Helgi Sig og Serbi verða aðstoðarmenn Milosar í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 15:15 Helgi Sigurðsson kom aftur til Víkings 2010 og spilaði með liðinu til 2012. vísir/pjetur Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings, og Serbinn Vladan Perasevic verða aðstoðarþjálfarar Pepsi-deildar liðs Víkings út tímabilið. Milos Milojevic verður því með tvo aðstoðarmenn til að hjálpa sér í fallbaráttunni, en Víkingur er í níunda sæti deildarinnar eftir tólf umferðir með tólf stig. Milos hélt starfinu þegar tveggja þjálfara kerfi liðsins var sprengt upp með því að reka Ólaf Þórðarson. Milos gat ekki byrjað betur sem aðalþjálfari liðsins því Víkingur vann Keflavík, 7-1, í fallbaráttuslag síðastliðinn sunnudag. „Vladan er strákur sem hefur þjálfað í fyrstu deild í Serbíu og verið yfirþjálfari yngri flokkar þar. Hann er með UEFA A-gráðu eins og Helgi. Hann sérhæfir sig í leikgreiningu,“ segir Milos um nýja manninn í samtali við Vísi. „Helgi er náttúrlega bara sigurvegari og auðvitað Víkingur sem skiptir máli. Hann er góður karakter, en við spiluðum saman og fórum upp um deild saman. Ég kann mjög vel við hann.“ Perasevic verður með Milosi dagsdaglega á æfingavellinum en Helgi kemur inn á nokkrar æfingar og verður svo með liðinu á leikdögum. „Helgi er að þjálfa 3. og 4. flokk hjá Víkingi þannig þetta starf má ekki bitna á því,“ segir Milos.Vladan Perasevic mættur í Víkingsgallann.mynd/instagramFæ bara leikmann sem styrkir liðið Vladimir Tufegdzic, nýr framherji Víkings, sló í gegn í síðustu umferð. Hann skoraði eitt mark, lagði upp önnur þrjú og átti þátt í því fjórða eftir að hann kom inna á sem varamaður. Getur hann staðið undir væntingunum sem gerðar eru til hans núna? „Það er eins gott, en hann skilur náttúrlega ekki allt sem er skrifað. Ég segi honum líka bara hluta af því,“ segir Milos og hlær. „Ég held að hann geti spilað enn betur. Það féll náttúrlega bara allt fyrir hann í leiknum. Það þarf líka meira en einn mann svo allt gangi upp.“ Aðspurður hvort hann leiti frekari styrkinga áður en glugginn lokar 31. júlí segir Milos: „Við erum ekki að leita beint, en ef það detturi nn leikmaður sem myndi styrkja hópinn gríðarlega og gæti unnið fyrir okkur nokkur stig mun ég skoða það.“ „Það sem hefur borist inn á borð til mín hingað til eru leikmenn sem eru ekki betra en það sem ég hef fyrir. Það væru bara leikmenn sem myndu skemma stemninguna. Við getum alveg klárað verkefnið okkar með þeim mönnum sem eru í liðinu núna,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings, og Serbinn Vladan Perasevic verða aðstoðarþjálfarar Pepsi-deildar liðs Víkings út tímabilið. Milos Milojevic verður því með tvo aðstoðarmenn til að hjálpa sér í fallbaráttunni, en Víkingur er í níunda sæti deildarinnar eftir tólf umferðir með tólf stig. Milos hélt starfinu þegar tveggja þjálfara kerfi liðsins var sprengt upp með því að reka Ólaf Þórðarson. Milos gat ekki byrjað betur sem aðalþjálfari liðsins því Víkingur vann Keflavík, 7-1, í fallbaráttuslag síðastliðinn sunnudag. „Vladan er strákur sem hefur þjálfað í fyrstu deild í Serbíu og verið yfirþjálfari yngri flokkar þar. Hann er með UEFA A-gráðu eins og Helgi. Hann sérhæfir sig í leikgreiningu,“ segir Milos um nýja manninn í samtali við Vísi. „Helgi er náttúrlega bara sigurvegari og auðvitað Víkingur sem skiptir máli. Hann er góður karakter, en við spiluðum saman og fórum upp um deild saman. Ég kann mjög vel við hann.“ Perasevic verður með Milosi dagsdaglega á æfingavellinum en Helgi kemur inn á nokkrar æfingar og verður svo með liðinu á leikdögum. „Helgi er að þjálfa 3. og 4. flokk hjá Víkingi þannig þetta starf má ekki bitna á því,“ segir Milos.Vladan Perasevic mættur í Víkingsgallann.mynd/instagramFæ bara leikmann sem styrkir liðið Vladimir Tufegdzic, nýr framherji Víkings, sló í gegn í síðustu umferð. Hann skoraði eitt mark, lagði upp önnur þrjú og átti þátt í því fjórða eftir að hann kom inna á sem varamaður. Getur hann staðið undir væntingunum sem gerðar eru til hans núna? „Það er eins gott, en hann skilur náttúrlega ekki allt sem er skrifað. Ég segi honum líka bara hluta af því,“ segir Milos og hlær. „Ég held að hann geti spilað enn betur. Það féll náttúrlega bara allt fyrir hann í leiknum. Það þarf líka meira en einn mann svo allt gangi upp.“ Aðspurður hvort hann leiti frekari styrkinga áður en glugginn lokar 31. júlí segir Milos: „Við erum ekki að leita beint, en ef það detturi nn leikmaður sem myndi styrkja hópinn gríðarlega og gæti unnið fyrir okkur nokkur stig mun ég skoða það.“ „Það sem hefur borist inn á borð til mín hingað til eru leikmenn sem eru ekki betra en það sem ég hef fyrir. Það væru bara leikmenn sem myndu skemma stemninguna. Við getum alveg klárað verkefnið okkar með þeim mönnum sem eru í liðinu núna,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira