Bjarni Ben: Tvær leiðir til að horfa á ástandið í stjórnmálum Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 4. júlí 2015 10:00 Bjarni Benediktsson Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Bjarni segir fólk oft spyrja sig hvort hann sé ekki súr yfir því að mælast með fylgi undir 30 prósentum. „Ég hef farið í gegnum tvær kosningar undir 30 prósentunum. Auðvitað vil ég vera yfir og ég trui því að í næstu kosningum eigum við alla möguleika á að fara vel yfir 30 prósent. Þá er ég bara horfa til þess hvernig okkur er að takast til við að leiða fram okkar stefnumál.“ Bjarni segir tvær leiðir til þess að horfa á ástandið í stjórnmálunum. „Það er annars vegar hægt að segja, Þetta er hræðilegt, við höfum ekki náð okkur á strik. Fylgið er allt einhvers staðar annars staðar og á röngum stað. Svo er hægt að líta þannig á að fylgið sé á mikilli hreyingu og að í því felist gríðarleg tækifæri. Það þýðir að fólk er ekki ákveðið, fólk er að hlusta, það er að spyrja sig, hvar á ég heima?“ Hann segir flokkakerfið ekki úrelt í sínum huga. En þarf að gera breytingar til þess að hleypa að meira beinu lýðræði? „Já. En það mun fara vel með og samhliða fulltrúalýðræðinu. Til þess að vera með öflugt fulltrúalýðræði þá tel ég að við þurfum að hafa öfluga stjórnmálaflokka. Það skiptir máli að fólk viti hvað það er að kjósa og fyrir hvað sem þeir ætla að kjósa, standa, þannig mér finnst flokkakerfið alls ekki vera úrelt.“ Bjarni sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudag að hann vildi ljúka þeim þætti stjórnarskrár er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvernig á að vera hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu? „Það þyrfti að koma fram mjög sterk krafa frá fólkinu í landinu um að eiga síðasta orðið. Það gæti verið 20-25% kosningabærra manna kallaði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þá segi ég að það sé komin mjög sterk krafa. Það verður að vera annað hvort hár þröskuldur fyrir því að lög fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er ég að meina að mjög áberandi stór hluti kjósenda að kalla eftir því eða við verðum að leysa það með þátttökuþröskuldum." Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu, en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Í viðtalinu segist Bjarni oft hafa verið ranglega stimplaður. Hann ræðir samstarfið við Framsóknarflokkinn, kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, samband sitt við Davíð Oddsson og drauminn um að ferðast og taka ljósmyndir. Bjarni segir fólk oft spyrja sig hvort hann sé ekki súr yfir því að mælast með fylgi undir 30 prósentum. „Ég hef farið í gegnum tvær kosningar undir 30 prósentunum. Auðvitað vil ég vera yfir og ég trui því að í næstu kosningum eigum við alla möguleika á að fara vel yfir 30 prósent. Þá er ég bara horfa til þess hvernig okkur er að takast til við að leiða fram okkar stefnumál.“ Bjarni segir tvær leiðir til þess að horfa á ástandið í stjórnmálunum. „Það er annars vegar hægt að segja, Þetta er hræðilegt, við höfum ekki náð okkur á strik. Fylgið er allt einhvers staðar annars staðar og á röngum stað. Svo er hægt að líta þannig á að fylgið sé á mikilli hreyingu og að í því felist gríðarleg tækifæri. Það þýðir að fólk er ekki ákveðið, fólk er að hlusta, það er að spyrja sig, hvar á ég heima?“ Hann segir flokkakerfið ekki úrelt í sínum huga. En þarf að gera breytingar til þess að hleypa að meira beinu lýðræði? „Já. En það mun fara vel með og samhliða fulltrúalýðræðinu. Til þess að vera með öflugt fulltrúalýðræði þá tel ég að við þurfum að hafa öfluga stjórnmálaflokka. Það skiptir máli að fólk viti hvað það er að kjósa og fyrir hvað sem þeir ætla að kjósa, standa, þannig mér finnst flokkakerfið alls ekki vera úrelt.“ Bjarni sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudag að hann vildi ljúka þeim þætti stjórnarskrár er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvernig á að vera hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu? „Það þyrfti að koma fram mjög sterk krafa frá fólkinu í landinu um að eiga síðasta orðið. Það gæti verið 20-25% kosningabærra manna kallaði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þá segi ég að það sé komin mjög sterk krafa. Það verður að vera annað hvort hár þröskuldur fyrir því að lög fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er ég að meina að mjög áberandi stór hluti kjósenda að kalla eftir því eða við verðum að leysa það með þátttökuþröskuldum."
Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira