Hjálparsími hugsanlegt úrræði fyrir mansalsfórnarlömb Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. desember 2015 08:00 Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands. vísir/gva „Ein tillagan sem við höfum rætt er að hjálparsími Rauða krossins verði sá staður sem þolendur mansals geti hringt í og meðal annars fengið leiðbeiningar um hvert þeir eigi að leita,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, sem er í landsnefnd um mannúðarrétt undir forystu utanríkisráðuneytis. Landsnefndin sá um að koma með tillögur að fjórum skuldbindingum á sviði mannréttinda- og mannúðarmála sem íslensk stjórnvöld og Rauði kross Íslands hafa nú skuldbundið sig til að vinna að. Ein skuldbindinganna var aðstoð við þolendur mansals á Íslandi. Lítil sem engin úrræði eru í boði í málaflokknum hér á landi. Heitin voru undirrituð á alþjóðlega mannréttindadeginum og afmælisdegi Rauða krossins í síðustu viku. „Nú höfum við skuldbundið okkur til að vinna í þessum málum. Ein hugmyndin er sú að hjálparsíminn yrði eins konar gátt fyrir þolendur mansals og myndi starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins þekkja hvernig eigi að vinna úr símtölum sem inn koma og vísa málum í réttan farveg,“ segir Atli Viðar. Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að verja fimm milljónum króna í kostnað við framkvæmd skuldbindinganna. Að sögn Atla Viðars gæti hluti þess fjár verið notaður til að greiða fyrir útvíkkað hlutverk hjálparsímans. „Það á þó eftir að útfæra þessa skuldbindingu nánar en það má alveg gera ráð fyrir því að hluti af þessum peningum færi til hjálparsímans meðal annars til að aðlaga þjónustuna að þessu nýja hlutverki.“ Að sögn Atla Viðars þyrfti að auglýsa hjálparsímann. Það yrði gert meðal annars með því að setja upp auglýsingar á nokkrum tungumálum þar sem líklegast er að möguleg fórnarlömb sjái auglýsinguna. Í því samhengi hafi verið rætt um að setja upp auglýsingar í Leifsstöð. „Leggja þyrfti áherslu á sýnileika og að auglýsingin væri í senn skýr og einföld. Það þarf að leggja mikla áherslu á þjálfun og fræðslu til allra sem koma að málaflokknum til að tryggja sem bestu upplýsingar og aðstoð við fórnarlömb mansals,“ segir Atli Viðar. Mansal í Vík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ein tillagan sem við höfum rætt er að hjálparsími Rauða krossins verði sá staður sem þolendur mansals geti hringt í og meðal annars fengið leiðbeiningar um hvert þeir eigi að leita,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, sem er í landsnefnd um mannúðarrétt undir forystu utanríkisráðuneytis. Landsnefndin sá um að koma með tillögur að fjórum skuldbindingum á sviði mannréttinda- og mannúðarmála sem íslensk stjórnvöld og Rauði kross Íslands hafa nú skuldbundið sig til að vinna að. Ein skuldbindinganna var aðstoð við þolendur mansals á Íslandi. Lítil sem engin úrræði eru í boði í málaflokknum hér á landi. Heitin voru undirrituð á alþjóðlega mannréttindadeginum og afmælisdegi Rauða krossins í síðustu viku. „Nú höfum við skuldbundið okkur til að vinna í þessum málum. Ein hugmyndin er sú að hjálparsíminn yrði eins konar gátt fyrir þolendur mansals og myndi starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins þekkja hvernig eigi að vinna úr símtölum sem inn koma og vísa málum í réttan farveg,“ segir Atli Viðar. Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að verja fimm milljónum króna í kostnað við framkvæmd skuldbindinganna. Að sögn Atla Viðars gæti hluti þess fjár verið notaður til að greiða fyrir útvíkkað hlutverk hjálparsímans. „Það á þó eftir að útfæra þessa skuldbindingu nánar en það má alveg gera ráð fyrir því að hluti af þessum peningum færi til hjálparsímans meðal annars til að aðlaga þjónustuna að þessu nýja hlutverki.“ Að sögn Atla Viðars þyrfti að auglýsa hjálparsímann. Það yrði gert meðal annars með því að setja upp auglýsingar á nokkrum tungumálum þar sem líklegast er að möguleg fórnarlömb sjái auglýsinguna. Í því samhengi hafi verið rætt um að setja upp auglýsingar í Leifsstöð. „Leggja þyrfti áherslu á sýnileika og að auglýsingin væri í senn skýr og einföld. Það þarf að leggja mikla áherslu á þjálfun og fræðslu til allra sem koma að málaflokknum til að tryggja sem bestu upplýsingar og aðstoð við fórnarlömb mansals,“ segir Atli Viðar.
Mansal í Vík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira