Íslandskortið fjarlægt úr Tjarnarsal Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. maí 2015 10:42 Nú er ekkert kort heldur skilti sem á stendur: "No map sorry.“ Vísir/Stefán Íslandskortið eða Íslandslíkanið í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið fjarlægt af sínum vanalega stað en samkvæmt upplýsingum frá húsverði er von á því aftur í lok maí. Það mun þá hafa verið í mánuð í „fríi“ eins og hann orðaði það. „Stjórn hússins starfar eftir þeirri meginreglu að Íslandslíkanið sé að jafnaði til sýnis í öðrum helmingi Tjarnarsalar og sýningar og aðrir viðburðir séu staðsettir í hinum hluta salarins. Í sérstökum tilvikum getur verið gerð undantekning frá þessari reglu,“ segir á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Tjarnarsalurinn sem hýsir vanalega kortið verður nýttur til hvers kyns viðburða á næstunni. Nú næst um helgina sýninguna Handverk og hönnun. Nú er því ekkert kort heldur einungis skilti sem á stendur: „No map sorry.“ Íslandskortið hefur verið í Ráðhúsinu síðan það var byggt árið 1992. Fjölmargir ferðamenn leggja leið sína í Ráðhúsið til þess að skoða það. Líkanið er smíðað á Modelverkstæði Reykjavíkurborgar samkvæmt upplýsingum af síðu borgarinnar. Að verkinu unnu fjórir smiðir, þeir Axel Helgason, Árni Hreiðar Árnason, Jónas Magnússon og Kristján Sigurðsson. Líkanið var síðan málað af Sigurði Pálssyni málarameistara. „Byrjað var að smíða líkanið í ársbyrjun 1985. Það er smíðað úr 1 mm þykkum pappa sem skorinn er út eftir hæðarlínunum á kortunum. Einstök pappaþynna stendur því fyrir hverja 20 hæðarmetra í landinu. Frá sjó og upp á topp Öræfajökuls eru því 106 þynnur í líkaninu. Þær eru límdar hver ofaná aðra með venjulegu trélími og heftar og negldar eftir þörfum. Pappablokkirnar eru festar á tréplötur sem skrúfaðar eru á álramma. Þegar Ráðhúsið opnaði árið 1992 var Íslandslíkanið tilbúið og komið fyrir í Tjarnarsal Ráðhúss og þar hefur það verið til sýnis allar götur síðan.“ Þetta kemur fram á síðu Reykjavíkurborgar þar sem fjallað er um Tjarnarsalinn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Íslandskortið eða Íslandslíkanið í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið fjarlægt af sínum vanalega stað en samkvæmt upplýsingum frá húsverði er von á því aftur í lok maí. Það mun þá hafa verið í mánuð í „fríi“ eins og hann orðaði það. „Stjórn hússins starfar eftir þeirri meginreglu að Íslandslíkanið sé að jafnaði til sýnis í öðrum helmingi Tjarnarsalar og sýningar og aðrir viðburðir séu staðsettir í hinum hluta salarins. Í sérstökum tilvikum getur verið gerð undantekning frá þessari reglu,“ segir á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Tjarnarsalurinn sem hýsir vanalega kortið verður nýttur til hvers kyns viðburða á næstunni. Nú næst um helgina sýninguna Handverk og hönnun. Nú er því ekkert kort heldur einungis skilti sem á stendur: „No map sorry.“ Íslandskortið hefur verið í Ráðhúsinu síðan það var byggt árið 1992. Fjölmargir ferðamenn leggja leið sína í Ráðhúsið til þess að skoða það. Líkanið er smíðað á Modelverkstæði Reykjavíkurborgar samkvæmt upplýsingum af síðu borgarinnar. Að verkinu unnu fjórir smiðir, þeir Axel Helgason, Árni Hreiðar Árnason, Jónas Magnússon og Kristján Sigurðsson. Líkanið var síðan málað af Sigurði Pálssyni málarameistara. „Byrjað var að smíða líkanið í ársbyrjun 1985. Það er smíðað úr 1 mm þykkum pappa sem skorinn er út eftir hæðarlínunum á kortunum. Einstök pappaþynna stendur því fyrir hverja 20 hæðarmetra í landinu. Frá sjó og upp á topp Öræfajökuls eru því 106 þynnur í líkaninu. Þær eru límdar hver ofaná aðra með venjulegu trélími og heftar og negldar eftir þörfum. Pappablokkirnar eru festar á tréplötur sem skrúfaðar eru á álramma. Þegar Ráðhúsið opnaði árið 1992 var Íslandslíkanið tilbúið og komið fyrir í Tjarnarsal Ráðhúss og þar hefur það verið til sýnis allar götur síðan.“ Þetta kemur fram á síðu Reykjavíkurborgar þar sem fjallað er um Tjarnarsalinn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira