Saka meirihluta atvinnuveganefndar um lögbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2015 11:29 Jón Gunnarsson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru harðorðir í garð Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar og meirihluta hennar, við upphaf þingfundar í morgun. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun lagði Jón fram tillögu um að færa fjóra virkjunarkosti úr biðflokki í nýtingarflokk. Í raun er um breytingartillögu að ræða við tillögu sem meirihluti nefndarinnar samþykkti í lok nóvember í fyrra um að færa 8 virkjunarkosti í nýtingarflokk, en skemmst er að minnast þess að þá sauð upp úr á þinginu. Lilja Rafney MagnúsdóttirVísir/VilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og greindi frá því að Jón hefði borið tillöguna upp munnlega, en tillagan var ekki á dagskrá nefndarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru sammála um að verið væri að brjóta lög um rammaáætlun. Í þeim sé skýrt kveðið á um að ráðherra geri tillögur um virkjunarkosti en ekki formaður atvinnuveganefndar.Helgi Hjörvar.Vísir/Vilhelm„Með lögum skal land byggja,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, á þinginu í dag. Hann krafðist þess að forsætisnefnd kæmi saman til að ræða það hvernig staðið væri að umræddri tillögu þar sem hann sagði það klárlega gegn ákvæðum laganna að standa að henni með slíkum hætti. Jón Gunnarsson hafnaði því að meirihluti atvinnuveganefndar væri að brjóta lög um rammaáætlun; þingið hefði heimild til þess að taka til skoðunar hvernig flokka ætti virkjunarkosti þar sem ekkert stæði í lögunum um það að þingið ætti að stimpla óbreytt það sem kæmi frá ráðherra í þessum efnum. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósammála og sögðu klárt að verið væri að brjóta lög um rammaáætlun. Kröfðust þeir þess að þingforseti gerði hlé á þingfundi og boða til fundar með þingflokksformönnum svo taka mætti málið á dagskrá. Þingforseti hafnaði því að gera hlé á fundi en kvaðst boða til fundar með þingflokksformönnum í hádeginu.Kristján L. Möller.Vísir/GVAKristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í atvinnuveganefnd, lagði fram eftirfarandi bókun í nefndinni í morgun: Undirritaður mótmælir vinnubrögðum meirihluta nefndarinnar við málsmeðferð á þingmáli nr. 244 Áætlun um vernd og nýtingu landssvæða (Hvammsvirkjun). Þ.e. að bæta við fjórum nýjum virkjunarkostum í og við vinnu nefndarinnar og á milli umræðna á Alþingi. Ég tel að þessi málsmeðferð sé ekki í samræmi við lög um vernd og nýtingu landssvæða og harma það að ekki sé farið að þeim lögum. Þessi málsmeðferð meirihluta nefndarinnar mun skapa harðar deilur og úlfúð um þetta mikilvæga mál og viðkvæma málaflokk, þar sem nauðsynlegt er að skapa sem mesta sátt og eyða deilumálum. Auk þess vil ég vekja athygli á því að umrætt mál var ekki á dagskrá fundarins og er tekið upp í lokin undir önnur mál þar sem m.a. þurfti að kalla inn nýja þingmenn svo meirihlutinn næði sínu fram. Kristján L. Möller Tengdar fréttir Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00 „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Segja sátt rofna og málsmeðferðarreglur brotnar Stjórn Landverndar mótmælir harðlega framkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. 27. nóvember 2014 15:28 Efast um lögmæti tillögu um virkjanakosti Ekki var hægt að skipa faghópa í haust til að hefja matsvinnu á fimm virkjunarkostum í biðflokki rammaáætlunar. Atvinnuveganefnd vill færa þessa sömu kosti úr bið- í nýtingarflokk án aðkomu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Formaður efast um lögmæti þeirrar aðgerðar. 29. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru harðorðir í garð Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar og meirihluta hennar, við upphaf þingfundar í morgun. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun lagði Jón fram tillögu um að færa fjóra virkjunarkosti úr biðflokki í nýtingarflokk. Í raun er um breytingartillögu að ræða við tillögu sem meirihluti nefndarinnar samþykkti í lok nóvember í fyrra um að færa 8 virkjunarkosti í nýtingarflokk, en skemmst er að minnast þess að þá sauð upp úr á þinginu. Lilja Rafney MagnúsdóttirVísir/VilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun og greindi frá því að Jón hefði borið tillöguna upp munnlega, en tillagan var ekki á dagskrá nefndarinnar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru sammála um að verið væri að brjóta lög um rammaáætlun. Í þeim sé skýrt kveðið á um að ráðherra geri tillögur um virkjunarkosti en ekki formaður atvinnuveganefndar.Helgi Hjörvar.Vísir/Vilhelm„Með lögum skal land byggja,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, á þinginu í dag. Hann krafðist þess að forsætisnefnd kæmi saman til að ræða það hvernig staðið væri að umræddri tillögu þar sem hann sagði það klárlega gegn ákvæðum laganna að standa að henni með slíkum hætti. Jón Gunnarsson hafnaði því að meirihluti atvinnuveganefndar væri að brjóta lög um rammaáætlun; þingið hefði heimild til þess að taka til skoðunar hvernig flokka ætti virkjunarkosti þar sem ekkert stæði í lögunum um það að þingið ætti að stimpla óbreytt það sem kæmi frá ráðherra í þessum efnum. Þessu voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ósammála og sögðu klárt að verið væri að brjóta lög um rammaáætlun. Kröfðust þeir þess að þingforseti gerði hlé á þingfundi og boða til fundar með þingflokksformönnum svo taka mætti málið á dagskrá. Þingforseti hafnaði því að gera hlé á fundi en kvaðst boða til fundar með þingflokksformönnum í hádeginu.Kristján L. Möller.Vísir/GVAKristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í atvinnuveganefnd, lagði fram eftirfarandi bókun í nefndinni í morgun: Undirritaður mótmælir vinnubrögðum meirihluta nefndarinnar við málsmeðferð á þingmáli nr. 244 Áætlun um vernd og nýtingu landssvæða (Hvammsvirkjun). Þ.e. að bæta við fjórum nýjum virkjunarkostum í og við vinnu nefndarinnar og á milli umræðna á Alþingi. Ég tel að þessi málsmeðferð sé ekki í samræmi við lög um vernd og nýtingu landssvæða og harma það að ekki sé farið að þeim lögum. Þessi málsmeðferð meirihluta nefndarinnar mun skapa harðar deilur og úlfúð um þetta mikilvæga mál og viðkvæma málaflokk, þar sem nauðsynlegt er að skapa sem mesta sátt og eyða deilumálum. Auk þess vil ég vekja athygli á því að umrætt mál var ekki á dagskrá fundarins og er tekið upp í lokin undir önnur mál þar sem m.a. þurfti að kalla inn nýja þingmenn svo meirihlutinn næði sínu fram. Kristján L. Möller
Tengdar fréttir Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00 „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Segja sátt rofna og málsmeðferðarreglur brotnar Stjórn Landverndar mótmælir harðlega framkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. 27. nóvember 2014 15:28 Efast um lögmæti tillögu um virkjanakosti Ekki var hægt að skipa faghópa í haust til að hefja matsvinnu á fimm virkjunarkostum í biðflokki rammaáætlunar. Atvinnuveganefnd vill færa þessa sömu kosti úr bið- í nýtingarflokk án aðkomu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Formaður efast um lögmæti þeirrar aðgerðar. 29. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00
„Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26
Segja sátt rofna og málsmeðferðarreglur brotnar Stjórn Landverndar mótmælir harðlega framkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. 27. nóvember 2014 15:28
Efast um lögmæti tillögu um virkjanakosti Ekki var hægt að skipa faghópa í haust til að hefja matsvinnu á fimm virkjunarkostum í biðflokki rammaáætlunar. Atvinnuveganefnd vill færa þessa sömu kosti úr bið- í nýtingarflokk án aðkomu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Formaður efast um lögmæti þeirrar aðgerðar. 29. nóvember 2014 07:00