RÚV vinnur að stofnun Rásar 3 Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2015 13:30 Samkvæmt heimildum er stefnt að fyrstu útsendingu Rásar 3 í júní næstkomandi. Vísir/GVA Ríkisútvarpið hyggur á útsendingar á nýrri útvarpsstöð. Stöðin mun nefnast Rás 3 en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær útsendingar á henni hefjast. Fyrirhugað er að stöðin verði á stafrænu formi, þ.e. verði ekki á bylgjulengd heldur aðgengileg í gegnum app og á vefsíðu RÚV. Rætt hefur verið um stofnun þessarar stöðvar í nokkur ár og að hún yrði ætluð yngra fólki. Til að mynda sagði Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, í viðtali við DV fyrir fjórum árum að stofnun Rásar 3 væri sanngirnismál gagnvart ungu fólki. Sér í lagi þegar litið er til þess að meðalhlustandi Rásar 1 og 2 er kominn yfir miðjan aldur. Sagði Ólafur Páll að þeir sem eru átján ára og eldri og hafa tekjur fjármagni RÚV í gegnum nefskatt, því væri það ekki annað en réttlátt að sá hópur fengi sína útvarpsstöð. Nefnd á vegum RÚV hefur undanfarið unnið að mótun Rásar 3 en Ólafur Páll er ekki í henni. Samhliða stofnun Rásar 3 vinnur RÚV einnig að stofnun stöðvar sem er sögð eiga að bera heitið Klassík.Fjárhagserfiðleikar RÚV í deiglunni Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá hvernig Rás 3 verður en það vekur athygli að unnið sé að slíkri stöð í ljósi mikils niðurskurðar sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. Hins vegar hefur verið unnið töluvert í vandanum undanfarið og gerðu RÚV og Reykjavíkurborg til að mynda samning sín á milli í janúar síðastliðnum um leigu á hluta Útvarpshússins í Efstaleiti. Mun borgin starfrækja þar þjónustumiðstöð fyrir Laugardals- og Háaleitishverfin. Leigusamningurinn er til 15 ára og munu tekjur RÚV af honum nema 882 milljónum króna á samningstímanum. Þá samþykkti einnig Alþingi við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 að útvarpsgjaldið myndi renna óskert til Ríkisútvarpsins, þó með þeim skilyrðum að það yrði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur. Voru boðaðar enn frekari lækkanir á útvarpsgjaldinu fyrir árið 2016 en Morgunblaðið greindi frá því fyrir skemmstu að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði greint þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá þeim áformum sínum að falla frá lækkuninni fyrir árið 2016. Nýverið var stofnuð þriggja manna nefnd sem er ætlað að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins þann 1. apríl 2007. Nefndina leiðir Eyþór Arnalds og er ætlunin að skoða og varpa ljósi á ástæður þess alvarlega rekstrarvanda sem Ríkisútvarpið glímir nú við.Uppfært klukkan 16:06Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Ríkisútvarpið myndi hefja útsendingar á Rás 3 í sumar. Ingólfur Bjarni Sigfússon, yfirmaður nýmiðla hjá RÚV, segir hins vegar engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um Rás 3, hvort hún verði að veruleika eða þá hvenær hún fari í loftið.Frank Þórir Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, staðfestir í samtali við Vísi að hópur hafi verið settur saman að frumkvæði útvarpsstjóra, dagskrárstjóra og nýmiðlastjóra fyrir um mánuði meðal annars til að ræða Rás 3 og möguleika slíkrar stöðvar. Hópurinn, sem Frank er hluti af, hafi fundað einu sinni og ekki liggi fyrir tímasetning næsta fundar.Matthías Már Magnússon, betur þekktur sem Matti í Popplandi, átti einnig sæti í hópnum. Aðspurður um málefni Rásar 3 vísaði hann á Ingólf Bjarna. Honum hefði verið tilkynnt að Ingólfur Bjarni væri sá sem ætti að tjá sig um Rás 3. Alþingi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Ríkisútvarpið hyggur á útsendingar á nýrri útvarpsstöð. Stöðin mun nefnast Rás 3 en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær útsendingar á henni hefjast. Fyrirhugað er að stöðin verði á stafrænu formi, þ.e. verði ekki á bylgjulengd heldur aðgengileg í gegnum app og á vefsíðu RÚV. Rætt hefur verið um stofnun þessarar stöðvar í nokkur ár og að hún yrði ætluð yngra fólki. Til að mynda sagði Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, í viðtali við DV fyrir fjórum árum að stofnun Rásar 3 væri sanngirnismál gagnvart ungu fólki. Sér í lagi þegar litið er til þess að meðalhlustandi Rásar 1 og 2 er kominn yfir miðjan aldur. Sagði Ólafur Páll að þeir sem eru átján ára og eldri og hafa tekjur fjármagni RÚV í gegnum nefskatt, því væri það ekki annað en réttlátt að sá hópur fengi sína útvarpsstöð. Nefnd á vegum RÚV hefur undanfarið unnið að mótun Rásar 3 en Ólafur Páll er ekki í henni. Samhliða stofnun Rásar 3 vinnur RÚV einnig að stofnun stöðvar sem er sögð eiga að bera heitið Klassík.Fjárhagserfiðleikar RÚV í deiglunni Það verður óneitanlega forvitnilegt að sjá hvernig Rás 3 verður en það vekur athygli að unnið sé að slíkri stöð í ljósi mikils niðurskurðar sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. Hins vegar hefur verið unnið töluvert í vandanum undanfarið og gerðu RÚV og Reykjavíkurborg til að mynda samning sín á milli í janúar síðastliðnum um leigu á hluta Útvarpshússins í Efstaleiti. Mun borgin starfrækja þar þjónustumiðstöð fyrir Laugardals- og Háaleitishverfin. Leigusamningurinn er til 15 ára og munu tekjur RÚV af honum nema 882 milljónum króna á samningstímanum. Þá samþykkti einnig Alþingi við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 að útvarpsgjaldið myndi renna óskert til Ríkisútvarpsins, þó með þeim skilyrðum að það yrði lækkað úr 19.400 krónum í 17.800 krónur. Voru boðaðar enn frekari lækkanir á útvarpsgjaldinu fyrir árið 2016 en Morgunblaðið greindi frá því fyrir skemmstu að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefði greint þingflokki Sjálfstæðisflokksins frá þeim áformum sínum að falla frá lækkuninni fyrir árið 2016. Nýverið var stofnuð þriggja manna nefnd sem er ætlað að skoða og greina rekstur Ríkisútvarpsins ohf. frá stofnun félagsins þann 1. apríl 2007. Nefndina leiðir Eyþór Arnalds og er ætlunin að skoða og varpa ljósi á ástæður þess alvarlega rekstrarvanda sem Ríkisútvarpið glímir nú við.Uppfært klukkan 16:06Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar stóð að Ríkisútvarpið myndi hefja útsendingar á Rás 3 í sumar. Ingólfur Bjarni Sigfússon, yfirmaður nýmiðla hjá RÚV, segir hins vegar engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um Rás 3, hvort hún verði að veruleika eða þá hvenær hún fari í loftið.Frank Þórir Hall, dagskrárstjóri Rásar 2, staðfestir í samtali við Vísi að hópur hafi verið settur saman að frumkvæði útvarpsstjóra, dagskrárstjóra og nýmiðlastjóra fyrir um mánuði meðal annars til að ræða Rás 3 og möguleika slíkrar stöðvar. Hópurinn, sem Frank er hluti af, hafi fundað einu sinni og ekki liggi fyrir tímasetning næsta fundar.Matthías Már Magnússon, betur þekktur sem Matti í Popplandi, átti einnig sæti í hópnum. Aðspurður um málefni Rásar 3 vísaði hann á Ingólf Bjarna. Honum hefði verið tilkynnt að Ingólfur Bjarni væri sá sem ætti að tjá sig um Rás 3.
Alþingi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira