Alltaf keila eða langa í matinn Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2015 11:41 Einar Kárason: „Þegar ég vann forðum við löndun úr Ísbjarnarbátum, og seinna var við fiskveiðar á bátaflotanum, fóru þessar tegundir alltaf beint í gúanó.“ Einar Kárason rithöfundur vekur máls á nokkru sem margur Íslendingurinn veldir eflaust fyrir sér nú á dögum en hefur kannski ekki haft orð á hingað til. Sem er þetta að það virðist alltaf vera langa eða keila í matinn. „Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila,“ segir rithöfundurinn á Facebook, en fer vel með gremju sína – enda leika stílvopnin oftast í höndum Einars. Sem heldur áfram: „Þegar ég vann forðum við löndun úr Ísbjarnarbátum, og seinna var við fiskveiðar á bátaflotanum, fóru þessar tegundir alltaf beint í gúanó.“ Og Einar vitnar að sjálfsögðu í nóbelsskáldið, Halldór Kiljan Laxness, máli sínu til stuðnings: „Ég heyrði áðan HKL lesa úr Brekkukotsannál, þar sem kona úr Landbrotinu er spurð hvaða fisk þau hafi þar. Hún svarar að í uppsveitum fái menn ekki nema löngu og keilu. „Þesskonar fisk berum við hér um slóðir á tún“ var henni svarað.“ Ekki vantar viðbrögðin á Fb-vegg Einars. Örn Úlfar Sævarsson spyr hvort ekki hafi verið keila í tunnu Bjarts og Pétur Már Ólafsson útgefandi staðfestir að svo hafi verið: „Það olli Bjarti töluverðum áhyggjum að b börnin urðu með hverjum deginum ónýtari við hinn svonefnda trosfisk, saltsteinbít, ufsa og keilu, sömuleiðis hið súra slátur frá því í fyrra ...“ Sigurður H. Einarsson segir að langa og keilia hafi verið söltuð fyrir Ítalíumarkað, en yfirhöfðuð væri þetta ekki mannamatur. Og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur segir þetta tros dagsins. Reyndar eru deildar meiningar um ágæti þessa kosts og hafa hugleiðingar Einars vakið athyglisverð skoðanaskipti um matarmenningu Íslendinga.Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila. Þegar ég...Posted by Einar Kárason on 22. júlí 2015 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Einar Kárason rithöfundur vekur máls á nokkru sem margur Íslendingurinn veldir eflaust fyrir sér nú á dögum en hefur kannski ekki haft orð á hingað til. Sem er þetta að það virðist alltaf vera langa eða keila í matinn. „Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila,“ segir rithöfundurinn á Facebook, en fer vel með gremju sína – enda leika stílvopnin oftast í höndum Einars. Sem heldur áfram: „Þegar ég vann forðum við löndun úr Ísbjarnarbátum, og seinna var við fiskveiðar á bátaflotanum, fóru þessar tegundir alltaf beint í gúanó.“ Og Einar vitnar að sjálfsögðu í nóbelsskáldið, Halldór Kiljan Laxness, máli sínu til stuðnings: „Ég heyrði áðan HKL lesa úr Brekkukotsannál, þar sem kona úr Landbrotinu er spurð hvaða fisk þau hafi þar. Hún svarar að í uppsveitum fái menn ekki nema löngu og keilu. „Þesskonar fisk berum við hér um slóðir á tún“ var henni svarað.“ Ekki vantar viðbrögðin á Fb-vegg Einars. Örn Úlfar Sævarsson spyr hvort ekki hafi verið keila í tunnu Bjarts og Pétur Már Ólafsson útgefandi staðfestir að svo hafi verið: „Það olli Bjarti töluverðum áhyggjum að b börnin urðu með hverjum deginum ónýtari við hinn svonefnda trosfisk, saltsteinbít, ufsa og keilu, sömuleiðis hið súra slátur frá því í fyrra ...“ Sigurður H. Einarsson segir að langa og keilia hafi verið söltuð fyrir Ítalíumarkað, en yfirhöfðuð væri þetta ekki mannamatur. Og Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur segir þetta tros dagsins. Reyndar eru deildar meiningar um ágæti þessa kosts og hafa hugleiðingar Einars vakið athyglisverð skoðanaskipti um matarmenningu Íslendinga.Komi maður nútildags á veitingastaði í Reykjavík og spyrji um fisk dagsins, er það yfirleitt langa eða keila. Þegar ég...Posted by Einar Kárason on 22. júlí 2015
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira