Suður-Ameríka vill aðstoð í útflutningi Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. ágúst 2015 08:00 Sigtryggur Baldursson framkvæmdarstjóri Útón segir bréfið vera mikla viðurkenningu fyrir störf Útón. Vísir/GVA Mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu sendi á dögunum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar eða Útón bréf þar sem ráðið óskar eftir ráðleggingum frá Útón. „Þetta var svolítið skondið því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem við erum að gera. Þeir vilja að við komum og veitum ráðgjöf og miðlum reynslu okkar í uppbyggingu á tónlistarskrifstofu. Það er pínu fyndið því okkar skrifstofa er pínulítil miðað við til dæmis norrænu tónlistarskrifstofurnar. Við höfum einhvern veginn meiri sýnileika á netinu og fólk er að taka vel eftir því sem við erum að gera,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón. Í bréfinu segir að mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu hafi fylgst grannt með gangi mála í íslenskum tónlistarútflutningi og telja þeir Útón vera eina öflugustu tónlistarútflutningsskrifstofu í Evrópu. Ráðið vill fá ráðleggingar og að Útón miðli þekkingu sinni og reynslu í útflutningi tónlistar.HLjómsveitin Of Monsters and Men er dæmi um hljómsveiti sem hefur heldur betur slegið í gegn á erlendri grundu.Mynd/MeredithTruax„Þetta er að verða rosalega mikilvæg grein á Íslandi. Við erum að berjast fyrir því að fá í gang rannsóknarmiðstöð skapandi greina, sem er í raun til í Háskóla Íslands, en viljum fá miðstöðina virkjaða með eins og einum starfsmanni svo við getum séð hvað greinin er að velta,“ útskýrir Sigtryggur. „Það er 1,6 milljarða króna velta af Airwaves-hátíðinni, sem er ein tónlistarhátíð sem fer fram á einni viku. Við erum að tala um að velta af tónleikum íslenskra tónlistarmanna erlendis sé einhvers staðar á bilinu fimm til tíu milljarðar, þannig að þetta er að sjálfsögðu mikilvæg grein,“ bætir Sigtryggur við. Ráðið vill að Sigtryggur ausi af sínum visku- og reynslubrunni og hefur boðið honum á ráðstefnu í Kólumbíu sem fram fer í október. „Mig hefur alltaf langað til þess að fara til Suður-Ameríku og ég ætla að þiggja boðið ef þetta passar inn í skipulagið hjá okkur. Ég er að fara í samnorræna viðskiptaferð til New York til að skoða mögulegt samstarf í byrjun október og svo er CMJ showcase fyrir íslenska tónlistarmenn einnig í New York í sama mánuði en vonandi smellur þetta og ég kemst út.“ Hópur af fólki í tónlist og viðskiptum í Chile er einnig að reyna að búa til sams konar skrifstofu þar í landi. „Það voru aðilar í Chile sem sendu okkur bréf á svipuðum tíma og von um ráðleggingar og aðstoð á sama sviði. Það er auðvitað smá montprik að vera beðinn um svona og að það sé frekar haft samband við okkur en ekki þessar stærri skrifstofur á Norðurlöndunum,“ segir Sigtryggur. Tónlist Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu sendi á dögunum Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar eða Útón bréf þar sem ráðið óskar eftir ráðleggingum frá Útón. „Þetta var svolítið skondið því þetta er ákveðin viðurkenning á því sem við erum að gera. Þeir vilja að við komum og veitum ráðgjöf og miðlum reynslu okkar í uppbyggingu á tónlistarskrifstofu. Það er pínu fyndið því okkar skrifstofa er pínulítil miðað við til dæmis norrænu tónlistarskrifstofurnar. Við höfum einhvern veginn meiri sýnileika á netinu og fólk er að taka vel eftir því sem við erum að gera,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útón. Í bréfinu segir að mennta- og menningarmálaráð Kólumbíu hafi fylgst grannt með gangi mála í íslenskum tónlistarútflutningi og telja þeir Útón vera eina öflugustu tónlistarútflutningsskrifstofu í Evrópu. Ráðið vill fá ráðleggingar og að Útón miðli þekkingu sinni og reynslu í útflutningi tónlistar.HLjómsveitin Of Monsters and Men er dæmi um hljómsveiti sem hefur heldur betur slegið í gegn á erlendri grundu.Mynd/MeredithTruax„Þetta er að verða rosalega mikilvæg grein á Íslandi. Við erum að berjast fyrir því að fá í gang rannsóknarmiðstöð skapandi greina, sem er í raun til í Háskóla Íslands, en viljum fá miðstöðina virkjaða með eins og einum starfsmanni svo við getum séð hvað greinin er að velta,“ útskýrir Sigtryggur. „Það er 1,6 milljarða króna velta af Airwaves-hátíðinni, sem er ein tónlistarhátíð sem fer fram á einni viku. Við erum að tala um að velta af tónleikum íslenskra tónlistarmanna erlendis sé einhvers staðar á bilinu fimm til tíu milljarðar, þannig að þetta er að sjálfsögðu mikilvæg grein,“ bætir Sigtryggur við. Ráðið vill að Sigtryggur ausi af sínum visku- og reynslubrunni og hefur boðið honum á ráðstefnu í Kólumbíu sem fram fer í október. „Mig hefur alltaf langað til þess að fara til Suður-Ameríku og ég ætla að þiggja boðið ef þetta passar inn í skipulagið hjá okkur. Ég er að fara í samnorræna viðskiptaferð til New York til að skoða mögulegt samstarf í byrjun október og svo er CMJ showcase fyrir íslenska tónlistarmenn einnig í New York í sama mánuði en vonandi smellur þetta og ég kemst út.“ Hópur af fólki í tónlist og viðskiptum í Chile er einnig að reyna að búa til sams konar skrifstofu þar í landi. „Það voru aðilar í Chile sem sendu okkur bréf á svipuðum tíma og von um ráðleggingar og aðstoð á sama sviði. Það er auðvitað smá montprik að vera beðinn um svona og að það sé frekar haft samband við okkur en ekki þessar stærri skrifstofur á Norðurlöndunum,“ segir Sigtryggur.
Tónlist Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira