Fjölmargir fara tíu þúsund krónum fátækari heim úr miðbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2015 23:19 Eigandi þessa bíls var vafalítið óhress með glaðningin sem beið hans á framrúðunni í Laugardalnum síðdegis í gær. Vísir/KTD Tugir þúsunda gesta í miðbæ Reykjavíkur í kvöld verða tíu þúsund krónum fátækari þegar þeir snúa aftur að bílum sínum að loknum tónleikum og flugeldasýningu í tilefni Menningarnætur. Fjölmennir tónleikar fóru fram í kvöld á Arnarhóli, Hljómskálagarðinum, Bar 11 auk Karnivalsins á Klapparstíg. Starfsmenn Bílastæðasjóðs og lögregla hafa verið á ferðinni og smellt sektum á bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Blaðamaður hélt í Laugardalshöll síðdegis á föstudag þar sem skráning og móttaka gagna vegna Reykjavíkurmaraþonsins fór fram. Gekk hann fram á tvo starfsmenn Bílastæðasjóðs sem voru í óðaönn að sekta ökumenn vegna stöðubrota. Sektin nemur tíu þúsund krónum eftir nýlega hækkun. Í spjalli við blaðamann sögðu starfsmennirnir eiga von á annasömum degi, þ.e. föstudeginum í Laugardalnum, og svo í dag. Í ljósi reynslu undanfarinna ára sögðust þeir eiga von á að sektirnar yrðu líklega fleiri en eitt þúsund dagana tvo. Miðað við tíu þúsund króna sekt svarar það til tíu milljóna króna í sektargreiðslu yfir helgina.Hlauparar leggja ólöglega Fannst þeim sérstaklega kostulegt að það væru hlauparar sem legðu ólöglega, fólk sem ætlaði að hlaupa langar vegalengdir en gæti samt ekki lagt löglega. Nóg væri til að mynda af bílastæðum í og nærri Laugardalnum en þrátt fyrir það legðu sumir við hlið Laugardalshallar upp á kant líkt og myndin að ofan sýnir. Sömuleiðis væri eins og eftir því sem veðrið væri betra þá væru fleiri stöðubrot. Héldist það í hendur við að fleiri mæta þegar veður er gott. Umfangsmiklar lokanir hafa verið í miðbænum í allan dag þar sem fólk hefur verið að soga í sig menninguna. Allt frá því fyrstu fóru af stað í Reykjavíkurmaraþoninu á níunda tímanum í morgun hefur mikil umferð fólks í kjarna borgarinnar. Svo verður vafalítið fram á morgun í fjölmörgum tilfellum þar sem dansinn mun duna á skemmtistöðum borgarinnar. Tengdar fréttir Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mesta úrkoman gengin yfir Má þó gera ráð fyrir skúrum í kvöld. 22. ágúst 2015 19:21 Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Tugir þúsunda gesta í miðbæ Reykjavíkur í kvöld verða tíu þúsund krónum fátækari þegar þeir snúa aftur að bílum sínum að loknum tónleikum og flugeldasýningu í tilefni Menningarnætur. Fjölmennir tónleikar fóru fram í kvöld á Arnarhóli, Hljómskálagarðinum, Bar 11 auk Karnivalsins á Klapparstíg. Starfsmenn Bílastæðasjóðs og lögregla hafa verið á ferðinni og smellt sektum á bíla sem lagt hefur verið ólöglega. Blaðamaður hélt í Laugardalshöll síðdegis á föstudag þar sem skráning og móttaka gagna vegna Reykjavíkurmaraþonsins fór fram. Gekk hann fram á tvo starfsmenn Bílastæðasjóðs sem voru í óðaönn að sekta ökumenn vegna stöðubrota. Sektin nemur tíu þúsund krónum eftir nýlega hækkun. Í spjalli við blaðamann sögðu starfsmennirnir eiga von á annasömum degi, þ.e. föstudeginum í Laugardalnum, og svo í dag. Í ljósi reynslu undanfarinna ára sögðust þeir eiga von á að sektirnar yrðu líklega fleiri en eitt þúsund dagana tvo. Miðað við tíu þúsund króna sekt svarar það til tíu milljóna króna í sektargreiðslu yfir helgina.Hlauparar leggja ólöglega Fannst þeim sérstaklega kostulegt að það væru hlauparar sem legðu ólöglega, fólk sem ætlaði að hlaupa langar vegalengdir en gæti samt ekki lagt löglega. Nóg væri til að mynda af bílastæðum í og nærri Laugardalnum en þrátt fyrir það legðu sumir við hlið Laugardalshallar upp á kant líkt og myndin að ofan sýnir. Sömuleiðis væri eins og eftir því sem veðrið væri betra þá væru fleiri stöðubrot. Héldist það í hendur við að fleiri mæta þegar veður er gott. Umfangsmiklar lokanir hafa verið í miðbænum í allan dag þar sem fólk hefur verið að soga í sig menninguna. Allt frá því fyrstu fóru af stað í Reykjavíkurmaraþoninu á níunda tímanum í morgun hefur mikil umferð fólks í kjarna borgarinnar. Svo verður vafalítið fram á morgun í fjölmörgum tilfellum þar sem dansinn mun duna á skemmtistöðum borgarinnar.
Tengdar fréttir Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mesta úrkoman gengin yfir Má þó gera ráð fyrir skúrum í kvöld. 22. ágúst 2015 19:21 Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Lögregla fargar áfengi ungra gesta menningarnætur Segir hátíðina hafa farið vel fram og marga í bænum. 22. ágúst 2015 22:05
Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15