Sat saklaus í gæsluvarðhaldi og fær bætur: „Feginn að þessum kafla er lokið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 15:03 Maðurinn tók aftur til starfa hjá tollstjóra haustið 2013. Vísir/Anton Brink Tollvörður sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 5 vikur árið 2013, grunaður um aðild að stóru fíkniefnamáli, fær greiddar bætur frá ríkinu vegna málsins. Hann sat í gæsluvarðhaldi frá 21. febrúar til 28. mars 2013 og því liðu tæp tvö ár frá því hann losnaði úr gæsluvarðhaldi og þangað til hann fékk bætur. Maðurinn vill lítið tjá sig um málið en segir þó að fátt komi í staðinn fyrir að sitja í gæsluvarðhaldi allan þennan tíma. „Ég er feginn að þessum kafla er lokið,“ segir hann. Sjá einnig: Tollvörðurinn látinn laus Lögmaður mannsins, Friðbjörn Garðarsson, segir aðspurður að tvö ár séu ekki svo langur tími til að fá botn í svona mál. „Ekki svona í stóra samhenginu. Það mikilvæga er að ríkið hefur viðurkennt með afdráttarlausum hætti að skjólstæðingur minn var meira en saklaus bendlaður við þetta mál.“ Ekki fæst uppgefið hversu háar bætur maðurinn fékk greiddar en að sögn Friðbjörns hóf maðurinn aftur störf hjá Tollstjóra strax um haustið 2013. Ríkislögmaður vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Tengdar fréttir Tollvörðurinn látinn laus Tollvörður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 21. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli hefur verið látinn laus. 28. mars 2013 11:05 Tollvörðurinn íhugar skaðabótamál vegna gæsluvarðhalds Tollvörður sem sat í einangrun í fjórar vikur vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi, íhugar að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna vistarinnar. Sjö aðilar voru ákærðir vegna málsins í gær og var tollvörðurinn ekki þar á meðal. 20. apríl 2013 19:07 Tollvörður vill milljónir - og vinnuna aftur Tollvörður, sem um tíma lá undir grun að hafa átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, mun á næstunni hefja störf á ný hjá embætti tollstjóra. Lögmaður tollvarðarins undirbýr nú fyrir hönd skjólstæðings síns kröfu um miskabætur fyrir að hafa setið í fjórar vikur í einangrun að ósekju. 11. maí 2013 18:50 Tollvörðurinn ekki ákærður Sjö karlmenn hafa verið ákærðir í tengslum við umsvifamikið amfetamínsmygl fyrr á þessu ári. Þetta er eitt stærsta fíkniefnamál á Íslandi í langan tíma. 19. apríl 2013 17:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira
Tollvörður sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 5 vikur árið 2013, grunaður um aðild að stóru fíkniefnamáli, fær greiddar bætur frá ríkinu vegna málsins. Hann sat í gæsluvarðhaldi frá 21. febrúar til 28. mars 2013 og því liðu tæp tvö ár frá því hann losnaði úr gæsluvarðhaldi og þangað til hann fékk bætur. Maðurinn vill lítið tjá sig um málið en segir þó að fátt komi í staðinn fyrir að sitja í gæsluvarðhaldi allan þennan tíma. „Ég er feginn að þessum kafla er lokið,“ segir hann. Sjá einnig: Tollvörðurinn látinn laus Lögmaður mannsins, Friðbjörn Garðarsson, segir aðspurður að tvö ár séu ekki svo langur tími til að fá botn í svona mál. „Ekki svona í stóra samhenginu. Það mikilvæga er að ríkið hefur viðurkennt með afdráttarlausum hætti að skjólstæðingur minn var meira en saklaus bendlaður við þetta mál.“ Ekki fæst uppgefið hversu háar bætur maðurinn fékk greiddar en að sögn Friðbjörns hóf maðurinn aftur störf hjá Tollstjóra strax um haustið 2013. Ríkislögmaður vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Tengdar fréttir Tollvörðurinn látinn laus Tollvörður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 21. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli hefur verið látinn laus. 28. mars 2013 11:05 Tollvörðurinn íhugar skaðabótamál vegna gæsluvarðhalds Tollvörður sem sat í einangrun í fjórar vikur vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi, íhugar að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna vistarinnar. Sjö aðilar voru ákærðir vegna málsins í gær og var tollvörðurinn ekki þar á meðal. 20. apríl 2013 19:07 Tollvörður vill milljónir - og vinnuna aftur Tollvörður, sem um tíma lá undir grun að hafa átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, mun á næstunni hefja störf á ný hjá embætti tollstjóra. Lögmaður tollvarðarins undirbýr nú fyrir hönd skjólstæðings síns kröfu um miskabætur fyrir að hafa setið í fjórar vikur í einangrun að ósekju. 11. maí 2013 18:50 Tollvörðurinn ekki ákærður Sjö karlmenn hafa verið ákærðir í tengslum við umsvifamikið amfetamínsmygl fyrr á þessu ári. Þetta er eitt stærsta fíkniefnamál á Íslandi í langan tíma. 19. apríl 2013 17:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira
Tollvörðurinn látinn laus Tollvörður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 21. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli hefur verið látinn laus. 28. mars 2013 11:05
Tollvörðurinn íhugar skaðabótamál vegna gæsluvarðhalds Tollvörður sem sat í einangrun í fjórar vikur vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi, íhugar að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna vistarinnar. Sjö aðilar voru ákærðir vegna málsins í gær og var tollvörðurinn ekki þar á meðal. 20. apríl 2013 19:07
Tollvörður vill milljónir - og vinnuna aftur Tollvörður, sem um tíma lá undir grun að hafa átt aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli, mun á næstunni hefja störf á ný hjá embætti tollstjóra. Lögmaður tollvarðarins undirbýr nú fyrir hönd skjólstæðings síns kröfu um miskabætur fyrir að hafa setið í fjórar vikur í einangrun að ósekju. 11. maí 2013 18:50
Tollvörðurinn ekki ákærður Sjö karlmenn hafa verið ákærðir í tengslum við umsvifamikið amfetamínsmygl fyrr á þessu ári. Þetta er eitt stærsta fíkniefnamál á Íslandi í langan tíma. 19. apríl 2013 17:30