Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2015 07:00 Að meðaltali hringir einn leigjandi á dag í Leigjendasamtökin vegna vandamála með svepp og raka. vísir/andri marinó Gerði Harðardóttur var eindregið ráðlagt að leigja út íbúð sína eða selja hana, jafnvel án þess að taka fram að í henni hefði verið heilsuspillandi myglusveppur. Hún segir að reynsla hennar sýni vel að myglusveppur og veikindi vegna hans séu ekki tekin nógu alvarlega og óskar eftir yfirvegaðri og málefnalegri umræðu.Í Fréttablaðinu á föstudag var fjallað um leigutaka sem lenda í vandræðum vegna myglusvepps og leigusala sem segja ekki frá sveppnum við útleigu. Atvikin eru fjölmörg og segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, um það bil eitt símtal koma á dag vegna svepps, raka og heilsufarsvandamála vegna bágs ástands á leiguhúsnæði. „Varlega áætlað hafa um hundrað mál komið upp frá áramótum og um einn af hverjum tíu bregst við og stendur á rétti sínum,“ segir Hólmsteinn. Reynsla Gerðar sýnir málin frá hlið leigusalans en hún þurfti að flytja út úr íbúð sinni vegna alvarlegra veikinda af völdum myglusvepps. Í kjölfar þess kom það Gerði á óvart hve lítil þekking er á þessum málum, en henni var ítrekað ráðlagt að leigja íbúðina út, þótt ekki væri búið að fastákveða framkvæmdir við sameignina, hvað þá ljúka þeim, en hún segir algjört grunnatriði að koma í veg fyrir upptök raka og myglu ef ekki eigi illa að fara.Hólmsteinn Brekkan„Jafnvel þótt það sé ekki sjálfgefið að maður veikist í húsnæði með myglusvepp þá gat ég ekki hugsað mér að setja heilsu og innbú fólks í hættu,“ segir Gerður. Íbúðin fór ekki í leigu fyrr en búið var að brjóta úr veggjum, hreinsa og framkvæmdir komnar langt á veg og hún var fullvissuð um það af fagaðilum að það væri óhætt. Gerður segir mörgum hafa fundist sjálfsagt að hún seldi eða leigði íbúðina út, án þess að láta væntanlega íbúa vita um að þar hefðu komið upp vandamál tengd raka og myglu.Gerður Harðardóttir, leigusali„Það kom bara aldrei nokkurn tímann til greina af minni hálfu að vera ekki hreinskilin varðandi þetta við mína leigjendur, ef eitthvað var þótti ég ofursamviskusöm varðandi þetta atriði. Ég lét setja sérstakt ákvæði í leigusamninginn en þar segir: Ef leigjendur finna fyrir heilsutengdum óþægindum í íbúðinni verður aðeins um mánaðar uppsagnarfrest að ræða. Mér er sagt að þetta sé nær algjört einsdæmi meðal leigusala en ég vil benda á þennan möguleika. Ég held að það hljóti að vera farsælast fyrir alla að lokum. Maður vill að fasteignin sín sé í lagi, þetta er aleiga manns,“ segir Gerður og bendir líka á að leigusala beri að halda húsnæðinu í íbúðarhæfu ástandi samkvæmt lögum. Ef leigusalar bregðast þeirri skyldu geta þeir fengið á sig málsókn og verið bótaskyldir. Tengdar fréttir Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Gerði Harðardóttur var eindregið ráðlagt að leigja út íbúð sína eða selja hana, jafnvel án þess að taka fram að í henni hefði verið heilsuspillandi myglusveppur. Hún segir að reynsla hennar sýni vel að myglusveppur og veikindi vegna hans séu ekki tekin nógu alvarlega og óskar eftir yfirvegaðri og málefnalegri umræðu.Í Fréttablaðinu á föstudag var fjallað um leigutaka sem lenda í vandræðum vegna myglusvepps og leigusala sem segja ekki frá sveppnum við útleigu. Atvikin eru fjölmörg og segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, um það bil eitt símtal koma á dag vegna svepps, raka og heilsufarsvandamála vegna bágs ástands á leiguhúsnæði. „Varlega áætlað hafa um hundrað mál komið upp frá áramótum og um einn af hverjum tíu bregst við og stendur á rétti sínum,“ segir Hólmsteinn. Reynsla Gerðar sýnir málin frá hlið leigusalans en hún þurfti að flytja út úr íbúð sinni vegna alvarlegra veikinda af völdum myglusvepps. Í kjölfar þess kom það Gerði á óvart hve lítil þekking er á þessum málum, en henni var ítrekað ráðlagt að leigja íbúðina út, þótt ekki væri búið að fastákveða framkvæmdir við sameignina, hvað þá ljúka þeim, en hún segir algjört grunnatriði að koma í veg fyrir upptök raka og myglu ef ekki eigi illa að fara.Hólmsteinn Brekkan„Jafnvel þótt það sé ekki sjálfgefið að maður veikist í húsnæði með myglusvepp þá gat ég ekki hugsað mér að setja heilsu og innbú fólks í hættu,“ segir Gerður. Íbúðin fór ekki í leigu fyrr en búið var að brjóta úr veggjum, hreinsa og framkvæmdir komnar langt á veg og hún var fullvissuð um það af fagaðilum að það væri óhætt. Gerður segir mörgum hafa fundist sjálfsagt að hún seldi eða leigði íbúðina út, án þess að láta væntanlega íbúa vita um að þar hefðu komið upp vandamál tengd raka og myglu.Gerður Harðardóttir, leigusali„Það kom bara aldrei nokkurn tímann til greina af minni hálfu að vera ekki hreinskilin varðandi þetta við mína leigjendur, ef eitthvað var þótti ég ofursamviskusöm varðandi þetta atriði. Ég lét setja sérstakt ákvæði í leigusamninginn en þar segir: Ef leigjendur finna fyrir heilsutengdum óþægindum í íbúðinni verður aðeins um mánaðar uppsagnarfrest að ræða. Mér er sagt að þetta sé nær algjört einsdæmi meðal leigusala en ég vil benda á þennan möguleika. Ég held að það hljóti að vera farsælast fyrir alla að lokum. Maður vill að fasteignin sín sé í lagi, þetta er aleiga manns,“ segir Gerður og bendir líka á að leigusala beri að halda húsnæðinu í íbúðarhæfu ástandi samkvæmt lögum. Ef leigusalar bregðast þeirri skyldu geta þeir fengið á sig málsókn og verið bótaskyldir.
Tengdar fréttir Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði ákærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00