhver afneitun í gangi. Hér á landi hefur aldrei þótt tiltökumál þótt það sé fúkkalykt í húsnæði en staðreyndin er sú að fúkkalykt er ávísun á að það sé raki einhvers staðar.“
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira