Pólitísk óvissa í Grikklandi og stjórnarflokkurinn klofinn Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2015 19:51 Pólitísk óvissa ríkir í Grikklandi eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra sagði af sér á fimmtudag og boðaði til þingkosninga í næsta mánuði. Þingmenn í vinstri armi flokksins hafa nú stofnað nýjan stjórnmálaflokk. Flokkur Alexis Tsipras forsætisráðherra var stofnaður árið 2004 sem bandalag smáflokka til vinstri í grískum stjórnmálum. Flokkurinn vann sigur í síðustu þingkosningum í janúar á þessu ári með loforðum um að taka á gríðarlegum skuldavanda Grikkja án þess að ganga að ítrustu og íþyngjandi skilyrðum lánadrottna. Síðan þá hefur stjórn Tsipras þurft að ganga að flestum þeirra skilyrða sem Seðlabanki Evrópu, Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sett, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem lánapakka Evrópu var hafnað. Tæplega þriðjungur þingmanna flokksins yst á vinstri vængnum tilkynntu í gær að þeir hafi stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Sameiningarflokk alþýðu eða Alþýðubandalag. En þessir þingmenn og nokkrir ráðherrar studdu ekki nauðsynleg frumvörp síns eigin flokks á gríska þinginu í sumar í tengslum við lánapakkann. Þeirra á meðal var Panagiotis Lafazanis fyrrverandi orkumálaráðherra sem leiðir hinn nýja klofningsflokk. Þrátt fyrir allt nýtur Tsipras enn mikils stuðnings meðal almennings og fyrirsagnir dagblaðanna segja hann standa einan á móti öllum öðrum sem vilji draga mál á langinn. Talið er líklegt að kosið verði hinn 20. september sem verða þriðju þingkosningarnar í Grikklandi á þremur árum. Grikkland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Pólitísk óvissa ríkir í Grikklandi eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra sagði af sér á fimmtudag og boðaði til þingkosninga í næsta mánuði. Þingmenn í vinstri armi flokksins hafa nú stofnað nýjan stjórnmálaflokk. Flokkur Alexis Tsipras forsætisráðherra var stofnaður árið 2004 sem bandalag smáflokka til vinstri í grískum stjórnmálum. Flokkurinn vann sigur í síðustu þingkosningum í janúar á þessu ári með loforðum um að taka á gríðarlegum skuldavanda Grikkja án þess að ganga að ítrustu og íþyngjandi skilyrðum lánadrottna. Síðan þá hefur stjórn Tsipras þurft að ganga að flestum þeirra skilyrða sem Seðlabanki Evrópu, Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sett, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem lánapakka Evrópu var hafnað. Tæplega þriðjungur þingmanna flokksins yst á vinstri vængnum tilkynntu í gær að þeir hafi stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Sameiningarflokk alþýðu eða Alþýðubandalag. En þessir þingmenn og nokkrir ráðherrar studdu ekki nauðsynleg frumvörp síns eigin flokks á gríska þinginu í sumar í tengslum við lánapakkann. Þeirra á meðal var Panagiotis Lafazanis fyrrverandi orkumálaráðherra sem leiðir hinn nýja klofningsflokk. Þrátt fyrir allt nýtur Tsipras enn mikils stuðnings meðal almennings og fyrirsagnir dagblaðanna segja hann standa einan á móti öllum öðrum sem vilji draga mál á langinn. Talið er líklegt að kosið verði hinn 20. september sem verða þriðju þingkosningarnar í Grikklandi á þremur árum.
Grikkland Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira