„Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2014 20:26 Dagskrá Alþingis fór úr skorðum í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggur til að átta virkjanir sem nú eru í biðflokki fari í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir þetta stríðsyfirlýsingu af hálfu ríkisstjórnarinnar og enn eitt dæmið um hversu átakasækin hún sé. Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggði til breytingartillögu á þingsályktun umhverfisráðherra um að auk Hvammsvirkjunar, færu Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun, tvær Hágönguvirkjanir, Hagavatnsvirkjun og Hólmsá við Atley úr biðflokki í nýtingarflokk. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar greindi frá þessu á fundi nefndarinnar í morgun og sagði fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni að aðeins ætti að gefa umsagnaraðilum viku til að gera athugasemdir við þetta. „Mér þetta vera svo ruddaleg vinnubrögð að ég treysti því að forseti grípi hér inn í,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan fruntaskap í þessu máli. „Það er auðvitað mjög alvarlegt ef það er ekki hægt að treysta því að þessi ríkisstjórn sé tilbúin að standa með lögum sem hér hafa verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum fyrir örfáum árum síðan. Og fela í sér tilraun til sáttar í erfiðasta deilumáli þjóðarinnar undanfarna áratugi. Þetta er ótrúlegt að upplifa,“ sagði Árni Páll Árnason. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði athyglivert að hlusta á stór orð þeirra sem studdu síðustu ríkisstjórn í þessu máli. „Og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar sem gerir því góð skil í bókinni hvernig nákvæmlega þetta mál var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fyrrverandi umhverfisráðherra sagði að með þessu væri rammaáætlun höfð að engu. „Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin vill fara í stríð um þetta mál. Það er algjörlega óskiljanlegt. Þetta er ekkert annað en mjög afgerandi stríðsyfirlýsing. Það sem er að gerast með þessari málsmeðferð er að allt landið, Ísland frá fjalli til fjöru er í nýtingarflokki,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Dagskrá Alþingis fór úr skorðum í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggur til að átta virkjanir sem nú eru í biðflokki fari í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir þetta stríðsyfirlýsingu af hálfu ríkisstjórnarinnar og enn eitt dæmið um hversu átakasækin hún sé. Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggði til breytingartillögu á þingsályktun umhverfisráðherra um að auk Hvammsvirkjunar, færu Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun, tvær Hágönguvirkjanir, Hagavatnsvirkjun og Hólmsá við Atley úr biðflokki í nýtingarflokk. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar greindi frá þessu á fundi nefndarinnar í morgun og sagði fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni að aðeins ætti að gefa umsagnaraðilum viku til að gera athugasemdir við þetta. „Mér þetta vera svo ruddaleg vinnubrögð að ég treysti því að forseti grípi hér inn í,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan fruntaskap í þessu máli. „Það er auðvitað mjög alvarlegt ef það er ekki hægt að treysta því að þessi ríkisstjórn sé tilbúin að standa með lögum sem hér hafa verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum fyrir örfáum árum síðan. Og fela í sér tilraun til sáttar í erfiðasta deilumáli þjóðarinnar undanfarna áratugi. Þetta er ótrúlegt að upplifa,“ sagði Árni Páll Árnason. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði athyglivert að hlusta á stór orð þeirra sem studdu síðustu ríkisstjórn í þessu máli. „Og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar sem gerir því góð skil í bókinni hvernig nákvæmlega þetta mál var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fyrrverandi umhverfisráðherra sagði að með þessu væri rammaáætlun höfð að engu. „Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin vill fara í stríð um þetta mál. Það er algjörlega óskiljanlegt. Þetta er ekkert annað en mjög afgerandi stríðsyfirlýsing. Það sem er að gerast með þessari málsmeðferð er að allt landið, Ísland frá fjalli til fjöru er í nýtingarflokki,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira