Lögreglan kölluð til vegna undirskriftasöfnunar í Reykjanesbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2015 14:35 Frá undirskriftasöfnuninni í dag. mynd/kristlaug sigurðardóttir Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. „Við vorum búin að vera hérna í klukkutíma þegar verslunarstjóri Nettó kom út og sagði að við mættum alls ekki vera hérna, við yrðum að fara út að lóðamörkum. Við neituðum að fara og hvöttum hann til að hringja á lögregluna sem hann og gerði,“ segir Kristlaug Sigurðardóttir, ein af þeim sem eru að safna undirskriftum fyrir utan Nettó. Kristlaug segir að lögreglan hafi beðið þau um að fara út að lóðamörkum en hópurinn hafi neitað því. „Við sögðum að við ætluðum að vera með borgaralega óhlýðni því við ætlum ekki að fara. Lögreglan tók niður kennitölurnar okkar og fór svo. Við teljum okkur hafa fullan rétt til þess að vera hér. Við erum ekkert að ráðast á fólk eða að elta það inn í búðina til að skrifa undir heldur bara að spjalla við það og biðja það um að skrifa undir,“ segir Kristlaug. Hún segir um 2000 manns hafa skrifað undir og að bæjarbúar taki almennt vel í undirskriftasöfnunina. Gengið hafi verið í hús í bænum og þá hafi þau líka safnað undirskriftum fyrir utan Nettó á föstudaginn í seinustu viku og í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum ætlar hún ekkert að aðhafast meir í málinu. Rætt hafi verið við fólkið sem hafi neitað að fara þó að það sé á lóðinni í óþökk að því er virðist lóðareiganda. Enginn verði handtekinn vegna undirskriftasöfnunarinnar. Nettó er í verslunarkjarna við Krossmóa í Reykjanesbæ. Eftir því sem Vísir kemst næst er það markaðsráð húsfélags verslunarkjarnans sem er mótfallið því að undirskriftunum sé safnað fyrir utan Nettó. Tengdar fréttir Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Hestamannafélagið Máni og fleiri tóku þátt í stórri kröfugöngu í Reykjanesbæ í kvöld. 12. maí 2015 20:31 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Innlent Fleiri fréttir Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Sjá meira
Lögreglan var kölluð til um klukkan hálftvö í dag að Nettó í Reykjanesbæ þar sem sjö manns stóðu fyrir utan verslunina og söfnuðu undirskriftum vegna íbúakosningar um kísilverksmiðju í Helguvík. „Við vorum búin að vera hérna í klukkutíma þegar verslunarstjóri Nettó kom út og sagði að við mættum alls ekki vera hérna, við yrðum að fara út að lóðamörkum. Við neituðum að fara og hvöttum hann til að hringja á lögregluna sem hann og gerði,“ segir Kristlaug Sigurðardóttir, ein af þeim sem eru að safna undirskriftum fyrir utan Nettó. Kristlaug segir að lögreglan hafi beðið þau um að fara út að lóðamörkum en hópurinn hafi neitað því. „Við sögðum að við ætluðum að vera með borgaralega óhlýðni því við ætlum ekki að fara. Lögreglan tók niður kennitölurnar okkar og fór svo. Við teljum okkur hafa fullan rétt til þess að vera hér. Við erum ekkert að ráðast á fólk eða að elta það inn í búðina til að skrifa undir heldur bara að spjalla við það og biðja það um að skrifa undir,“ segir Kristlaug. Hún segir um 2000 manns hafa skrifað undir og að bæjarbúar taki almennt vel í undirskriftasöfnunina. Gengið hafi verið í hús í bænum og þá hafi þau líka safnað undirskriftum fyrir utan Nettó á föstudaginn í seinustu viku og í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum ætlar hún ekkert að aðhafast meir í málinu. Rætt hafi verið við fólkið sem hafi neitað að fara þó að það sé á lóðinni í óþökk að því er virðist lóðareiganda. Enginn verði handtekinn vegna undirskriftasöfnunarinnar. Nettó er í verslunarkjarna við Krossmóa í Reykjanesbæ. Eftir því sem Vísir kemst næst er það markaðsráð húsfélags verslunarkjarnans sem er mótfallið því að undirskriftunum sé safnað fyrir utan Nettó.
Tengdar fréttir Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Hestamannafélagið Máni og fleiri tóku þátt í stórri kröfugöngu í Reykjanesbæ í kvöld. 12. maí 2015 20:31 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Innlent Fleiri fréttir Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Sjá meira
Reykjanesbæingar krefjast kosningar um stóriðju í Helguvík Hestamannafélagið Máni og fleiri tóku þátt í stórri kröfugöngu í Reykjanesbæ í kvöld. 12. maí 2015 20:31