Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2015 14:55 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. Um tíu þúsund starfsmenn um tvö þúsund fyrirtækja á landsbyggðinni hófu tveggja daga verkfall á miðnætti. Fisk- og kjötvinnsla liggur niðri sem og ýmis þjónusta við ferðamenn. Algert frost ríkir í viðræðum BHM félaga sem verið hafa í verkfalli í fimm vikur. Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfallshrina fjórtán stéttarfélaga innan BHM hófst hinn 7. apríl. Í dag eru rúmlega 2.300 BHM félagar í verkfalli í ýmsum greinum sem m.a. hefur áhrif á kjötframleiðslu, sérstaklega svína og kjúklingaframleiðslu og útflutning á fiski til vissra svæða vegna verkfalla dýralækna, þá hefur verkfall geislafræðinga á spítulunum víðtæk og alvarleg áhrif og fjöldi mála safnast upp hjá sýslumönnum vegna verkfalls lögmanna, svo dæmi séu nefnd. Algert frost ríkir í viðræðum BHM við ríkið. Síðasti fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara á mánudag og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Tveggja daga verkfall rúmlega tíu þúsund starfsmanna í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefur áhrif á starfsemi um tvö þúsund fyrirtækja. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. „Það hefur gengið ágætlega. Það eru verkfallsverðir að störfum um allt land. Einhvers misskilnings hefur gætt um það hverjir eiga að vera í verkfalli og hverjir ekki. Það hefur verið greitt úr þeim misskilningi jafnóðum,“ segir Drífa. Þetta eigi við um ræstingarfyrirtæki en það hafi engin stórkostleg vandamál komið upp. Drífa segir reynt að forðast alla árekstra eins og mögulegt er. En verkfallið hefur áhrif víða því verkafólk innan Starfsgreinasambandsins starfar á öllum sviðum atvinnulífsins. „Ég held að verkfallið sé að bíta um allt land. Það er t.d. þannig að ef ekki er ræst hjá stofnunum, leikskólum og svo framvegis þar sem eru utanaðkomandi ræstingarfyrirtæki, geta þeir aðilar ekki opnað á föstudaginn því þá er ekki búið að ræsta í tvo daga. Við erum náttúrlega með matvælavinnsluna, ferðaþjónustuna, fólks- og vöruflutninga og svo framvegis. Þannig að við munum sjá það næstu tvo daga hvar þetta bítur,“ segir Drífa.Dominos lokar alla verkfallsdagana Til að mynda hefur Dominos lokað pizzastöðum sínum á Akureyri, Selfossi og Akranesi á meðan á verkfallinu stendur. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Dominos segir flest starfsfólk fyrirtækisins á þessum stöðum í verkfallii. „Í raun og veru er þá ekkert annað að gera í stöðunni en loka með alla starfsmenn í verkfalli,“ segir Birgir Örn. Þessir staðir verði því lokaðir í dag og á morgun. „Já og svo áfram þá daga sem boðaðir hafa verið þar til allsherjarverkfall skellur væntanlega á og þó vonandi ekki hinn 26. maí. Og svo er hinn hlutinn (á höfuðborgarsvæðinu) í Eflingu og VR sem er núna á svipuðum slóðum væntanlega. Við getum þá lent í allsherjarlokun 6. júní ef allt fer á þann veg,“ segir Birgir Örn. Drífa segir engan að finna á verkfallsfólki. „Nei, síður en svo. Það hefur ekki verið vandamál að fá fólk í verkfallsvörslu og annað slíkt. Um leið og fólk áttar sig á því að það á að vera í verkfalli er það ekki vandamál. Það er mjög mikill hugur í fólki,“ segir Drífa Snædal. Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Um tíu þúsund starfsmenn um tvö þúsund fyrirtækja á landsbyggðinni hófu tveggja daga verkfall á miðnætti. Fisk- og kjötvinnsla liggur niðri sem og ýmis þjónusta við ferðamenn. Algert frost ríkir í viðræðum BHM félaga sem verið hafa í verkfalli í fimm vikur. Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfallshrina fjórtán stéttarfélaga innan BHM hófst hinn 7. apríl. Í dag eru rúmlega 2.300 BHM félagar í verkfalli í ýmsum greinum sem m.a. hefur áhrif á kjötframleiðslu, sérstaklega svína og kjúklingaframleiðslu og útflutning á fiski til vissra svæða vegna verkfalla dýralækna, þá hefur verkfall geislafræðinga á spítulunum víðtæk og alvarleg áhrif og fjöldi mála safnast upp hjá sýslumönnum vegna verkfalls lögmanna, svo dæmi séu nefnd. Algert frost ríkir í viðræðum BHM við ríkið. Síðasti fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara á mánudag og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Tveggja daga verkfall rúmlega tíu þúsund starfsmanna í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefur áhrif á starfsemi um tvö þúsund fyrirtækja. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. „Það hefur gengið ágætlega. Það eru verkfallsverðir að störfum um allt land. Einhvers misskilnings hefur gætt um það hverjir eiga að vera í verkfalli og hverjir ekki. Það hefur verið greitt úr þeim misskilningi jafnóðum,“ segir Drífa. Þetta eigi við um ræstingarfyrirtæki en það hafi engin stórkostleg vandamál komið upp. Drífa segir reynt að forðast alla árekstra eins og mögulegt er. En verkfallið hefur áhrif víða því verkafólk innan Starfsgreinasambandsins starfar á öllum sviðum atvinnulífsins. „Ég held að verkfallið sé að bíta um allt land. Það er t.d. þannig að ef ekki er ræst hjá stofnunum, leikskólum og svo framvegis þar sem eru utanaðkomandi ræstingarfyrirtæki, geta þeir aðilar ekki opnað á föstudaginn því þá er ekki búið að ræsta í tvo daga. Við erum náttúrlega með matvælavinnsluna, ferðaþjónustuna, fólks- og vöruflutninga og svo framvegis. Þannig að við munum sjá það næstu tvo daga hvar þetta bítur,“ segir Drífa.Dominos lokar alla verkfallsdagana Til að mynda hefur Dominos lokað pizzastöðum sínum á Akureyri, Selfossi og Akranesi á meðan á verkfallinu stendur. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Dominos segir flest starfsfólk fyrirtækisins á þessum stöðum í verkfallii. „Í raun og veru er þá ekkert annað að gera í stöðunni en loka með alla starfsmenn í verkfalli,“ segir Birgir Örn. Þessir staðir verði því lokaðir í dag og á morgun. „Já og svo áfram þá daga sem boðaðir hafa verið þar til allsherjarverkfall skellur væntanlega á og þó vonandi ekki hinn 26. maí. Og svo er hinn hlutinn (á höfuðborgarsvæðinu) í Eflingu og VR sem er núna á svipuðum slóðum væntanlega. Við getum þá lent í allsherjarlokun 6. júní ef allt fer á þann veg,“ segir Birgir Örn. Drífa segir engan að finna á verkfallsfólki. „Nei, síður en svo. Það hefur ekki verið vandamál að fá fólk í verkfallsvörslu og annað slíkt. Um leið og fólk áttar sig á því að það á að vera í verkfalli er það ekki vandamál. Það er mjög mikill hugur í fólki,“ segir Drífa Snædal.
Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira