Túlkunin er frjálsari núna en áður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2015 11:00 Fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið, segir Hulda Hlín Magnúsdóttir myndlistarkona. Vísir/GVA Litrík og stór abstraktmálverk setja sterkan svip á anddyri og kaffistofu Tjarnarbíós við Tjarnargötu 12. Þar er Hulda Hlín Magnúsdóttir myndlistarkona búin að koma fyrir nýjustu verkum sínum og ætlar að opna sýningu á þeim í dag. Stutt var fyrir Huldu Hlín að flytja myndirnar því vinnustofan hennar er í risi hússins við Tjarnargötu 40 sem tengist fjölskyldu hennar sterkt, hún er fjórði ættliðurinn sem þar hreiðrar um sig. Stór olíu- eða akrýlmálverk í sterkum litasamsetningum eru aðalviðfangsefni Huldu Hlínar, að eigin sögn. Þó gerir hún alltaf portrett með, en þau eru ekki á þessari sýningu. „Þau eru meiri hliðargrein hjá mér,“ upplýsir hún. Hulda Hlín segir túlkunina frjálsari núna en áður. „Ég er búin að færa mig frá því hlutbundna eins og fígúrum, fjöllum eða öðru landslagi. Nú er formið orðið meira abstrakt þannig að fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið. Titill sýningarinnar er Forum / Torg / Square og Hulda segir það vísa til hins rómverska torgs. Hún lærði málaralist í Flórens, Feneyjum, Bologna og Róm en ólst upp í París, Kaupmannahöfn og Reykjavík, svo áhrifin koma víða að. Hulda Hlín skrifar greinar í myndlistartímarit, hefur haldið námskeið í myndlist, til dæmis í tengslum við barnamenningarhátíð og verið með leiðsögn á listasöfnum, meðal annars fyrir frönsku- og ítölskumælandi gesti. Listakonan verður með opið í Tjarnarbíói til klukkan 23 í kvöld. Spurð hvort hún taki niður sýninguna strax á morgun svarar hún: „Nei, sennilega fær hún að hanga uppi einhverja daga í viðbót þar sem dans- og leiklistarhátíðin er að hefjast og litríkar myndirnar falla ágætlega inn í þá stemningu.“ Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Litrík og stór abstraktmálverk setja sterkan svip á anddyri og kaffistofu Tjarnarbíós við Tjarnargötu 12. Þar er Hulda Hlín Magnúsdóttir myndlistarkona búin að koma fyrir nýjustu verkum sínum og ætlar að opna sýningu á þeim í dag. Stutt var fyrir Huldu Hlín að flytja myndirnar því vinnustofan hennar er í risi hússins við Tjarnargötu 40 sem tengist fjölskyldu hennar sterkt, hún er fjórði ættliðurinn sem þar hreiðrar um sig. Stór olíu- eða akrýlmálverk í sterkum litasamsetningum eru aðalviðfangsefni Huldu Hlínar, að eigin sögn. Þó gerir hún alltaf portrett með, en þau eru ekki á þessari sýningu. „Þau eru meiri hliðargrein hjá mér,“ upplýsir hún. Hulda Hlín segir túlkunina frjálsari núna en áður. „Ég er búin að færa mig frá því hlutbundna eins og fígúrum, fjöllum eða öðru landslagi. Nú er formið orðið meira abstrakt þannig að fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið. Titill sýningarinnar er Forum / Torg / Square og Hulda segir það vísa til hins rómverska torgs. Hún lærði málaralist í Flórens, Feneyjum, Bologna og Róm en ólst upp í París, Kaupmannahöfn og Reykjavík, svo áhrifin koma víða að. Hulda Hlín skrifar greinar í myndlistartímarit, hefur haldið námskeið í myndlist, til dæmis í tengslum við barnamenningarhátíð og verið með leiðsögn á listasöfnum, meðal annars fyrir frönsku- og ítölskumælandi gesti. Listakonan verður með opið í Tjarnarbíói til klukkan 23 í kvöld. Spurð hvort hún taki niður sýninguna strax á morgun svarar hún: „Nei, sennilega fær hún að hanga uppi einhverja daga í viðbót þar sem dans- og leiklistarhátíðin er að hefjast og litríkar myndirnar falla ágætlega inn í þá stemningu.“
Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira