Verður skráð sem móðir barna sinna eftir að ákvörðun Þjóðskrár Íslands var snúið Birgir Olgeirsson skrifar 2. júlí 2015 17:15 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Þjóðskrár Íslands um að synja konu um skráningu í þjóðskrá sem móður og forsjárforeldri barna sem hún og maðurinn hennar eignuðust með aðstoð staðgöngumóður. Parið hóf sambúð árið 2004 og gekk í hjúskap árið 2007. Fljótlega varð ljóst að þau myndu ekki geta eignast barn saman án sérhæfðrar læknishjálpar. Tilraunir þeirra með frjósemisaðgerða báru þó ekki árangur og var hætt haustið 2007. Reyndu þau að ættleiða börn frá Kína og Rússlandi en það gekk ekki eftir.Leituðu til bandarísks fyrirtækis Síðla árs 2011 leituðu þau til fyrirtækisins Circle Surragacy í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í staðgöngumæðrun. Fyrirtækið leiðir saman konur sem sótt hafa um að ganga með barn fyrir aðra og pör sem geta ekki átt barn saman. Kynntist parið þannig hjónum og tókst með þeim samkomulag um að síðarnefndu hjónin myndu hjálpa þeim fyrrnefndu að láta draum sinn um að eignast barn rætast. Fengin voru tvö egg frá ónafngreindum gjafa og þau frjóvguð með sæðisfrumum íslenska mannsins sama dag. Var fósturvísunum komið fyrir í móðurlífi staðgöngumóðurinnar hinn 23. ágúst þess árs á sjúkrahúsi í Idaho-fylki Bandaríkjanna. Með yfirlýsingu 25. þess mánaðar afsalaði staðgöngumóðirin sér öllum réttindum sem foreldri barnanna. Parið kom svo til Íslands með börnin 21. maí í fyrra. Níu dögum síðar var óskað eftir skráningu þeirra í Þjóðskrá og var vísað til þess að um væri að ræða skráningu Íslendinga sem fæddir væru erlendis.Þjóðskrá synjaði Þjóðskrá sagði ekki hægt að fallast á þessa skráningu að svo stöddu. Var vísað til þess að í sumum tilfellum hefði þjóðskrá ekki talið erlend fæðingarvottorð fullnægja kröfum Þjóðskrár, sér í lagi þegar börn væru fædd í ríkjum þar sem staðgöngumæðrun væri heimil. Kom fram að þau fæðingarvottorð sem stefnendur hefðu lagt fram staðfesti ekki á fullnægjandi hátt að konan hefði alið börnin. Var því óskað eftir frekari gögnum um að svo hefði verið, til dæmis staðfestingu á mæðraskoðun og eða öðrum gögnum frá heilbrigðisstofnun. Jafnframt var óskað eftir því að parið veitti skýringar á dvöl sinni í Bandaríkjunum þar sem börnin hefðu fæðst þar en parið er með lögheimili á Íslandi.Upplýstu um atvik að baki getnaði Parið upplýsti um atvik að baki getnaði og fæðingu barnanna og bentu á að bandarískur dómstóll hefði viðurkennt þau sem foreldra að lögum og rofið fjölskyldutengsl við staðgönguforeldrana. Var börnunum engu að síður synjað um skráningu í Þjóðskrá og var því borið við að þau fæddust í Bandaríkjunum af staðgöngumóður. Þar af leiðandi gæti ákvæði íslenskra barnalaga um feðrun og móðerni ekki átt við og hefur því ekki stofnast sjálfkrafa réttur til handa börnunum til íslensks ríkisfangs samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt.Fengu íslenskt ríkisfang hjá Alþingi Eftir að hafa fengið synjun ákvað parið að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Eftir að málið var höfða, 12. desember 2014, sóttu þau um íslenskt ríkisfang fyrir börnin sín til Alþingis. Fallist var á beiðni parsins og gaf Útlendingastofnun í framhaldinu út ríkisfangsbréf til barnanna og úthlutaði þeim kennitölum 7. janúar síðastliðinn. Þjóðskrá tilkynnti parinu þann 9. janúar síðastliðinn að hún hefði skráð íslenskt ríkisfang barnanna í Þjóðskrá. Jafnframt kunngerði stofnunin þá ákvörðun að skrá manninn sem föður og forsjáraðila barnanna. Sagði stofnunin að það væri mat stefndu að með fyrrgreindum dómi héraðsdóms Idaho-fylkis hefði faðerni barnanna verið breytt til samræmis við íslensk lög. Varðandi skráningu móðernis var það mat Þjóðskrár Íslands að ekki sé heimilt að taka niðurstöðu dómstólsins um breytingu á móðerni barnanna til skráningar þar sem samkvæmt íslenskum lögum er sú kona sem elur barn ávallt talin móðir þess og ekki sé hægt að breyta því með dómi. Var því konan sem gekk með börnin skráð sem móðir barnanna. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var því sú að Þjóðskrá Íslands hafi ekki verið heimilt að synja konunni um skráningu hennar sem móður barnanna. Lesa má dóminn í heild hér. Alþingi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Þjóðskrár Íslands um að synja konu um skráningu í þjóðskrá sem móður og forsjárforeldri barna sem hún og maðurinn hennar eignuðust með aðstoð staðgöngumóður. Parið hóf sambúð árið 2004 og gekk í hjúskap árið 2007. Fljótlega varð ljóst að þau myndu ekki geta eignast barn saman án sérhæfðrar læknishjálpar. Tilraunir þeirra með frjósemisaðgerða báru þó ekki árangur og var hætt haustið 2007. Reyndu þau að ættleiða börn frá Kína og Rússlandi en það gekk ekki eftir.Leituðu til bandarísks fyrirtækis Síðla árs 2011 leituðu þau til fyrirtækisins Circle Surragacy í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í staðgöngumæðrun. Fyrirtækið leiðir saman konur sem sótt hafa um að ganga með barn fyrir aðra og pör sem geta ekki átt barn saman. Kynntist parið þannig hjónum og tókst með þeim samkomulag um að síðarnefndu hjónin myndu hjálpa þeim fyrrnefndu að láta draum sinn um að eignast barn rætast. Fengin voru tvö egg frá ónafngreindum gjafa og þau frjóvguð með sæðisfrumum íslenska mannsins sama dag. Var fósturvísunum komið fyrir í móðurlífi staðgöngumóðurinnar hinn 23. ágúst þess árs á sjúkrahúsi í Idaho-fylki Bandaríkjanna. Með yfirlýsingu 25. þess mánaðar afsalaði staðgöngumóðirin sér öllum réttindum sem foreldri barnanna. Parið kom svo til Íslands með börnin 21. maí í fyrra. Níu dögum síðar var óskað eftir skráningu þeirra í Þjóðskrá og var vísað til þess að um væri að ræða skráningu Íslendinga sem fæddir væru erlendis.Þjóðskrá synjaði Þjóðskrá sagði ekki hægt að fallast á þessa skráningu að svo stöddu. Var vísað til þess að í sumum tilfellum hefði þjóðskrá ekki talið erlend fæðingarvottorð fullnægja kröfum Þjóðskrár, sér í lagi þegar börn væru fædd í ríkjum þar sem staðgöngumæðrun væri heimil. Kom fram að þau fæðingarvottorð sem stefnendur hefðu lagt fram staðfesti ekki á fullnægjandi hátt að konan hefði alið börnin. Var því óskað eftir frekari gögnum um að svo hefði verið, til dæmis staðfestingu á mæðraskoðun og eða öðrum gögnum frá heilbrigðisstofnun. Jafnframt var óskað eftir því að parið veitti skýringar á dvöl sinni í Bandaríkjunum þar sem börnin hefðu fæðst þar en parið er með lögheimili á Íslandi.Upplýstu um atvik að baki getnaði Parið upplýsti um atvik að baki getnaði og fæðingu barnanna og bentu á að bandarískur dómstóll hefði viðurkennt þau sem foreldra að lögum og rofið fjölskyldutengsl við staðgönguforeldrana. Var börnunum engu að síður synjað um skráningu í Þjóðskrá og var því borið við að þau fæddust í Bandaríkjunum af staðgöngumóður. Þar af leiðandi gæti ákvæði íslenskra barnalaga um feðrun og móðerni ekki átt við og hefur því ekki stofnast sjálfkrafa réttur til handa börnunum til íslensks ríkisfangs samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt.Fengu íslenskt ríkisfang hjá Alþingi Eftir að hafa fengið synjun ákvað parið að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Eftir að málið var höfða, 12. desember 2014, sóttu þau um íslenskt ríkisfang fyrir börnin sín til Alþingis. Fallist var á beiðni parsins og gaf Útlendingastofnun í framhaldinu út ríkisfangsbréf til barnanna og úthlutaði þeim kennitölum 7. janúar síðastliðinn. Þjóðskrá tilkynnti parinu þann 9. janúar síðastliðinn að hún hefði skráð íslenskt ríkisfang barnanna í Þjóðskrá. Jafnframt kunngerði stofnunin þá ákvörðun að skrá manninn sem föður og forsjáraðila barnanna. Sagði stofnunin að það væri mat stefndu að með fyrrgreindum dómi héraðsdóms Idaho-fylkis hefði faðerni barnanna verið breytt til samræmis við íslensk lög. Varðandi skráningu móðernis var það mat Þjóðskrár Íslands að ekki sé heimilt að taka niðurstöðu dómstólsins um breytingu á móðerni barnanna til skráningar þar sem samkvæmt íslenskum lögum er sú kona sem elur barn ávallt talin móðir þess og ekki sé hægt að breyta því með dómi. Var því konan sem gekk með börnin skráð sem móðir barnanna. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var því sú að Þjóðskrá Íslands hafi ekki verið heimilt að synja konunni um skráningu hennar sem móður barnanna. Lesa má dóminn í heild hér.
Alþingi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira