Erlent

Fer létt með lengsta staðarnafn Evrópu - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Liam Dutton hikaði ekki eitt andartak.
Liam Dutton hikaði ekki eitt andartak.
Þorpið Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch í Wales var einn af hlýjustu stöðum Bretlands í gær. Veðurfréttamaðurinn Liam Dutton þurfti að taka það fram í fréttum Channel 4 í beinni útsendingu í gær og hann hikaði ekki eitt andartak.

Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch er lengsta staðarnafn í Bretlandi sem og í Evrópu. Liam er fæddur í Wales og lærði landafræði við Háskóla Wales í Swansea, svo hann ætti kannski að vera vanur nöfnum sem þessum.

Samkvæmt Independent er lengsta staðarnafn í heiminum þó Taumatawhakatangihangakoauauotamateapokaiwhenuakitanatahu. Það er hæð í Nýja-Sjálandi, en staðsetningu hennar má sjá hér að neðan.

Warm day in Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysilio...

It may be a mouthful to say, but Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch in north west Wales was one of the warmest places in the UK today.And, it was no problem for our Welsh weather presenter Liam Dutton to mention it on today's weather forecast.

Posted by Channel 4 News on Tuesday, September 8, 2015
Leikkonan Naomi Watts kann einnig að bera nafnið fram. Staðsetning Taumatawhakatangihangakoauauotamateapokaiwhenuakitanatahu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×