Innlent

Árni Páll vann með einu atkvæði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu. Mikil spenna var í loftinu þegar úrslit voru kynnt enda formannskjörin afar óvænt. Einungis einu atkvæði munaði á Árna Páli og mótframbjóðanda hans, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur þingmanni.

Árni Páll Árnason hlaut 241 atkvæði eða 49,49 prósent og Sigríður Ingibjörg 240 atkvæði eða 49,28 prósent. Á kjörskrá voru 503 og atkvæði greiddu 487 eða 97 prósent. Anna Pála Sverrisdóttir hlaut eitt atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×