Ráðherrar lofa Everest Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. september 2015 09:00 Margir þekktir voru mættir til að fagna með Baltasar. Þar á meðal herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti. Vísir/Anton Brink Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Margir þekktir Íslendingar mættu á frumsýningu Everest á fimmtudagskvöld. Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, var sjálfur á staðnum og ræddi við gesti fyrir myndina. Meðal annars bað hann alla Íslendinga sem unnu að myndinni til þess að koma fremst í salinn, til þess að sýna viðstöddum hversu margir héðan lögðu hönd á plóg. Mikill fjöldi Íslendinga vann við myndina og sinnti hinum ýmsu störfum, til dæmis tæknivinnslu myndarinnar, sem gagnrýnendur eru flestir sammála um að sé stórkostleg. Meðal þeirra sem komu á frumsýninguna voru nokkrir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Lífið fékk þá til að segja lesendum upplifun þeirra af myndinni.„Þetta var alveg mögnuð upplifun. Manni finnst raunar alveg ótrúlegt hvað manneskjur eru tilbúnar til að leggja á sig: Bæði þetta fólk sem hefur ástríðuna fyrir fjallgöngunni sem myndin fjallar um, en ekki síður líka þeir sem taka að sér að miðla þessari sögu til okkar með þessum hætti. Manni finnst líka ótrúlegt að Íslendingur sé kominn í þá stöðu að hafa tækifæri til að búa til svona listaverk. Það er mjög merkilegt og fyllir mann af ákveðnu stolti. Mér þótti gaman að sjá hvað Baltasar fékk marga Íslendinga til þess að vinna með sér. Hann fær greinilega það besta út úr fólki. Það er ótrúlegt að sjá þessa kynslóð fólks úr grasi með þessa hæfileika í kvikmyndagerð. Baltasar er toppmaður, eins og sagt var um einn fjallgöngugarp.“Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherraIllugi Gunnarsson menntamálaráðherra„Mér fannst myndin alveg stórkostleg. Maður upplifði atburðarrásina mjög sterkt í henni, þetta var allt svo raunverulegt fyrir manni. Myndin verður allt að því „brútalt“ raunveruleg. Mér finnst myndin sameina tvo heima, heim Hollywood-myndanna og heimildarmyndanna. Hún gefur manni þessa stórmyndatilfinningu og drama en á sama tíma upplifunina að svona hafi hlutirnir gerst nákvæmlega. Þessi mynd og stærðin á henni sýnir auðvitað þá stöðu sem Baltasar er kominn í sem leikstjóri. Svona skiptir miklu máli fyrir íslenska kvikmyndagerð, það að hann nái svona langt. Það er ótrúlegt hvað íslensk kvikmyndagerð hefur vakið mikla athygli erlendis, þetta er ekki sjálfgefið. Þetta er frábært fyrir okkur öll. Svona stór mynd vekur athygli á íslenskri kvikmyndagerð og íslenskri menningu.“Illugi Gunnarsson menntamálaráðherraRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.„Mér fannst eitt af augnablikum kvöldsins vera þegar Baltasar safnaði öllum Íslendingunum sem unnu að myndinni saman. Þó myndin hafi ekki verið tekin hér þá er hún íslensk. Hún er framleidd af Íslendingum og er með stóra íslenska stoð. Þetta er stórmynd á alla mælikvarða. Mikil upplifun og myndin virkilega raunveruleg. Mér varð kalt þegar það varð snjóstormur í myndinni og hefði viljað fá húfu og vettlinga á köflum. Mér þótti myndin algjörlega frábær. Myndatakan var flott og íslenski hluti myndarinnar – eftirvinnslan og tæknin var framúrskarandi. Vonandi verður þetta til þess að draga meira af slíkri vinnu hingað til lands. Sem er líka markmiðið okkar með endurgreiðslukerfinu til kvikmyndaframsleiðslu. Við viljum styrkja og efla kvikmyndaiðnaðinn sem er greinilega á heimsmælikvarða.“Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherraSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og umhverfisráðherra.„Everest er frábær mynd. Kvikmyndagerð er mikilvæg og öflug atvinnugrein og það er augljóst að við eigum fólk í greininni sem er á heimsmælikvarða. Baltasar heldur áfram að gera frábæra hluti og ekki má gleyma Daða Einarssyni - tæknibrellurnar voru framúrskarandi líkt og í öðrum myndum sem hann hefur komið nálægt.“Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og umhverfisráðherra. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Margir þekktir Íslendingar mættu á frumsýningu Everest á fimmtudagskvöld. Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, var sjálfur á staðnum og ræddi við gesti fyrir myndina. Meðal annars bað hann alla Íslendinga sem unnu að myndinni til þess að koma fremst í salinn, til þess að sýna viðstöddum hversu margir héðan lögðu hönd á plóg. Mikill fjöldi Íslendinga vann við myndina og sinnti hinum ýmsu störfum, til dæmis tæknivinnslu myndarinnar, sem gagnrýnendur eru flestir sammála um að sé stórkostleg. Meðal þeirra sem komu á frumsýninguna voru nokkrir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Lífið fékk þá til að segja lesendum upplifun þeirra af myndinni.„Þetta var alveg mögnuð upplifun. Manni finnst raunar alveg ótrúlegt hvað manneskjur eru tilbúnar til að leggja á sig: Bæði þetta fólk sem hefur ástríðuna fyrir fjallgöngunni sem myndin fjallar um, en ekki síður líka þeir sem taka að sér að miðla þessari sögu til okkar með þessum hætti. Manni finnst líka ótrúlegt að Íslendingur sé kominn í þá stöðu að hafa tækifæri til að búa til svona listaverk. Það er mjög merkilegt og fyllir mann af ákveðnu stolti. Mér þótti gaman að sjá hvað Baltasar fékk marga Íslendinga til þess að vinna með sér. Hann fær greinilega það besta út úr fólki. Það er ótrúlegt að sjá þessa kynslóð fólks úr grasi með þessa hæfileika í kvikmyndagerð. Baltasar er toppmaður, eins og sagt var um einn fjallgöngugarp.“Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherraIllugi Gunnarsson menntamálaráðherra„Mér fannst myndin alveg stórkostleg. Maður upplifði atburðarrásina mjög sterkt í henni, þetta var allt svo raunverulegt fyrir manni. Myndin verður allt að því „brútalt“ raunveruleg. Mér finnst myndin sameina tvo heima, heim Hollywood-myndanna og heimildarmyndanna. Hún gefur manni þessa stórmyndatilfinningu og drama en á sama tíma upplifunina að svona hafi hlutirnir gerst nákvæmlega. Þessi mynd og stærðin á henni sýnir auðvitað þá stöðu sem Baltasar er kominn í sem leikstjóri. Svona skiptir miklu máli fyrir íslenska kvikmyndagerð, það að hann nái svona langt. Það er ótrúlegt hvað íslensk kvikmyndagerð hefur vakið mikla athygli erlendis, þetta er ekki sjálfgefið. Þetta er frábært fyrir okkur öll. Svona stór mynd vekur athygli á íslenskri kvikmyndagerð og íslenskri menningu.“Illugi Gunnarsson menntamálaráðherraRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.„Mér fannst eitt af augnablikum kvöldsins vera þegar Baltasar safnaði öllum Íslendingunum sem unnu að myndinni saman. Þó myndin hafi ekki verið tekin hér þá er hún íslensk. Hún er framleidd af Íslendingum og er með stóra íslenska stoð. Þetta er stórmynd á alla mælikvarða. Mikil upplifun og myndin virkilega raunveruleg. Mér varð kalt þegar það varð snjóstormur í myndinni og hefði viljað fá húfu og vettlinga á köflum. Mér þótti myndin algjörlega frábær. Myndatakan var flott og íslenski hluti myndarinnar – eftirvinnslan og tæknin var framúrskarandi. Vonandi verður þetta til þess að draga meira af slíkri vinnu hingað til lands. Sem er líka markmiðið okkar með endurgreiðslukerfinu til kvikmyndaframsleiðslu. Við viljum styrkja og efla kvikmyndaiðnaðinn sem er greinilega á heimsmælikvarða.“Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherraSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og umhverfisráðherra.„Everest er frábær mynd. Kvikmyndagerð er mikilvæg og öflug atvinnugrein og það er augljóst að við eigum fólk í greininni sem er á heimsmælikvarða. Baltasar heldur áfram að gera frábæra hluti og ekki má gleyma Daða Einarssyni - tæknibrellurnar voru framúrskarandi líkt og í öðrum myndum sem hann hefur komið nálægt.“Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og umhverfisráðherra.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira