Grunaðir hryðjuverkamenn og ISIS-liðar í Leifsstöð Snærós Sindradóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Keflavíkurflugvöllur hefur aðgang að alþjóðlegum gagnagrunni sem gefur upplýsingar og varúðarmerki um farþega við vegabréfaeftirlit. vísir/pjetur Hingað til lands hafa komið ferðamenn sem lögreglu grunar að hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. För þeirra hefur ekki verið stöðvuð heldur er yfirvöldum í því landi sem fólkið ferðast til gert viðvart. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um komu flóttafólks og aukið álag við landamæraeftirlit. Ráðherraráð Evrópusambandsins gaf út 15. júní í sumar að innleiða ætti almenna áhættuvísa við landamæravörslu. Þessir áhættuvísar hafa verið teknir upp á Keflavíkurflugvelli. Landamæraverðir eiga að vera á sérstöku varðbergi gagnvart fólki sem uppfyllir flokkun ESB. Nokkrum sinnum hefur vaknað grunur um að einstaklingur hafi tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Sérstaklega er horft til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á SuðurnesjumAð meðaltali fara fjórtán þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll daglega. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að skoðað sé hvort fólk þyki líklegt til að vera tengt hryðjuverkum. Svo sem hvaðan það er að koma, hvert það sé að fara, hvort það ferðist eitt eða hafi þekkt tengsl. „Við höfum ákveðnar skyldur gagnvart öðrum ríkjum. Menn hafa sérstaklega verið að reyna að fylgjast með því hvort það sé verið að flytja fólk til ISIS-liða eða hvort fólk sé að koma frá þeim. Þá höfum við látið vita,“ segir Ólafur. Lögreglustjórinn segir meðalhófs gætt. „Við þurfum að passa að ganga ekki of nærri fólki sem hugsanlega er ekkert nema sakleysið. Þó að menn hafi einhvern tíma framið brot eða liggi undir grun þá er ekki hægt að grípa þá á meðan það hefur ekkert sannast á þá.“ Innanríkisráðuneytið breytti reglugerð um för yfir landamæri 28. september síðastliðinn. Í breytingunni segir að innanríkisráðherra sé heimilt að taka upp tímabundið eftirlit á innri landamærum vegna alvarlegrar ógnar við allsherjarreglu eða þjóðaröryggi. Ákvörðunin sé tekin á grundvelli áhættumats frá ríkislögreglustjóra og í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hingað til hafa grunaðir hryðjuverkamenn einungis millilent hér á landi að sögn Ólafs Helga. „Það má kannski segja að það virðist ekki vera sem Ísland sé lokamark fólks í þessum hugleiðingum. Við höfum ekki séð nein merki þess að hryðjuverkamenn líti á Ísland sem endanlegan áfangastað,“ segir Ólafur. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Hingað til lands hafa komið ferðamenn sem lögreglu grunar að hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. För þeirra hefur ekki verið stöðvuð heldur er yfirvöldum í því landi sem fólkið ferðast til gert viðvart. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkislögreglustjóra um komu flóttafólks og aukið álag við landamæraeftirlit. Ráðherraráð Evrópusambandsins gaf út 15. júní í sumar að innleiða ætti almenna áhættuvísa við landamæravörslu. Þessir áhættuvísar hafa verið teknir upp á Keflavíkurflugvelli. Landamæraverðir eiga að vera á sérstöku varðbergi gagnvart fólki sem uppfyllir flokkun ESB. Nokkrum sinnum hefur vaknað grunur um að einstaklingur hafi tengsl við hryðjuverkastarfsemi. Sérstaklega er horft til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á SuðurnesjumAð meðaltali fara fjórtán þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll daglega. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að skoðað sé hvort fólk þyki líklegt til að vera tengt hryðjuverkum. Svo sem hvaðan það er að koma, hvert það sé að fara, hvort það ferðist eitt eða hafi þekkt tengsl. „Við höfum ákveðnar skyldur gagnvart öðrum ríkjum. Menn hafa sérstaklega verið að reyna að fylgjast með því hvort það sé verið að flytja fólk til ISIS-liða eða hvort fólk sé að koma frá þeim. Þá höfum við látið vita,“ segir Ólafur. Lögreglustjórinn segir meðalhófs gætt. „Við þurfum að passa að ganga ekki of nærri fólki sem hugsanlega er ekkert nema sakleysið. Þó að menn hafi einhvern tíma framið brot eða liggi undir grun þá er ekki hægt að grípa þá á meðan það hefur ekkert sannast á þá.“ Innanríkisráðuneytið breytti reglugerð um för yfir landamæri 28. september síðastliðinn. Í breytingunni segir að innanríkisráðherra sé heimilt að taka upp tímabundið eftirlit á innri landamærum vegna alvarlegrar ógnar við allsherjarreglu eða þjóðaröryggi. Ákvörðunin sé tekin á grundvelli áhættumats frá ríkislögreglustjóra og í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hingað til hafa grunaðir hryðjuverkamenn einungis millilent hér á landi að sögn Ólafs Helga. „Það má kannski segja að það virðist ekki vera sem Ísland sé lokamark fólks í þessum hugleiðingum. Við höfum ekki séð nein merki þess að hryðjuverkamenn líti á Ísland sem endanlegan áfangastað,“ segir Ólafur.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira