Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2015 14:55 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. Um tíu þúsund starfsmenn um tvö þúsund fyrirtækja á landsbyggðinni hófu tveggja daga verkfall á miðnætti. Fisk- og kjötvinnsla liggur niðri sem og ýmis þjónusta við ferðamenn. Algert frost ríkir í viðræðum BHM félaga sem verið hafa í verkfalli í fimm vikur. Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfallshrina fjórtán stéttarfélaga innan BHM hófst hinn 7. apríl. Í dag eru rúmlega 2.300 BHM félagar í verkfalli í ýmsum greinum sem m.a. hefur áhrif á kjötframleiðslu, sérstaklega svína og kjúklingaframleiðslu og útflutning á fiski til vissra svæða vegna verkfalla dýralækna, þá hefur verkfall geislafræðinga á spítulunum víðtæk og alvarleg áhrif og fjöldi mála safnast upp hjá sýslumönnum vegna verkfalls lögmanna, svo dæmi séu nefnd. Algert frost ríkir í viðræðum BHM við ríkið. Síðasti fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara á mánudag og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Tveggja daga verkfall rúmlega tíu þúsund starfsmanna í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefur áhrif á starfsemi um tvö þúsund fyrirtækja. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. „Það hefur gengið ágætlega. Það eru verkfallsverðir að störfum um allt land. Einhvers misskilnings hefur gætt um það hverjir eiga að vera í verkfalli og hverjir ekki. Það hefur verið greitt úr þeim misskilningi jafnóðum,“ segir Drífa. Þetta eigi við um ræstingarfyrirtæki en það hafi engin stórkostleg vandamál komið upp. Drífa segir reynt að forðast alla árekstra eins og mögulegt er. En verkfallið hefur áhrif víða því verkafólk innan Starfsgreinasambandsins starfar á öllum sviðum atvinnulífsins. „Ég held að verkfallið sé að bíta um allt land. Það er t.d. þannig að ef ekki er ræst hjá stofnunum, leikskólum og svo framvegis þar sem eru utanaðkomandi ræstingarfyrirtæki, geta þeir aðilar ekki opnað á föstudaginn því þá er ekki búið að ræsta í tvo daga. Við erum náttúrlega með matvælavinnsluna, ferðaþjónustuna, fólks- og vöruflutninga og svo framvegis. Þannig að við munum sjá það næstu tvo daga hvar þetta bítur,“ segir Drífa.Dominos lokar alla verkfallsdagana Til að mynda hefur Dominos lokað pizzastöðum sínum á Akureyri, Selfossi og Akranesi á meðan á verkfallinu stendur. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Dominos segir flest starfsfólk fyrirtækisins á þessum stöðum í verkfallii. „Í raun og veru er þá ekkert annað að gera í stöðunni en loka með alla starfsmenn í verkfalli,“ segir Birgir Örn. Þessir staðir verði því lokaðir í dag og á morgun. „Já og svo áfram þá daga sem boðaðir hafa verið þar til allsherjarverkfall skellur væntanlega á og þó vonandi ekki hinn 26. maí. Og svo er hinn hlutinn (á höfuðborgarsvæðinu) í Eflingu og VR sem er núna á svipuðum slóðum væntanlega. Við getum þá lent í allsherjarlokun 6. júní ef allt fer á þann veg,“ segir Birgir Örn. Drífa segir engan að finna á verkfallsfólki. „Nei, síður en svo. Það hefur ekki verið vandamál að fá fólk í verkfallsvörslu og annað slíkt. Um leið og fólk áttar sig á því að það á að vera í verkfalli er það ekki vandamál. Það er mjög mikill hugur í fólki,“ segir Drífa Snædal. Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Um tíu þúsund starfsmenn um tvö þúsund fyrirtækja á landsbyggðinni hófu tveggja daga verkfall á miðnætti. Fisk- og kjötvinnsla liggur niðri sem og ýmis þjónusta við ferðamenn. Algert frost ríkir í viðræðum BHM félaga sem verið hafa í verkfalli í fimm vikur. Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfallshrina fjórtán stéttarfélaga innan BHM hófst hinn 7. apríl. Í dag eru rúmlega 2.300 BHM félagar í verkfalli í ýmsum greinum sem m.a. hefur áhrif á kjötframleiðslu, sérstaklega svína og kjúklingaframleiðslu og útflutning á fiski til vissra svæða vegna verkfalla dýralækna, þá hefur verkfall geislafræðinga á spítulunum víðtæk og alvarleg áhrif og fjöldi mála safnast upp hjá sýslumönnum vegna verkfalls lögmanna, svo dæmi séu nefnd. Algert frost ríkir í viðræðum BHM við ríkið. Síðasti fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara á mánudag og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Tveggja daga verkfall rúmlega tíu þúsund starfsmanna í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefur áhrif á starfsemi um tvö þúsund fyrirtækja. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. „Það hefur gengið ágætlega. Það eru verkfallsverðir að störfum um allt land. Einhvers misskilnings hefur gætt um það hverjir eiga að vera í verkfalli og hverjir ekki. Það hefur verið greitt úr þeim misskilningi jafnóðum,“ segir Drífa. Þetta eigi við um ræstingarfyrirtæki en það hafi engin stórkostleg vandamál komið upp. Drífa segir reynt að forðast alla árekstra eins og mögulegt er. En verkfallið hefur áhrif víða því verkafólk innan Starfsgreinasambandsins starfar á öllum sviðum atvinnulífsins. „Ég held að verkfallið sé að bíta um allt land. Það er t.d. þannig að ef ekki er ræst hjá stofnunum, leikskólum og svo framvegis þar sem eru utanaðkomandi ræstingarfyrirtæki, geta þeir aðilar ekki opnað á föstudaginn því þá er ekki búið að ræsta í tvo daga. Við erum náttúrlega með matvælavinnsluna, ferðaþjónustuna, fólks- og vöruflutninga og svo framvegis. Þannig að við munum sjá það næstu tvo daga hvar þetta bítur,“ segir Drífa.Dominos lokar alla verkfallsdagana Til að mynda hefur Dominos lokað pizzastöðum sínum á Akureyri, Selfossi og Akranesi á meðan á verkfallinu stendur. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Dominos segir flest starfsfólk fyrirtækisins á þessum stöðum í verkfallii. „Í raun og veru er þá ekkert annað að gera í stöðunni en loka með alla starfsmenn í verkfalli,“ segir Birgir Örn. Þessir staðir verði því lokaðir í dag og á morgun. „Já og svo áfram þá daga sem boðaðir hafa verið þar til allsherjarverkfall skellur væntanlega á og þó vonandi ekki hinn 26. maí. Og svo er hinn hlutinn (á höfuðborgarsvæðinu) í Eflingu og VR sem er núna á svipuðum slóðum væntanlega. Við getum þá lent í allsherjarlokun 6. júní ef allt fer á þann veg,“ segir Birgir Örn. Drífa segir engan að finna á verkfallsfólki. „Nei, síður en svo. Það hefur ekki verið vandamál að fá fólk í verkfallsvörslu og annað slíkt. Um leið og fólk áttar sig á því að það á að vera í verkfalli er það ekki vandamál. Það er mjög mikill hugur í fólki,“ segir Drífa Snædal.
Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira