Keown: Ég hata ekki United en spilamennska liðsins er ömurleg Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 09:00 Martin Keown keypti sér enga velvild hjá Untied-mönnum með þessu. vísir/getty Eins og aðrir sparkspekingar í Bretlandi hefur Martin Keown, fyrrverandi varnarmaður gullaldarliðs Arsenal, verið duglegur að gagnrýna Manchester United. Þrátt fyrir að lærisveinar Louis van Gaal séu í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar hefur fótboltinn sem liðið spilar verið harðlega gagnrýndur og sumir stjörnuleikmenn liðsins réttilega sagðir vera að spila langt undir getu. Keown svarar reglulega spurningum um ensku úrvalsdeildina á vefsíðu Daily Mail, en um daginn fóru hann og Jamie Redknapp yfir sex atriði sem eru að hjá Manchester United. Keown hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Manchester United, sérstaklega ekki eftir atvikið á Old Trafford í apríl 2003 þegar Ruud van Nistelrooy brenndi af vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Miðvörðurinn var þá fljótur til að stökkva á hollenska framherjann, slá hann í öxlina og öskra framan í hann. Var það eitt af fjölmörgum atvikum sem komu upp á milli þessara erkifjenda á þeim tíma.United-liðið er í þriðja sæti þrátt fyrir alla gagnrýnina.vísir/gettyKeown svaraði spurningum lesenda Daily Mail í gær og þar vildi einn stuðningsmaður Manchester United vita hvort hann hataði United. Keown átti að hafa verið svo harðorður í garð Van Gaal eftir bikarsigurinn á Preston. „Það er algjört kjaftæði,“ segir Keown. „Ef þú horfðir á frammistöðu liðsins þá var það langt frá því að líkjast því sem við þekkjum hjá Manchester United.“ „United hefur sjálft sett viðmiðið mjög hátt og þegar ég horfi á liðið í dag er eitthvað annað í gangi. Það virðist sem svo að stjórinn viti ekki alveg hvað hann er að gera og flæki hlutina um of.“ „Hann virðist ekki vita hvert hans besta lið sé eða hver sé besta uppstillingin. Það er pirrandi hvort sem þú heldur með Manchester United, Arsenal eða Chelsea. Maður vill að United spili eftir getu og liðið er ekki að gera það.“ „Það sem ég segi tengist því ekkert hvort ég haldi með Manchester United eða ekki. Ég er stoltur af því að vera eins hlutlaus og ég get þegar ég tala í fjölmiðlum,“ segir Keown. Paul Scholes, goðsögn í lifanda lífi hjá Manchester United, hefur einnig gagnrýnt spilamennsku sinna gömlu félaga og sagði um daginn fótboltann sem liðið spilar vera ömurlegan. Beðinn um að draga orð Scholes saman í eitt orð svaraði Keown: „Sammála.“ Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Eins og aðrir sparkspekingar í Bretlandi hefur Martin Keown, fyrrverandi varnarmaður gullaldarliðs Arsenal, verið duglegur að gagnrýna Manchester United. Þrátt fyrir að lærisveinar Louis van Gaal séu í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar hefur fótboltinn sem liðið spilar verið harðlega gagnrýndur og sumir stjörnuleikmenn liðsins réttilega sagðir vera að spila langt undir getu. Keown svarar reglulega spurningum um ensku úrvalsdeildina á vefsíðu Daily Mail, en um daginn fóru hann og Jamie Redknapp yfir sex atriði sem eru að hjá Manchester United. Keown hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Manchester United, sérstaklega ekki eftir atvikið á Old Trafford í apríl 2003 þegar Ruud van Nistelrooy brenndi af vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Miðvörðurinn var þá fljótur til að stökkva á hollenska framherjann, slá hann í öxlina og öskra framan í hann. Var það eitt af fjölmörgum atvikum sem komu upp á milli þessara erkifjenda á þeim tíma.United-liðið er í þriðja sæti þrátt fyrir alla gagnrýnina.vísir/gettyKeown svaraði spurningum lesenda Daily Mail í gær og þar vildi einn stuðningsmaður Manchester United vita hvort hann hataði United. Keown átti að hafa verið svo harðorður í garð Van Gaal eftir bikarsigurinn á Preston. „Það er algjört kjaftæði,“ segir Keown. „Ef þú horfðir á frammistöðu liðsins þá var það langt frá því að líkjast því sem við þekkjum hjá Manchester United.“ „United hefur sjálft sett viðmiðið mjög hátt og þegar ég horfi á liðið í dag er eitthvað annað í gangi. Það virðist sem svo að stjórinn viti ekki alveg hvað hann er að gera og flæki hlutina um of.“ „Hann virðist ekki vita hvert hans besta lið sé eða hver sé besta uppstillingin. Það er pirrandi hvort sem þú heldur með Manchester United, Arsenal eða Chelsea. Maður vill að United spili eftir getu og liðið er ekki að gera það.“ „Það sem ég segi tengist því ekkert hvort ég haldi með Manchester United eða ekki. Ég er stoltur af því að vera eins hlutlaus og ég get þegar ég tala í fjölmiðlum,“ segir Keown. Paul Scholes, goðsögn í lifanda lífi hjá Manchester United, hefur einnig gagnrýnt spilamennsku sinna gömlu félaga og sagði um daginn fótboltann sem liðið spilar vera ömurlegan. Beðinn um að draga orð Scholes saman í eitt orð svaraði Keown: „Sammála.“
Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira