Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að sækja örmagna ferðamann í Þjófadölum sem tilkynnt var um í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg mátu björgunarsveitir sem komu að manninum ástand hans þannig að engin skynsemi væri í að flytja hann landleiðina.
Þjófadalir eru á hálendinu, vestan við Hveravelli, og voru færð og aðstæður afar erfiðar. Tæki björgunarsveita festust ítrekað á leið að sækja manninn.
Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg lenti þyrlan um tólfleytið og er nú á leið með manninn á Landspítalann í Reykjavík.
Örmagna ferðamaðurinn sóttur með þyrlu

Tengdar fréttir

Björgunarsveitir sækja örmagna ferðamann á hálendið
Aðstæður sagðar með erfiðara móti.