Mældu stærsta sandstorm á jörðinni uppi á Skógaheiði Svavar Hávarðsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Eftir gosið. Gróskumikil vistkerfi með hávöxnum skógi þola betur áföll og draga úr neikvæðum áhrifum gjóskufalls. fréttablaðið/vilhelm Aftakaveður á heiðum í nágrenni Eyjafjallajökuls dagana 14. og 15. september 2010 er talið hafa valdið mestu efnisflutningum og landrofi sem mælst hefur á jörðinni nokkru sinni. Sandfok í kjölfar eldgosa getur haft jafn mikil eða jafnvel meiri umhverfisáhrif en verða við öskufall í sjálfum eldsumbrotunum. Niðurstöður þessara mælinga Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskóla Íslands á gjóskufoki í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli 2010 voru birtar í ritinu Scientific Reports sem gefið er út af Nature. Jóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu Íslands og einn rannsakenda, segir að vorið 2010 haf verið sett upp mælitæki á Skógaheiði til að fylgjast með áhrifum gjósku frá eldgosinu í Eyjafjallajökli á gróður og land. Magn gosefna var enn í hámarki á svæðinu, og svara átti spurningum um hversu hratt gosefnin fara, hvert og hvernig. Slíkar mælingar höfðu aldrei verið gerðar hér á landi áður. Jóhann segir tilviljun hafa ráðið að mælitækin voru komin upp þegar norðaustan illviðri gekk yfir landið, og rannsóknin sérstök að því leyti að í eyðimörkum og víðar þar sem sandfok er mælt hafa ekki mælst meiri efnisflutningar. Þegar spurt er um magn efnis sem var á ferðinni á Skógaheiði segir Jóhann ómögulegt að gefa sér heildartöluna, en það hljóti að vera mælt í milljónum og aftur milljónum tonna. Ein mælieining liggur þó fyrir. Massi efnis sem fýkur yfir eins metra breitt snið var mældur. Mælingarnar sýndu að allt að 12 tonn af efni fuku yfir eins metra breitt svæði – á aðeins einum klukkutíma. „Svo verður að hugsa um þetta í stærra samhengi; öll Skógaheiðin er undir og stór landsvæði þar í kring. En sem betur fór stóð vindáttin þannig að efnið fauk allt til hafs og það kom á óvart að innan árs var allt gosefni á þessu svæði farið,“ segir Jóhann og bætir við að þegar komið var upp á Skógaheiði eftir að veðrinu slotaði gljáði á steina sem höfðu í orðsins fyllstu merkingu verið sandblásnir, en gróður var jafnframt mjög illa farinn. „Það voru dæmi um að 75 prósent af gróðurþekjunni á svæðinu rifna upp og fjúka burt með sandinum. Það er líka öruggt að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist á Íslandi, og stórir atburðir þegar rof var mikið, ekki síst á 18. og 19. öld í Rangárvallasýslu og víðar, eiga sér svipaða undirrót. Þá var það Hekla sem átti upptökin,“ segir Jóhann. Niðurstöður mælinganna á Skógaheiði draga athyglina að því hvernig draga má úr skaðsemi eldgosa með markvissri uppbyggingu vistkerfa á eldvirkum svæðum. Gjóskustormar geta valdið skaða löngu eftir að eldgosi lýkur og mikilvægt er að öflug vistkerfi séu til staðar til að draga úr langvinnum áhrifum öskustorma.Niðurstöður mælinganna voru birtar í greininni: Ólafur Arnalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Jóhann Þórsson, Pavla Dagsson Waldhauserova og Anna María Ágústsdóttir: An extreme wind erosion event of the fresh Eyjafjallajökull 2010 volcanic ash. Scientific Reports; Nature. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Aftakaveður á heiðum í nágrenni Eyjafjallajökuls dagana 14. og 15. september 2010 er talið hafa valdið mestu efnisflutningum og landrofi sem mælst hefur á jörðinni nokkru sinni. Sandfok í kjölfar eldgosa getur haft jafn mikil eða jafnvel meiri umhverfisáhrif en verða við öskufall í sjálfum eldsumbrotunum. Niðurstöður þessara mælinga Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskóla Íslands á gjóskufoki í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli 2010 voru birtar í ritinu Scientific Reports sem gefið er út af Nature. Jóhann Þórsson, sérfræðingur hjá Landgræðslu Íslands og einn rannsakenda, segir að vorið 2010 haf verið sett upp mælitæki á Skógaheiði til að fylgjast með áhrifum gjósku frá eldgosinu í Eyjafjallajökli á gróður og land. Magn gosefna var enn í hámarki á svæðinu, og svara átti spurningum um hversu hratt gosefnin fara, hvert og hvernig. Slíkar mælingar höfðu aldrei verið gerðar hér á landi áður. Jóhann segir tilviljun hafa ráðið að mælitækin voru komin upp þegar norðaustan illviðri gekk yfir landið, og rannsóknin sérstök að því leyti að í eyðimörkum og víðar þar sem sandfok er mælt hafa ekki mælst meiri efnisflutningar. Þegar spurt er um magn efnis sem var á ferðinni á Skógaheiði segir Jóhann ómögulegt að gefa sér heildartöluna, en það hljóti að vera mælt í milljónum og aftur milljónum tonna. Ein mælieining liggur þó fyrir. Massi efnis sem fýkur yfir eins metra breitt snið var mældur. Mælingarnar sýndu að allt að 12 tonn af efni fuku yfir eins metra breitt svæði – á aðeins einum klukkutíma. „Svo verður að hugsa um þetta í stærra samhengi; öll Skógaheiðin er undir og stór landsvæði þar í kring. En sem betur fór stóð vindáttin þannig að efnið fauk allt til hafs og það kom á óvart að innan árs var allt gosefni á þessu svæði farið,“ segir Jóhann og bætir við að þegar komið var upp á Skógaheiði eftir að veðrinu slotaði gljáði á steina sem höfðu í orðsins fyllstu merkingu verið sandblásnir, en gróður var jafnframt mjög illa farinn. „Það voru dæmi um að 75 prósent af gróðurþekjunni á svæðinu rifna upp og fjúka burt með sandinum. Það er líka öruggt að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist á Íslandi, og stórir atburðir þegar rof var mikið, ekki síst á 18. og 19. öld í Rangárvallasýslu og víðar, eiga sér svipaða undirrót. Þá var það Hekla sem átti upptökin,“ segir Jóhann. Niðurstöður mælinganna á Skógaheiði draga athyglina að því hvernig draga má úr skaðsemi eldgosa með markvissri uppbyggingu vistkerfa á eldvirkum svæðum. Gjóskustormar geta valdið skaða löngu eftir að eldgosi lýkur og mikilvægt er að öflug vistkerfi séu til staðar til að draga úr langvinnum áhrifum öskustorma.Niðurstöður mælinganna voru birtar í greininni: Ólafur Arnalds, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Jóhann Þórsson, Pavla Dagsson Waldhauserova og Anna María Ágústsdóttir: An extreme wind erosion event of the fresh Eyjafjallajökull 2010 volcanic ash. Scientific Reports; Nature.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira