Framsókn vill innleiða ríkisstyrki við kaup á fyrstu íbúð að breskri fyrirmynd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2015 13:58 Ríkisstyrkirnir eiga að auðvelda fólki sem ekki á fasteign fyrir að kaupa sína fyrstu eign. Vísir/Getty Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela fjármála- og efnahagsráðherra að móta áætlun um innleiðingu opinberra mótframlaga í húsnæðissparnaði. Með því á að auðvelda fólki sem ekki á fasteign fyrir að kaupa sína fyrstu eign. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands en ný húsnæðissparnaðarleið sem ríkisstjórnin kynnti í mars kemur til framkvæmda í desember. Tillaga Framsóknar, sem lögð var fram á Alþingi í dag, miðar að því að nýting á séreignarsparnaði verði að varanlegu úrræði í húsnæðissparnaði. Vilja Framsóknarmenn að ráðherra kynni áætlunina fyrir Alþingi eigi síðar en í maí 2016. Í greinargerð sem fylgir ályktuninni er grunnhugmynd bresku leiðarinnar útskýrð. Frá og með 1. desember munu breskir einstaklingar 16 ára og eldri, sem aldrei hafa átt fasteign, geta stofnað húsnæðissparnaðarreikning sem lýtur sérstökum skilmálum sem hér fylgja:David Cameron og Sigmundur Davíð ræddu meira en Legó á ráðherrafundi í Reykjavík í síðustu viku.vísir/stefánÍ upphafi býðst reikningsstofnanda að setja allt að 1.000 bresk pund (um 200.000 kr.) inn á reikninginn og mánaðarlegur sparnaður getur orðið allt að 200 pund (um 40.000 kr.). Engin neðri mörk eru skilgreind á innborgunum, heldur eru aðeins tilgreindar hámarksupphæðir.Ríkið greiðir innstæðueigendum 25% mótframlag við uppsafnaðan sparnað að því gefnu að hann sé nýttur til kaupa á fasteign í Bretlandi. Kaupandi þarf að hafa safnað a.m.k. 1.600 pundum (um 320.000 kr.) til að öðlast rétt á mótframlagi, sem þá næmi 400 pundum (um 80.000 kr.). Mótframlagið getur í hæsta lagi numið 3.000 pundum (um 600.000 kr.), sem miðast við að einstaklingur hafi sparað 12.000 pund (um 2.400.000 kr.) áður en til fasteignakaupa kemur. Ríkisstyrkur þessi er einstaklingsbundinn og heimilt er að nýta styrk tveggja einstaklinga til kaupa á einni íbúð, standi þeir í sameiningu að sínum fyrstu íbúðarkaupum. Styrkurinn er skattfrjáls.Áætlað er að opið verði fyrir stofnun nýs reiknings af þessu tagi í fjögur ár frá og með 1. desember 2015. Eftir að reikningur hefur verið stofnaður eru hins vegar engin tímamörk á nýtingu úrræðisins.Forsætisráðherra og efnahagsráðherra við kynningu á „Leiðréttingunni“.Vísir/GVABrýn þörfFramsóknarmenn segja þörfina á nýjum úrræðum fyrir ungt fólk á leið inn á fasteignamarkaðinn löngu orðna ljósa. Ör hækkun fasteignaverðs undanfarin ár, auknar kröfur lánveitenda til lántaka um að standast greiðslumat, lækkun lánshlutfalls lánastofnana við fasteignakaup og mikil hækkun leiguverðs séu meðal þeirra þátta sem gera ungu fólki erfitt að fóta sig á húsnæðismarkaði og kalla á aðgerðir hins opinbera. Möguleikinn á nýtingu séreignarsparnaðar til uppgreiðslu lána eða útborgunar í fasteign sé skref í rétta átt en nýtist ekki öllum þjóðfélagshópum. Þannig nýtist sú leið tæplega námsmönnum eða nýútskrifuðum nemum sem hafi ekki aflað tekna á vinnumarkaði nema að takmörkuðu leyti. Flutningsmenn þessarar tillögu telja brýna nauðsyn á nýjum úrræðum og leggja til að þegar verði hafin vinna í þá veru. Alþingi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela fjármála- og efnahagsráðherra að móta áætlun um innleiðingu opinberra mótframlaga í húsnæðissparnaði. Með því á að auðvelda fólki sem ekki á fasteign fyrir að kaupa sína fyrstu eign. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands en ný húsnæðissparnaðarleið sem ríkisstjórnin kynnti í mars kemur til framkvæmda í desember. Tillaga Framsóknar, sem lögð var fram á Alþingi í dag, miðar að því að nýting á séreignarsparnaði verði að varanlegu úrræði í húsnæðissparnaði. Vilja Framsóknarmenn að ráðherra kynni áætlunina fyrir Alþingi eigi síðar en í maí 2016. Í greinargerð sem fylgir ályktuninni er grunnhugmynd bresku leiðarinnar útskýrð. Frá og með 1. desember munu breskir einstaklingar 16 ára og eldri, sem aldrei hafa átt fasteign, geta stofnað húsnæðissparnaðarreikning sem lýtur sérstökum skilmálum sem hér fylgja:David Cameron og Sigmundur Davíð ræddu meira en Legó á ráðherrafundi í Reykjavík í síðustu viku.vísir/stefánÍ upphafi býðst reikningsstofnanda að setja allt að 1.000 bresk pund (um 200.000 kr.) inn á reikninginn og mánaðarlegur sparnaður getur orðið allt að 200 pund (um 40.000 kr.). Engin neðri mörk eru skilgreind á innborgunum, heldur eru aðeins tilgreindar hámarksupphæðir.Ríkið greiðir innstæðueigendum 25% mótframlag við uppsafnaðan sparnað að því gefnu að hann sé nýttur til kaupa á fasteign í Bretlandi. Kaupandi þarf að hafa safnað a.m.k. 1.600 pundum (um 320.000 kr.) til að öðlast rétt á mótframlagi, sem þá næmi 400 pundum (um 80.000 kr.). Mótframlagið getur í hæsta lagi numið 3.000 pundum (um 600.000 kr.), sem miðast við að einstaklingur hafi sparað 12.000 pund (um 2.400.000 kr.) áður en til fasteignakaupa kemur. Ríkisstyrkur þessi er einstaklingsbundinn og heimilt er að nýta styrk tveggja einstaklinga til kaupa á einni íbúð, standi þeir í sameiningu að sínum fyrstu íbúðarkaupum. Styrkurinn er skattfrjáls.Áætlað er að opið verði fyrir stofnun nýs reiknings af þessu tagi í fjögur ár frá og með 1. desember 2015. Eftir að reikningur hefur verið stofnaður eru hins vegar engin tímamörk á nýtingu úrræðisins.Forsætisráðherra og efnahagsráðherra við kynningu á „Leiðréttingunni“.Vísir/GVABrýn þörfFramsóknarmenn segja þörfina á nýjum úrræðum fyrir ungt fólk á leið inn á fasteignamarkaðinn löngu orðna ljósa. Ör hækkun fasteignaverðs undanfarin ár, auknar kröfur lánveitenda til lántaka um að standast greiðslumat, lækkun lánshlutfalls lánastofnana við fasteignakaup og mikil hækkun leiguverðs séu meðal þeirra þátta sem gera ungu fólki erfitt að fóta sig á húsnæðismarkaði og kalla á aðgerðir hins opinbera. Möguleikinn á nýtingu séreignarsparnaðar til uppgreiðslu lána eða útborgunar í fasteign sé skref í rétta átt en nýtist ekki öllum þjóðfélagshópum. Þannig nýtist sú leið tæplega námsmönnum eða nýútskrifuðum nemum sem hafi ekki aflað tekna á vinnumarkaði nema að takmörkuðu leyti. Flutningsmenn þessarar tillögu telja brýna nauðsyn á nýjum úrræðum og leggja til að þegar verði hafin vinna í þá veru.
Alþingi Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira