Kraftakappinn Hafþór Júlíus Björnsson leikur glímukappa í nýju myndbandi við lag eftir tónlistarmanninn Ólaf Arnalds sem ber titilinn Reminiscence. Þormóður Jónsson, júdókappi, fer einnig með hlutverk í myndbandinu sem Magnús Leifsson leikstýrir og Þorsteinn Magnússon framleiðir.
Lagið Reminiscence er á nýrri plötu með Ólafi Arnalds og píanóleikarnum Alice Sara Ott þar sem þau endurútsetja lög eftir pólska tónskáldið Frédéric Chopin. Myndbandið verður frumsýnt í dag og verður ítarlega fjallað um það á Vísi.
Uppfært: Ranglega var farið með nafn Þormóðs í upphaflegu fréttinni sem birtist í Fréttablaðinu. Hún hefur verið leiðrétt hér.
Hafþór Júlíus leikur glímukappa í myndbandi
Kjartan Atli Kjartansson skrifar
