Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Snærós Sindradóttir skrifar 23. júlí 2015 07:00 Þórólfur Matthíasson „Þeir búa til kerfi sem er greinilega til þess ætlað að knýja þá á kné sem eru í samkeppni við MS,“ þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Ástæðan er ákvörðun Verðlagsnefndar búvara að heildsöluverð gerilsneyddar mjólkur í lausu máli, sem er ekki inn pökkuð, sé 105 krónur en mjólk í fernu kosti 121 krónu. Í grein í Fréttablaðinu í dag fullyrðir Þórólfur að mismunurinn dugi ekki fyrir innpökkunarkostnaði og því sé verið að ofrukka samkeppnisaðila MS, sem þurfa að eiga í viðskiptum við stórfyrirtækið.Ari Edwald„Þetta er opinber nefnd sem setur verðlag og þarna er hún að gera það skakkt. Þetta er bara til þess að þrýsta Ólafi út af markaðnum,“ segir Þórólfur og á þar við Ólaf M. Magnússon framkvæmdastjóra mjólkurbúsins Kú. Kú hefur kært verðlagshækkun nefndarinnar og segir að með ákvörðuninni sé Verðlagsnefnd búvara að leggja 17,44 prósenta samkeppnisskatt sem renni til MS. Hækkun á mjólkurafurðum um 3,58 prósent og á smjöri um 11,6 prósent hefur verið gríðarlega gagnrýnd síðan ákvörðunin var tekin þann 17. júlí síðastliðinn. Í gær sendu Samtök verslunar og þjónustu frá sér ályktun gegn hækkuninni. Ari Edwald er varaformaður samtakanna en jafnframt forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hann segist ósammála ályktun samtakanna og hafi sjálfur verið í minnihluta við atkvæðagreiðslu um hana. „Ég held að þessi umræða sem er búin að vera um landbúnaðarmál og mjólkurframleiðsluna síðustu daga sé ákaflega yfirborðskennd.“ Hann segir að þeir sem gagnrýni hækkunina vilji mjólk á almennan samkeppnismarkað. „Aðalatriðið er það ef menn ætla ekki að hafa opinbera íhlutun um verðlagningu, hvað ætti þá að taka við? Það er alveg ljóst að við þær aðstæður væri ekki landbúnaður á Íslandi eins og við þekkjum hann.“ Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
„Þeir búa til kerfi sem er greinilega til þess ætlað að knýja þá á kné sem eru í samkeppni við MS,“ þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Ástæðan er ákvörðun Verðlagsnefndar búvara að heildsöluverð gerilsneyddar mjólkur í lausu máli, sem er ekki inn pökkuð, sé 105 krónur en mjólk í fernu kosti 121 krónu. Í grein í Fréttablaðinu í dag fullyrðir Þórólfur að mismunurinn dugi ekki fyrir innpökkunarkostnaði og því sé verið að ofrukka samkeppnisaðila MS, sem þurfa að eiga í viðskiptum við stórfyrirtækið.Ari Edwald„Þetta er opinber nefnd sem setur verðlag og þarna er hún að gera það skakkt. Þetta er bara til þess að þrýsta Ólafi út af markaðnum,“ segir Þórólfur og á þar við Ólaf M. Magnússon framkvæmdastjóra mjólkurbúsins Kú. Kú hefur kært verðlagshækkun nefndarinnar og segir að með ákvörðuninni sé Verðlagsnefnd búvara að leggja 17,44 prósenta samkeppnisskatt sem renni til MS. Hækkun á mjólkurafurðum um 3,58 prósent og á smjöri um 11,6 prósent hefur verið gríðarlega gagnrýnd síðan ákvörðunin var tekin þann 17. júlí síðastliðinn. Í gær sendu Samtök verslunar og þjónustu frá sér ályktun gegn hækkuninni. Ari Edwald er varaformaður samtakanna en jafnframt forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hann segist ósammála ályktun samtakanna og hafi sjálfur verið í minnihluta við atkvæðagreiðslu um hana. „Ég held að þessi umræða sem er búin að vera um landbúnaðarmál og mjólkurframleiðsluna síðustu daga sé ákaflega yfirborðskennd.“ Hann segir að þeir sem gagnrýni hækkunina vilji mjólk á almennan samkeppnismarkað. „Aðalatriðið er það ef menn ætla ekki að hafa opinbera íhlutun um verðlagningu, hvað ætti þá að taka við? Það er alveg ljóst að við þær aðstæður væri ekki landbúnaður á Íslandi eins og við þekkjum hann.“
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira