Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2015 14:35 Frá undirskriftasöfnuninni í dag. mynd/kristlaug sigurðardóttir Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. „Við vorum búin að vera hérna í klukkutíma þegar verslunarstjóri Nettó kom út og sagði að við mættum alls ekki vera hérna, við yrðum að fara út að lóðamörkum. Við neituðum að fara og hvöttum hann til að hringja á lögregluna sem hann og gerði,“ segir Kristlaug Sigurðardóttir, ein af þeim sem eru að safna undirskriftum fyrir utan Nettó. Kristlaug segir að lögreglan hafi beðið þau um að fara út að lóðamörkum en hópurinn hafi neitað því. „Við sögðum að við ætluðum að vera með borgaralega óhlýðni því við ætlum ekki að fara. Lögreglan tók niður kennitölurnar okkar og fór svo. Við teljum okkur hafa fullan rétt til þess að vera hér. Við erum ekkert að ráðast á fólk eða að elta það inn í búðina til að skrifa undir heldur bara að spjalla við það og biðja það um að skrifa undir,“ segir Kristlaug. Hún segir um 2000 manns hafa skrifað undir og að bæjarbúar taki almennt vel í undirskriftasöfnunina. Gengið hafi verið í hús í bænum og þá hafi þau líka safnað undirskriftum fyrir utan Nettó á föstudaginn í seinustu viku og í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum ætlar hún ekkert að aðhafast meir í málinu. Rætt hafi verið við fólkið sem hafi neitað að fara þó að það sé á lóðinni í óþökk að því er virðist lóðareiganda. Enginn verði handtekinn vegna undirskriftasöfnunarinnar. Nettó er í verslunarkjarna við Krossmóa í Reykjanesbæ. Eftir því sem Vísir kemst næst er það markaðsráð húsfélags verslunarkjarnans sem er mótfallið því að undirskriftunum sé safnað fyrir utan Nettó. Tengdar fréttir Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Hestamannafélagið Máni og fleiri tóku þátt í stórri kröfugöngu í Reykjanesbæ í kvöld. 12. maí 2015 20:31 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. „Við vorum búin að vera hérna í klukkutíma þegar verslunarstjóri Nettó kom út og sagði að við mættum alls ekki vera hérna, við yrðum að fara út að lóðamörkum. Við neituðum að fara og hvöttum hann til að hringja á lögregluna sem hann og gerði,“ segir Kristlaug Sigurðardóttir, ein af þeim sem eru að safna undirskriftum fyrir utan Nettó. Kristlaug segir að lögreglan hafi beðið þau um að fara út að lóðamörkum en hópurinn hafi neitað því. „Við sögðum að við ætluðum að vera með borgaralega óhlýðni því við ætlum ekki að fara. Lögreglan tók niður kennitölurnar okkar og fór svo. Við teljum okkur hafa fullan rétt til þess að vera hér. Við erum ekkert að ráðast á fólk eða að elta það inn í búðina til að skrifa undir heldur bara að spjalla við það og biðja það um að skrifa undir,“ segir Kristlaug. Hún segir um 2000 manns hafa skrifað undir og að bæjarbúar taki almennt vel í undirskriftasöfnunina. Gengið hafi verið í hús í bænum og þá hafi þau líka safnað undirskriftum fyrir utan Nettó á föstudaginn í seinustu viku og í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum ætlar hún ekkert að aðhafast meir í málinu. Rætt hafi verið við fólkið sem hafi neitað að fara þó að það sé á lóðinni í óþökk að því er virðist lóðareiganda. Enginn verði handtekinn vegna undirskriftasöfnunarinnar. Nettó er í verslunarkjarna við Krossmóa í Reykjanesbæ. Eftir því sem Vísir kemst næst er það markaðsráð húsfélags verslunarkjarnans sem er mótfallið því að undirskriftunum sé safnað fyrir utan Nettó.
Tengdar fréttir Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Hestamannafélagið Máni og fleiri tóku þátt í stórri kröfugöngu í Reykjanesbæ í kvöld. 12. maí 2015 20:31 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Hestamannafélagið Máni og fleiri tóku þátt í stórri kröfugöngu í Reykjanesbæ í kvöld. 12. maí 2015 20:31